Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 34
10 Árið var viðburðaríkt og íslenskt tónlistarlíf sýndi og sannaði að hér er unnið af metnaði og eldlegum áhuga. Tæplega 200 íslenskar hljóm- plötur voru gefnar út á árinu og var rúmlega helmingur þeirra lagð- ur fram til Íslensku tónlistarverð- launanna. 54 frumflutt tónverk voru lögð fram í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Stjórn verðlaunanna ákvað að fækka tilnefningum úr fimm í þrjár, og undirstrika þannig mikilvægi þess að hljóta viðurkenningu fag- nefnda á vegum Íslensku tónlistar- verðlaunanna. Verðlaunin einskorða sig ekki við útgáfu, og eru tónlistarflytj- endur einnig tilnefndir fyrir afrek á tónleikapallinum. Tónleikum fjölg- ar sífellt; árið 2005 voru taldir um 2.400 tónleikar sem var 54% aukn- ing frá árinu áður. Talning fyrir árið 2006 stendur nú yfir og má enn gera ráð fyrir fjölgun frá síðasta ári. Tónlistarviðburðir ársins voru fleiri og glæsilegri en nokkru sinni. Listamenn héldu upp á ýmis afmæli með stórtónleikum og nýjung var að umfangsmiklir útitónleikar voru haldnir bæði í Reykjavík og úti um allt land þar sem fjölmenni naut tónlistarflutnings í blíðskaparveðri. Langþráður draumur rættist þegar stofnuð var Útflutnings- skrifstofa tónlistar nú í nóvember og eru miklar vonir bundnar við skipulagða útrás íslenskra tónlist- armanna. Á þessu ári hillir undir sigur í baráttumáli um lækkun virðis- aukaskatts á tónlist og sífellt eykst samstarf atvinnulífs og tónlistarlífs með auknum skilningi á verðmæta- sköpun og mikilvægi þess að vera menningarþjóð með viðskiptavit. Þá er aðeins eitt sem við megum ekki gleyma. Gróskan er ávöxt- ur uppeldis og því þurfum við að muna að styðja við listuppeldi og listsköpun barnanna og unga fólks- ins. Þar er lykillinn að sigrum fram- tíðarinnar. Margrét Bóasdóttir, formaður stjórnar Íslensku tón- listarverðlaunanna. Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna: Margrét Bóasdóttir, stjórnarformaður Björn Th. Árnson Eiður Arnarsson Pétur Grétarsson Sigurgeir Sigmundsson Framkvæmdastjóri: Berglind María Tómasdóttir itv@fih.is www.iston.is DÓMNEFNDIR: Sígild og samtímatónlist: Bjarki Sveinbjörnsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Selma Guðmunds- dóttir, Snorri Heimisson. / Djass: Benedikt Garð- arsson, Hildur Guðný Þórhallsdóttir, Hlín Lilja Sigfúsdóttir, Vernharður Linnet, Þorsteinn Þor- steinsson. / Fjölbreytt tónlist: Andrea Jónsdóttir, Bjarni Bragi Kjartansson, Ólafur Páll Gunnars- son, Óskar Páll Sveinsson, Ragnheiður Eiríks- dóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, Steinþór Helgi Arnsteinsson. / Bjartasta vonin: Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðmundur Óskar Guðmunds- son, Högni Egilsson, Ólafur Páll Gunnarsson, Vernharður Linnet. / Myndband ársins: Arnar Þórisson, Sigríður Pétursdóttir, Stefán Jónsson. / Plötuumslag ársins: Halla Guðrún Mixa, Sigrún Sigvaldadóttir, Stefán Einarsson. Þakkir: Landsbankinn, Icelandair, Fréttablaðið, Menntamálaráðuneytið, Iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið, Reykjavíkurborg - Höfuðborgarstofa, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar, Hitt húsið, Tónlist.is, Vísir.is, Saga Film, Exton, RÚV, Borgarleikhúsið, Tónastöðin, Ólafur Unnar Kristjánsson, Jónatan Garðarsson. Blað Íslensku tónlistarverðlaunanna: Umsjón, hönnun og umbrot: Fréttablaðið og Berglind María Tómasdóttir. Samtónn er ábyrgðaraðili Íslensku tónlist- arverðlaunanna Uppskeruhátíð tónlistarársins 2006 er í dag „Diskurinn hefst á munkasöng og endar á Baggalúti,“ segir Berglind María Tómasdóttir, framkvæmda- stjóri Íslensku tónlistarverð- l a u n a n n a , um vegleg- an geisladisk sem gefinn er út í tilefni af a f h e n d i n g u verðlaunanna. B e r g l i n d segir að ákveð- ið hafi verið að gefa út geisla- disk á hverju ári í tengslum við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna hér eftir. Stórir tónlistarútgefendur taka þátt í þessu framtaki og sjá um útgáfuna. Að þessu sinni gefa 12 Tónar diskinn út. Alls eru 19 lög á disknum. Flytj- endur sem eiga lög á honum eru Voces Thules, Áshildur Haraldsdóttir og Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður Júníusdóttir, Atlantshaf, Jóel Páls- son, Ásgeir Ásgeirsson, Tómas R. Einarsson, Skúli Sverrisson, Barði Jóhannsson með Sinfóníuhljóm- sveit Búlgaríu, Ghostigital, Reykja- vík!, Lay Low, Pétur Ben, Benni Hemm Hemm, Hafdís Huld, Sálin og Gospelkór Reykjavíkur, Hjálmar, Bogomil og Flís og Baggalútur og Björgvin Halldórsson. Geisladiskur Íslensku tónlist- arverðlaunanna er til sölu í öllum betri hljómplötuverslunum. Veglegur hátíðardiskur { íslensku tónlistarverðlaunin } „Mér finnst þetta líta afskaplega vel út,“ segir Felix Bergsson sem er kynnir á Íslensku tónlistarverð- laununum í kvöld. Afhending verð- launanna fer fram í Borgarleikhús- inu klukkan 20.10 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. „Ég er svo hrifinn af svona uppskeruhátíðum þannig að ég er mjög ánægður og spenntur. Þetta er náttúrulega hið eina og sanna bransapartí en það er öllum boðið í það. Áhorfendur fá að fylgjast með herlegheitunum úr heiðurssæti heima í stofu,“ segir Felix. Íslensku tónlistarverðlaunin voru fyrst afhent árið 1993 og síðustu ár hefur verðlaunahátíðin sífellt orðið stærri í sniðum. Mikið er lagt í sjónvarpsútsendinguna. „Það hefur farið óskaplega mikil vinna í þetta svo ég hef trú á því að þetta verði einkar glæsilegt,“ segir Felix sem er nú kynnir annað árið í röð. Fjöldi glæsilegra listamanna kemur fram á hátíðinni, til að mynda Stórsveit Reykjavíkur, Pétur Ben, Lay Low, Víkingur Heiðar Ólafsson, Voces Thules og Baggalútur ásamt Björgvini Halldórssyni. Felix telur að Íslensku tónlistar- verðlaunin í ár endurspegli vel þá grósku og fjölbreytni sem sé nú að finna í íslensku tónlistarlífi. „Upp- skeran er með hreinum ólíkindum,“ segir Felix sem telur engan vafa leika á að framtíðin sé afar björt. Bransapartí sem öllum er boðið í

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.