Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 4

Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 4
 Tyrklandsstjórn varaði í gær Líbani og Egypta við því að láta reyna á samninga um olíuleitarréttindi sem þeir hefðu gert við Kýpurstjórn, þar sem Tyrkir og Kýpur-Tyrkir hefðu líka slík réttindi á svæðinu. Stjórnvöld í Líbanon og á Kýpur gerðu nýlega samning um efna- hagslögsögumörk á hafsbotninum í sundinu á milli eyjarinnar og Líb- anonstrandar. Samningurinn er forsenda fyrir olíuleit þar, en talið er að umtalsverðar olíulindir sé þar að finna. Tyrkir viðurkenna ekki stjórn kýpur-gríska lýðveld- isins, aðeins lýðveldi Kýpur- Tyrkja á norðurhluta eyjarinnar sem ekkert annað ríki heims er í stjórnmálasambandi við. Vara Líbana við olíuleit við Kýpur Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu, segir að rannsókn embættis- ins á sænska veðmálafyrirækinu Betsson, sem auglýsir þjónustu sína í nokkrum íslenskum fjölmiðlum, snúist eingöngu um það hvort hægt sé að kæra þá fjölmiðla sem birt hafa auglýs- ingar fyrirtækisins. Samkvæmt íslenskum happ- drættislögum er bannað að aug- lýsa fjárhættuspil í fjölmiðlum ef fyrirtæki hefur ekki leyfi til að reka starfsemi sína hér á landi eins og í tilviki Betsson. Jón segir að hins vegar hafi embættið ekki refsilögsögu gagn- vart fyrirtækinu sjálfu því það sé staðsett á Möltu. Hann segir rannsókn lögregl- unnar vel á veg komna. Snýst um hvort auglýsendur verði kærðir Hefðbundin siglinga- leið allra tegunda flutningaskipa sem hingað koma til lands liggur aðeins í tveggja til þriggja sjó- mílna fjarlægð frá landi þegar farið er norðan Vestmannaeyja og fyrir Reykjanes. Í góðu veðri er venjuleg siglingaleið fyrir Reykja- nes aðeins 800 metra frá landi. Skipin sem um ræðir fluttu rúm 800 þúsund tonn af olíu og öðrum hættulegum efnum til landsins árið 2000. Þau stærstu höfðu burð- argetu upp á 25-30 þúsund tonn. Í skýrslu um niðurstöður nefnd- ar um takmörkun siglinga skipa við suðvesturströnd Íslands frá janúar árið 2001 kemur fram að tíðni ferða flutningaskipa á þess- ari leið valdi því að hættan á óhappi sé veruleg. Ekki er gerður grein- armunur á flutningaskipum almennt og olíuflutningaskipum þar sem öll flutningaskip hafa svo mikið eldsneyti innanborðs að hætta á mengunarslysi er alltaf metin sem mikil þegar slík skip eiga í hlut. Halldór Nellet, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar, segir í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann telji það glapræði að siglingar skipa sem bera allt að 25 þúsund tonn af olíu sigli svokallaða innri leið, og að löngu sé orðið tímabært að setja sérstakar siglingaleiðir við landið. „Við höfum lagt til að stórum skip- um og þeim sem hafa hættulegan farm sé beint ytri leiðina svoköll- uðu hér suðvestanlands. Flutningaskipið Wilson Muuga steytti niður í fjörunni við Hvals- nes á Reykjanesi aðeins fáeinum mínútum eftir að stjórntæki skips- ins biluðu. Inntur eftir því hvort reglur um afmörkun siglingaleiða hefðu gefið svigrúm til að bregðast við biluninni segir Georg Lárus- son, forstjóri Landhelgisgæslunn- ar. „Wilson Muuga var 1,6 sjómílur frá landi þegar stjórntæki skipsins biluðu. Það er okkar mat að ef skip- ið hefði verið 30 sjómílur frá landi þá trúi ég ekki öðru en þeir hefðu áttað sig á hvað var að gerast áður en skipið kom upp í fjöruna. Ef skipið hefði verið á ytri leiðinni hefði það dregið verulega úr líkun- um á að skipið strandaði.“ Nefnd um neyðarhafnir, sem starfar á vegum samgönguráðu- neytisins, vinnur nú að því að greina umferð við landið, gera til- lögur að skipulagi siglingaleiða og hvort að takmarka þurfi siglingar. Eins hvernig veita á skipum í neyðartilfellum afdrep og hvaða búnaður þarf að vera fyrir hendi til að bregðast við mengunarslysi. Siglingaleiðir skipa uppi í harða landi Flutningaleiðir skipa með olíu og önnur hættuleg efni liggja nálægt ströndum. Landhelgisgæslan vill að skipaleiðir séu færðar fjær landi. Wilson Muuga var 1,6 mílur frá landi þegar stjórntæki biluðu og skipið strandaði mínútum síðar. Veldu létt og mundu eftir ostinum! Fetaðu létta leið Landspítalinn braut á konu sem sagt var upp störfum á spítalanum með því að miðla upp- lýsingum um uppsögnina til ráð- gjafarfyrirtækis. Þetta er niður- staða Persónuverndar. Konan var ein fimm starfs- manna sem sagt var upp í lok sept- ember vegna skipulagsbreytinga. Með uppsagnarbréfinu fékk konan bréf um að Landspítalinn hefði samið við fyrirtækið Capacent til að aðstoða hana við atvinnuleit. Ef hún setti sig ekki í samband við fyrirtækið innan tíu daga yrði haft samband við hana. Í kæru til Persónuverndar segir konan að tíu dögum eftir að starf hennar var lagt niður hafi verið hringt til hennar frá Capacent. „Þar með varð mér ljóst að LSH hafði afhent Capacent ráðningum upplýsingar um mig og uppsögn mína, að mér forspurðri. Sjálf ósk- aði ég ekki eftir aðstoð frá ráðn- ingarþjónustunni og þaðan af síður að upplýsingar um mig væru afhentar,“ er haft eftir konunni í umfjöllun Persónuverndar. Konan telur spítalann sekan um trúnaðarbrot: „Sérstaklega í ljósi þess að allar líkur eru á að Capac- ent hafi fengið upplýsingar um uppsögn mína áður en mér var tjáð frá henni,“ segir hún. Í skýringum Landspítalans segir að til þess að spítalinn gæti staðið við samning við Capacent hefði verið nauðsyn- legt að fyrirtækið gæti innan tíu daga haft samband við starfs- mennina sem sagt var upp. Máttu ekki segja frá uppsögn Díoxíneitrunin í blóði Viktor Júsjenkó, forseta Úkraínu, hefur minnkað um 80 prósent rúmlega tveimur árum eftir að Júsjenkó afmyndaðist og var nær dauða en lífi vegna eitrunar, að sögn talskonu forsetans. Júsjenkó veiktist hastarlega í kosningabaráttu fyrir forseta- kosningarnar í Úkraínu árið 2004 og greindist með alvarlega díoxíneitrun. Yfirvöld í Úkraínu hafa úrskurðað eitrunina sem morðtil- raun. Júsjenkó segir einkennin hafa komið fram eftir kvöldverð með háttsettum embættismönn- um öryggismála. Enginn hefur verið ákærður og gagnrýnendur segja saksóknara draga fæturna í rannsókn málsins. Eitrun minnkar í blóði Júsjenkó Sprengjuárásir bönuðu minnst 36 manns á helgum stöðum sjía- múslima í Írak í gær, en svonefnd Ashoura-hátíð sjía hefst í dag. Síðdegis var sprengjum einnig varpað á torg í hverfi sjía í Bagdad, og dóu þar minnst fimm manns og tugir særðust. Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, verður enn um sinn í flokknum, þótt dóttir hans hafi sagt skilið við flokkinn. „Ég er í ábyrgð fyrir flokkinn og ég þarf að ganga frá ýmsum málum áður en ég geng úr honum,“ segir Sverrir. Á nýafstöðnu landsþingi var Sverrir endurkjörinn í fjármála- ráð flokksins. „Ég hef verið í fjármálaráði flokksins frá byrjun og ég var kosinn í það áfram. [...] Það var vegna þess að það fannst enginn í nýju fylking- unni með nógu gott sakavottorð til þess að fara þar inn.“ Sverrir verður enn í flokknum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.