Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 95

Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 95
Úthlutað var úr Listasjóði Dungal á dögunum og hlutu þrír ungir myndlistarmenn styrk úr sjóðnum sem stofnaður var til minningar um Margréti og Baldvin P. Dungal. Sjóðurinn var stofnsettur árið 1992 og hét þá Listasjóður Penn- ans en eftir sölu fyrirtækisins árið 2005 var nafni hans breytt í Lista- sjóður Dungal. Hlutverk hans er sem fyrr að styrkja unga mynd- listarmenn sem eru að feta sín fyrstu skref á myndlistarbraut- inni og einnig að eignast verk eftir þá. Umsóknum hefur fjölgað með ári hverju og að þessu sinni bárust tæplega fjörutíu umsóknir. Dómnefndina skipuðu Guðrún Einarsdóttir myndlistarmaður og Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, sem er for- maður, auk Gunnars B. Dungal, stofnanda sjóðsins. Í tölu sinni við verðlaunaaf- hendinguna ræddi Gunnar meðal annars um innkaupastefnu íslenskra safna og áhuga listunn- enda sem sjaldnast nær út fyrir landsteinana og hvatti til víðsýni í þeim efnum. Hann ræddi um und- arlega afstöðu fyrrgreindra gagn- vart erlendri myndlist, sem er sýndur lítill áhugi hérlendis. Einn- ig nefndi hann að dirfskan sem einkennt hefur íslenskt athafnalíf hafi vart náð til myndlistarinnar ennþá – menn hiki ekki við að taka áhættu í fjárfestingum en séu ekki farnir að nýta sér þau sóknarfæri sem gefist í myndlistinni. Styrk að upphæð 300.000 krónu hlutu listakonurnar Kristín Helga Káradóttir og Hye Joung Park. Kristín Helga útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2004 en hún hefur einnig lagt stund á leik- list og námsbraut í hjúkrun við Háskóla Íslands. Hún hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Kristín Helga vinnur vídeóverk þar sem hún skrásetur eigin gjörninga. Verkin byggja á orðlausri leikrænni tjáningu henn- ar sjálfrar, oft í sviðsettu rými. Verk hennar eru á heimspekileg- um nótum þar sem fjallað er um tilvistina og sálarlífið á einn eða annan hátt. Kristín Helga stefnir á framhaldsnám erlendis. Hye er fædd í Suður Kóreu. og lauk B.S.-námi í dýralækningum frá háskólanum í Seoul árið 2001 en árið 2002 stundaði hún nám við Myndlistarskólann í Reykjavík. Hye útskrifaðist með B.A.-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2005. Hún býr og starfar í London og Reykjavík. Hye notar mjög gjarnan ljósmyndir og skúlptúra í verkum sínum og myndgerir með því móti augna- blik líðandi stundar. Styrk að upphæð 500.000 krón- um hlaut myndlistarmaðurinn Darri Lorenzen. Hann lauk námi frá Listaháskóla Íslands og síðar stundaði hann nám í raftónlist og sótti sér frekari myndlistarmennt- un til Haag. Hann stundar nú framhaldsnám í Berlín. Verk Darra eru rýmistengd, þar sem skynjun áhorfandans á umhverfi sínu er aðalviðfangsefn- ið. Hann notar margs konar miðla í verkum sínum eins og hljóð, videó, gjörninga og ýmiss konar efni sem hann blandar saman í innsetningum. Í umsögn dóm- nefndar segir að Darri sé næmur og stórhuga listamaður sem tekst á við listina af áræði og krafti. + Það var gaman á sýningu Bjarna Hauks í Iðnó á fimmtudag. Áhorf- endur skemmtu sér konunglega yfir góðlegri og markvissri grein- ingu á kenjum samtímans, dag- legri hegðun, földum siðum sem Bjarni dregur fram og sýnir okkur í nær tveggja tíma langri eins manns sýningu. Hann reynist furðu glöggur á skoplega hluti, hikar ekki við að gefa sig á vald tilfinningasemi og tæpir á djúpri alvöru í samskiptum kynjanna í hjónabandi, samskiptum foreldra og barna. Verkið byggir á skarpri sýn á mannlega hegðun og er flutt af krafti, kurteisi og sanngirni, þótt það haldi sig nær alfarið á karlahólnum. Það er erfitt að halda heilum sal í tvær klukkustundir með einu stuttu hléi. Uppistandsbragurinn er vissulega fyrir hendi í sýning- unni, það er talað beint við okkur, en Bjarni bregður sér einnig í ýmis hlutverk, öll býsna skýr með raddblæ og fasi. Hann dregur ekki af sér í líkamlegri beitingu í því rými sem gefst og víða glittir í leik hjá honum sem er ávísun á mikla persónusköpun í víðara verki. Málsnið verksins er líka unnið af góðri hlustun. Víst heyrir maður víða í sýningunni leikstjórn Sig- urðar Sigurjónssonar. Það er ekk- ert til lýta, bendir bara til hins nána vinnusambands leikarans og leikstjórans, en hér er talað nokkr- um tungum og öllum auðþekkjan- legum. Sjónlínur í Iðnó hafa alltaf verið slæmar. Ekki bætir úr skák að meðalhæð manna hefur hækk- að á 110 árum. Leikmyndin er sparlega gerð, ekki fátækleg en dugar. Notkun á skjávörpum er notuð lítillega í upphafi og vel mætti þróa verkið meira í þá átt- ina, til dæmis í óborganlegri lýs- ingu á kerrukaupum. Notkun á slíkum miðli kallar á samfellu í gegnum verkið allt sem ekki er nýtt hér. Eins er með áhrifshljóð og tal af bandi. Þessir þættir gætu komið til álita í frekari þróun verksins fyrir erlenda markaði. Því varla lætur Bjarni staðar numið með þetta verk við heima- slóðir. Verkið dettur dálítið í tvennt, fyrir og eftir fæðingu. Seinni hlut- inn er brotakenndur og hefur ekki sama heildarsvip og sá fyrri. Höf- undurinn dregur samt fína línu frá samstæðum fyrri hluta til loka verksins. Það er alveg klárt hvað Bjarni er að segja okkur. Það er hlýja í verkinu, mannvit og heið- ríkja sem er falleg í hugsun og framkvæmd. Bjarni á marga gesti skilið á sýningu sína – hægt er heita þeim innilegri og góðri skemmtun – með sterkum eftir- þanka og björtum hug. Ættarlaukurinn Útgáfuréttur á tveimur sögum Ævars Arnar Jóspessonar hefur verið seldur í Danmörku til stórút- gáfunnar Ashehaug. Þetta eru sög- unar Blóðberg og Sá yðar sem syndlaus er. Er þegar hafin vinna við þýðingar á dönsku sem Áslaug Rögnvaldsdóttir annast, en hún hefur verið búsett í Danmörku um árabil og þýtt mikið á dönsku. Aschehaug er annað stærsta útgáfufyrirtæki í Danmörku, hluti Egmond-keðjunnar sem teygir anga sína víða um Norðurlönd. Forlagið gefur út um 500 titla á ári. Saga Ævars Svartir englar hefur komið út á Niðurlöndum á hollensku og í Þýskalandi hjá dótt- urfyrirtæki Bertelsmans. Ævar Örn á markað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.