Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 12
Egyptar óttast nú að
píramídarnir frægu, sem frá alda
öðli hafa talist eitt af sjö undrum
veraldar, verði ekki á skrá yfir
„hin sjö nýju undur veraldarinn-
ar“.
Almenningur hefur undanfarið
átt þess kost að greiða atkvæði í
heljarmikilli netkosningu um hin
nýju undur. Samkeppnin hófst
árið 1999 og voru þá nærri 200
tilvonandi undur í boði, en nú eru
tvö eftir í úrslitakeppninni.
Auk píramídanna í Egypta-
landi má þar nefna Frelsisstytt-
una í New York, Eiffelturninn í
París og Machu Picchu í Perú.
Niðurstaðan verður gerð
opinber við hátíðlega athöfn í
Portúgal hinn 7. júlí í sumar.
Egyptar óttast
um píramídana
Hin 114 ára Yone Min-
agawa er elsta manneskjan í
heiminum samkvæmt heims-
metabók Guinness, eftir að hin
bandaríska Emma Faust Tillman,
einnig 114 ára, lést á sunnudag-
inn.
Minagawa, sem fæddist árið
1893, er veikburða en ern að
sögn starfsfólks hjúkrunarheim-
ilisins sem hún dvelst á. Yfirleitt
liggur hún í rúminu en fer þó
stundum á flakk um húsakynnin í
rafknúnum hjólastól og spjallar
við vini.
Japanar hafa einar bestu
lífslíkur í heimi og elsti karlmað-
ur heims, 111 ára, er einnig
Japani. Fjöldi Japana sem lifa
fram yfir hundrað árin hefur
næstum fjórfaldast síðasta
áratuginn og verður bráðlega
kominn í 28.000.
Minagawa hefur lifað öll fimm
börn sín en á 21 afkomanda.
Yone er elst í heimi
© GRAPHIC NEWS
Boris Tadic, forseti
Serbíu, hélt í gær áfram undir-
búningsviðræðum að myndun
nýrrar ríkisstjórnar eftir
þingkosningarnar sem fram fóru
fyrir rúmri viku. Hann ræddi í
gær við fulltrúa íhaldsflokks
Vojislavs Kostunica, fráfarandi
forsætisráðherra. Í fyrradag hitti
hann fulltrúa flokks þjóðernis-
sinna, sem fékk flest atkvæði í
kosningunum, og fulltrúa eigin
flokks, Lýðræðisflokksins.
Það flækir mjög horfurnar á
stjórnarmyndun að sérlegur
erindreki Sameinuðu þjóðanna
mun í vikunni kynna áætlun um
framtíð Kosovo, sem Serbar eru
einhuga um að skuli áfram verða
hluti af Serbíu en Kosovo-
albanski meirihlutinn vill að verði
sjálfstætt ríki.
Formlegar þreifingar hafnar