Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 22

Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 22
Peningar eru mikilvægt hreyfiafl“ sagði Glitnis- forstjórinn í nýlegu opnu- viðtali. Hann er nú hlutað- eigandi í Hjallastefnunni ehf. og konan hans er stjórnarformaður. Með henni í stjórn situr margt valið peningalið og fær þar með að höndla nýja tegund valds. Annar forstjóri setti milljarð í sjóð sem m.a. er ætlað að styrkja skóla í Afríkuríkinu Sierra Lione. Sjóðurinn mun árlega veita 120– 150 milljóna króna styrki, reyndar til valinna verkefna hérna heima líka. Heyrst hefur að sá sami hafi einnig keypt sjálfum sér afmælis- skemmtun fyrir um 70–100 millj- ónir. Það eru u.þ.b. 30 árslaun kennara á Íslandi og laun í þriðja heiminum eru oft um 30 sinnum lægri en hjá okkur. „Mannauðurinn er það mikil- vægasta sem við eigum,“ sagði forsetinn í áramótaávarpi sínu og telur að við þurfum að velta fyrir okkur uppeldi og menntun barna, jafna uppeldisskilyrði og efla möguleika allra foreldra til að koma börnum sínum til manns. Foreldrar eru ‘umboðsmenn’ barn- anna sinna og gegna veigamiklu hlutverki við ávöxtun þessa auðs: Foreldrar eru mikilvægt hreyfi- afl, en treysta kannski um of á skóla um uppeldi barna sinna. Í skólum eiga menn að verða fróðir þótt sumir segi að fyrst þurfi menn að læra að vera góðir. Lík- lega þarf þetta tvennt að haldast í hendur. En hvernig náum við best- um árangri? Börn sjá oft einfald- leikann í tilverunni, það gerir þau að skapandi félagsskap og það eru í sjálfu sér forréttindi að umgang- ast börn á hverjum degi. „Maður þarf að halda áfram að leika sér til að heilinn haldi áfram að virka“ er tilvitnun í dreng úr námskrá fyrir elstu börnin í leik- skólum Kópavogs. Við erum mörg sammála drengnum og teljum að leikurinn sé mikil- vægasta námsleið leikskólabarna og sú leið sem líklegust er til þess að hver og einn fái örvun í réttri blöndu. Ung börn eru stöðugt að læra og setja eins og drengur- inn fram kenningar um lífið og tilveruna sem við ættum að hlusta meira á og taka tillit til. Leikur getur verið afar flókið ferli eða einfaldara, en kannski þó ekki síður merkilegt. Við sem erum að vinna með börn- unum þurfum að leitast við að skilja leikinn og bera að efnivið sem auðgar hann og þroskar börn- in. Leikur er ekki einangrað fyrir- bæri heldur tekur á sig lit og lögun þess umhverfis sem börnunum er búið. Það á við um bæði efnislegt umhverfi, en einnig umhverfi sem markast af þeim fyrirmyndum, hugmyndum og hugtökum sem börnum er veittur aðgangur að með samvistum við aðra hugsandi menn. Kennari þarf að hugleiða hvernig nemendur hans læra ekki síður en hvað. Við lærum ekki öll eins þó að vellíðan í skólanum og virkni með námsfélögum séu lík- ast til þeir tveir þættir sem tryggja það best að nám eigi sér stað. Í undirstöðunámi eins og fram fer í leikskólanum ætti að leggja áherslu á að börn læri grundvall- arfærni á borð við að hafa forsjá fyrir sjálfum sér og að virða rétt annarra. Til þess að þetta verði ættu þau m.a. að læra sjálfræði og ábyrgð, frumkvæði, þrautseigju og heiðarleika og þau ættu ekki síður að læra að skilja og nota hug- tök á borð við þessi. Þetta er í anda aðalnámskrár leikskóla en einnig í samræmi við þau meginmarkmið sem alþjóðasamfélagið hefur ákveðið að leggja skuli áherslu á í lýðmenntun á þessari öld. Þau markmið eru að börnum skuli kennt að vera ábyrgðarfullir ein- staklingar, að lifa með öðrum, að skapa og eignast þekkingu og að þetta skuli gerast í lýðræðislegu skólastarfi þannig að börn læri lýðræði með ástundun. Bein yfir- færsla þekkingar hefur verið nokkuð viðtekin venja, en nú hafa þau viðhorf frekar rutt sér til rúms að kennarinn sé mikilvæg- asti námsfélaginn, hann stjórni námsferlum og barnahópnum og viti hvað þarf til hverju sinni til að öllum vegni sem best. Meðaltalið er ekki það sem ræður úrslitum heldur hvernig hverjum og einum reiðir af. Ef við lesum þetta saman við margt í íslensku samfélagi í dag, þá erum við á villigötum. Það er grundvallarmunur á því ‘að skipta réttlátlega’ og ‘að gefa með sér’. Það þarf að efla lýðræði í íslensku samfélagi og til þess eru skólarnir mikilvægir. Í dag höfum við það þannig að börn alast að miklu leyti upp í leik- skólum. Við þurfum því að sjá til þess að þar hafi börnin merkileg- an efnivið, huglægan og efnisleg- an, að læra af, með og um. Það gerum við best með því að tryggja að kennarar með góða þekkingu á leikskólauppeldi séu til staðar í skólunum og að nægilegt fé sé sett í málaflokkinn. Vinna þarf að auknum stöðugleika og menntun í uppeldisumhverfi barna. Til þess þurfum við bætta ímynd leikskóla- kennarastarfsins og aukna um- ræðu um mikilvægi uppeldismála. Til að þetta megi verða eru peningar sannarlega mikilvægt hreyfiafl. Höfundur er leikskólakennari. Leikskólinn er mikilvægt hreyfiafl Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Inn- flytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þess- ari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefna- legri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnu- markaður“ og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálf- sögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalaus- ir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri inn- flytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þess- um þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölgun- inni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðal- lega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í land- inu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahags- stefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennileg- ar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi – ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki inn- flytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytj- endamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda. Skýrari stefnu um innflytj- endamál fyrir kosningar í vor Umræðan undanfarna mánuði um stækkunar- málið í Straumsvík hefur verið málefnaleg og upp- lýsandi fyrir þá sem fylgst hafa með henni. Fremst í flokki í málflutningi gegn stækkun hefur verið þver- pólitískur hópur fólks sem kallar sig Sól í Straumi og hefur sá hópur lagt sig fram um málefna- lega umræðu og haldið úti öflugri heimasíðu um stækkunarmálið www.solistraumi.org. Skömmu fyrir áramót færði hópurinn stjórnendum Alcan í Straumsvík eftirfarandi rök gegn stækkun álbræðslunnar í Straums- vík: Framfarir í baráttunni við loft- mengun í Straumsvík síðustu 20 árin verða að engu við stækkun. Mengun eftir stækkun verður svipuð og árið 1991. Lóðin eftir stækkun verður jafn breið og hún er löng í dag. Línu- mannvirki vegna stækkunar á útivistarsvæði Hafnfirðinga og í nágrenni við íbúabyggð eru óásættanleg. Byggingarland okkar Hafnfirð- inga er takmarkað. Í framtíð- inni þurfum við að fá Straums- víkursvæðið og 10 ferkílómetra mengunarsvæði álverksmiðjunn- ar undir blandaða íbúðabyggð, iðnað, verslun og þjónustu. Með því að stækka álbræðsluna núna eyðileggjum við framtíðartæki- færi okkar. Við erum ekki lengur fátækur útgerðarbær, við búum ekki við atvinnuleysi, við eigum ekki ótak- markað land og við reiknum ekki með að börnin okkar vilji vinna í álbræðslu. Við erfum ekki landið frá foreldrum okkar, við fáum það að láni hjá börnunum okkar. Allt byggt land í Hafnarfirði í dag er 12 ferkílómetrar. Við stækkun skuldbindum við 10 ferkílómetra byggingarlands undir mengunar- svæði um ókomna framtíð. Í stækk- unarhugmyndunum er ekki gert ráð fyrir krónu til okkar Hafnfirð- inga fyrir þessa fórn. Óljós loforð um greiðslur fyrir fasteignagjöld og hafnarnotkun koma ekki í staðinn fyrir hana. Stækkun álbræðslunn- ar hefur engin úrslita- áhrif fyrir atvinnu- líf í Hafnarfirði. Í dag vinna 230 Hafnfirðing- ar hjá álverksmiðjunni. Í Hafnarfirði hefur störfum fjölgað und- anfarin sjö ár um 240 störf á ári án þess að álbræðslan í Straumsvík hafi stækkað. Stækkun kallar á virkjun neðri hluta Þjórsár og hefur óaftur- kræfar afleiðingar fyrir náttúru Íslands. Innan fárra ára verður Straums- víkursvæðið eitt það verðmæt- asta á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til staðsetningar. Nágrenni við höfuðborgina, nágrenni við höfn og nágrenni við alþjóðaflug- völlinn gerir þetta landsvæði eft- irsóknarvert fyrir hátækni- og sprotafyrirtæki. Mengunarsvæð- ið takmarkar eðlilega byggðaþró- un í Hafnarfirði. „Jafnvel þó að Íslendingar kæm- ust í hóp stærstu álframleiðenda heims og myndu virkja alla hag- kvæmustu virkjunarkosti lands- ins, myndi arðsemi þess og hagur fyrir íslenskt samfélag aldrei verða meiri en sem nemur fram- lagi eins öflugs útrásarfyrirtæk- is.“ (Ágúst Guðmundsson, Bakka- vör, febrúar 2006). Í starfsleyfinu er engin tak- mörkun á útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda sem valda loftlags- breytingum sem eru alvarlegasta umhverfisvandamál í heiminum í dag. Útblástur gróðurhúsaloftteg- unda frá álbræðslunni í Straums- vík mun fara í 2.200 tonn á sólar- hring ef af stækkun verður. Það eru spennandi tímar í Hafnarfirði. Ef við segjum „já“ við stækkun mun álbræðsla vera stunduð í bænum okkar langt fram yfir miðja þessa öld. Ef við segjum „nei“ við stækkun fáum við landið í Straumsvík aftur til ráðstöfunar með tilheyrandi tækifærum fyrir Hafnarfjörð og framtíðina. Höfundur er meðlimur samtakanna Sól í Straumi. Rök gegn stækkun Það er afkáralegt að vera fylgjandi efna- hagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í dag höfum við það þannig að börn alast að miklu leyti upp í leikskólum. Við þurfum því að sjá til þess að þar hafi börnin merkilegan efnivið, huglægan og efnislegan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.