Fréttablaðið - 31.01.2007, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 31.01.2007, Qupperneq 57
[Hlutabréf] Bankastjórn Glitnis leggur til við hluthafafund að greiddur verði 66 prósenta arður að nafnvirði hluta- fjár fyrir síðasta starfsár. Arðgreiðslan verður því 9,4 milljarðar króna gangi tillagan eftir sem svarar til þess að 24,63 prósent af hagnaði síðasta árs renni til hluthafa. Hluthöfum Glitnis stendur til boða að fá helming arðs greiddan í hlutabréfum bankans. Þetta er nokkur aukning frá árinu 2005 þegar hluthafar fengu 38 pró- senta arð. Þá leggur stjórn Kaupþings til að hluthafar fái 10.366 milljónir króna í arð vegna ársins 2006 en það eru fjórtán krónur á hlut sem er 140 prósenta arður. Þetta svarar til að arður nemi 12,2 prósentum af hagn- aði Kaupþings árið 2006. Í fyrra fengu eigendur í Kaupþingi 10 krónur í arð fyrir hvern hlut í eigu sinni. Stjórn Straums-Burðaráss gerir það að tillögu sinni að greiddur verði 75 prósenta arður sem svarar til 7.769 milljóna króna. Til samanburðar fengu hluthaf- ar Straums 65 prósenta arð fyrir árið 2005. Eins og komið hefur fram leggur bankastjórn Landsbankans til við aðalfund að greiddur verði fjöru- tíu prósenta arður fyrir árið 2006. Bankar auka arðgreiðslur Þórður Birgir Bogason hefur óskað eftir því að láta af störfum sem for- stjóri MEST ehf. og hefur stjórn félagsins gengið frá starfsloka- samningi við hann. Bjarni Gunnarsson, stjórnarfor- maður AGN Holding og MEST ehf., tekur við starfi forstjóra og gegnir því tíma- bundið. Breyting- arnar voru kynnt- ar starfsmönnum á fundi í gær- morgun. Þórður segir starfslokin eiga sér nokkurn að- draganda en að lokinni mikilli stefnumótunarvinnu og endur- skipulagningu hafi hann og eigend- ur fyrirtækisins verið ósammála um stefnu til framtíðar. Þórður var ráðinn til að leiða samruna fyrir- tækjanna Merkúr og Steypustöðv- arinnar sem saman urðu MEST haustið 2005. „En þetta eru engin leiðindi samt,“ segir hann og kveðst vinna að því að setja eftirmann sinn inn í daglegan rekstur. Ekki liggur fyrir hjá Þórði Birgi hvað við tekur, en hann segist hafa góðan tíma til að hugsa næstu skref. „Stjórn MEST þakkar Þórði vel unnin störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vett- vangi,“ segir í tilkynningu. Hættir vegna ágreinings Fjármálaeftirlitið veitti á föstu- dag í síðustu viku fjárfestingafé- laginu Milestone og Þætti eignar- haldsfélagi ehf. heimild til að fara sameiginlega með virka eignar- hluti í Glitni og Sjóvá-Almennum. Með heimildinni fá félögin atkvæðarétt í stjórnum Glitnis og Sjóvá-Almennra í samræmi við eignarhlut félaganna í bankanum. Fjármálaeftirlitið vísar annars vegar til laga um fjármálafyrir- tæki og um vátryggingastarfsemi hins vegar en í heimildinni felst að félögin geta farið sameiginlega með virka eignarhluti í allt að fjórðungi hlutabréfa í Glitni banka hf. og yfir helmingi bréfa í Sjóvá- Almennum tryggingum hf. Heimildir í hús Meðalverð á helstu fisktegundum var hátt á fiskmörkuðum landsins í síðustu viku þrátt fyrir verulega aukið framboð á milli vikna. Afla- verðmæti jókst talsvert á milli vikna. Það nam 393 milljónum króna í vikunni sem er 99 milljóna króna hækkun frá vikunni á undan. 2.277 tonn af fiski seldust á mörkuðunum samanborið við 1.582 tonn í vikunni á undan. Með- alverðið stóð í 172,78 krónum á kíló sem er tæplega 13 króna lækkun á milli vikna. Hafa ber í huga að meðalverðið fyrir hálfum mánuði var með því hæsta sem sést hefur, að sögn Skip.is. Hátt aflaverð- mæti í vikunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.