Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 39
Íslensk tónlist og íslenskir tónlistarmenn hafa vakið heimsathygli á síðustu
árum og gróskan í tónlistarlífi á Íslandi er jarðvegur sem við erum sannfærð
um að á eftir að næra góðar hugmyndir frá Íslandi, framúrskarandi listamenn
og verðuga fulltrúa þjóðarinnar á erlendri grund. Af þessum ástæðum hefur
Icelandair lagt metnað sinn í að styrkja íslenska tónlistarmenn og efla
tónlistarlíf á Íslandi.
Icelandair er stofnandi að tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hefur varpað
miklum ljóma á tónlistarflóru Íslands, og skilað sér í mikilli blaðaumfjöllun
erlendis um grósku íslensks tónlistarlífs og fjölda erlendra gesta.
Reykjavík Loftbrú er samstarfsverkefni Icelandair, Reykjavíkurborgar, STEF,
FÍH og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðanda og hefur að meginmark-
miði að styðja framsækið íslenskt tónlistarfólk, sem hefur hug á að hasla sér
völl erlendis, við tónleikahald og/eða kynningarstarfsemi erlendis.
Icelandair hefur einnig stutt við Músíktilraunir ÍTR, Íslensku tónlistarverðlaunin
og Tónlistarhátíð XFM, svo eitthvað sé nefnt.
VIÐ FLYTJUM ÞÁ ÚT
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
32
18
0
4
.2
0
0
7
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
59
67
0
1
.2
0
0
7