Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 11

Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 11
Aðalmyndavél Hubble-geimsjónaukans bilaði um helgina og útlit er fyrir að einungis verði hægt að gera við hana að hluta nú að því er kemur fram í tilkynningu Geimvísinda- stofnunar Bandaríkjanna (NASA). Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, hefur haft gífurlegt mikilvægi fyrir geimvísindi í heiminum og meðal annars sent til jarðar skýrustu myndir sem teknar hafa verið af myndun vetrarbrauta. NASA áætlar að senda geimfara á næsta ári til að gera við og uppfæra Hubble. Bilun í Hubble- sjónaukanum Laun Eiðs Smára Guðjohn- sen, fyrir nýgerðan þriggja ára samstarfssamning við Eimskip, eru trúnaðarmál að sögn Eggerts Skúlasonar, talsmanns landsliðs- fyrirliðans. Samningurinn er á sviði markaðs- og kynningarmála og er Eimskip heimilt að nota nafn og ímynd Eiðs til að kynna og auglýsa fyrirtækið. Eggert segir að Eiður fái eina fasta greiðslu fyrir samninginn. „Eimskip er að kaupa aðgang að nafni hans og ímynd til að kynna fyrirtækið,“ segir Eggert og bætir því við að Eiður megi að sjálfsögðu leika í auglýsingum fyrir aðra á tímabilinu. Talsmaðurinn segir að laun Eiðs fyrir samninginn þyki umtals- verðir peningar hér á landi en ekki úti í hinum stóra heimi. Gefa ekki upp launagreiðslur Umhverfisstofnun hefur verið í samstarfi við Land- helgisgæsluna í gegnum tíðina en strand Wilson Muuga í Hvalsnes- fjöru í Sandgerði hvatti Umhverf- isstofnun til að taka upp þráðinn og endurnýja samstarfssamning- inn milli þessara stofnana. Umhverfisstofnun sendi Land- helgisgæslunni bréf í byrjun árs- ins, þakkaði fyrir samstarfið eftir strandið og óskaði eftir viðræðum um að tryggja enn betur en fyrr samstarf stofnananna um eftirlit með mengun sjávar við Ísland og viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda. Í bréfinu segir að sívaxandi fjöldi olíuflutningaskipa og ann- arra kaupskipa leggi enn meiri skyldur á hendur íslenskum stjórnvöldum um eftirlit, viðbún- að og viðbrögð við bráðamengun. Í því ljósi sé óskað eftir viðræð- um um endurnýjun samstarfs- samnings um eftirlit með mengun sjávar, sérstaklega úr lofti, verk- áætlun um samstarf vegna yfir- vofandi bráðamengunar, mengun- arvarnabúnaði í nýtt varðskip og nauðsynlegan búnað til eftirlits og viðbragða í flugvélum og þyrlum. Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að lögum samkvæmt eigi að vera samstarf milli þessara stofnana en verið sé að endurnýja sam- starfssamninginn, uppfæra hann og færa til nútímalegs horfs. Áður hafi verið samstarf, til dæmis sameiginlegar æfingar, eins og lögboðið sé en síðan hafi margt gerst, stofnanirnar skipt um nafn og því hafi verið ástæða til að gera samstarfið formlegra og bæta það. Vildi endurnýja samstarf við Gæsluna Arna Schram, formað- ur Blaðamannafélagsins, krefst skýringa á því að menntamála- ráðuneytið hafi hunsað tilnefning- ar félagsins um fulltrúa í stjórn Norræna blaðamannaskólans í Árósum. Þetta kemur fram í harðorðu bréfi sem hún sendi ráðuneytinu á dögunum. Í bréfinu segir að stjórn Blaðamannafélagsins lýsi undrun sinni á því að menntamálaráðu- neytið hafi skipað aðra fulltrúa í sérfræðinganefnd norræna blaðamannaskólans NJC í Árósum en stjórn félagsins tilnefndi. Ráðuneytið hunsar tilnefn- ingar félagsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.