Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 66

Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 66
Mikið magn af Spark-borð- spilinu er að finna í grunni gamla Hampiðjuhússins við Þverholt sem nú hefur verið rifið. Ungir athafnamenn sáu sér strax leik á borði og ætla að hagnast á fundi sínum. „Þetta er alveg frábært. Við komum líka í gær og þá var miklu meira af spilum hér,“ segja þeir Jökull Máni Kjartansson og Ásmundur Hjörtur Einarsson kampakátir. Enda hljóp heldur betur á snærið hjá þeim. Jökull og Ásmundur voru að ná sér hvor í sinn bunkann af Sparkspilinu og dreifðu höfðinglegir til fjölskyldu og vina. Og ljóst er að þarna eru upp- rennandi athafnamenn á ferð því þeir höfðu það í bígerð að taka nokkur spil frá og selja í sumar og þá á fimm hundruð krónur stykk- ið. Í gær dreif að fólk í húsgrunn að Þverholti 11, þar sem var gamla Hampiðjuhúsið sem síðar hýsti meðal annars Fréttablaðið og Klink og Bank. Þar í grunninum voru ókjör af Spark-borðspilinu á víð og dreif, á brettum og af nógu að taka. Samkvæmt upplýsingum frá Spark-útgáfufélagi, sem gaf út þetta spil fyrir jólin 2005, voru gefin út 5.000 spil og seldist prýði- lega. Eða í 4.400 eintökum og reyndist annað söluhæsta spilið fyrir jólin það árið. Afgangur upp- lagsins, eða um fimm hundruð ein- tök, voru geymd í lagerrými í Þverholti 11. Sigurjón Halldórsson er eig- andi SR verktaka sem sjá um að rífa þetta fornfræga hús. Og segir hann ýmislegt koma á daginn en þeir hafa nú verið að störfum í að verða þrjá mánuði. „Það er mikið af dóti þarna eftir listamennina, gömlum Fréttablöðum og svo voru hérna sex bretti af Spark-spilinu hér innan girðingar hjá okkur. Örugglega búið að hirða tvö bretti af því eða um hundrað spil,“ segir Sigurjón. En til stend- ur að fara með það sem fólk ekki hefur náð að krækja sér í af spil- inu í gáma. Höfundur spurninganna í Spark- spilinu er þekktur spurningagúrú, Stefán Pálsson. Hann segist aðspurður hafa samið alveg ókjör af spurningum í þetta mjög svo metnaðarfulla spil. Hann segir magnið meira en finna má í Trivial Pursuit-spilinu og bara um fót- bolta. „Ég á góðar minningar frá sjón- varpsþætti sem var á Skjánum, spurningaþáttur sem við Þórhallur Dan vorum með og notuðum spurn- ingar úr spilinu.“ Spurður hvað honum sem spurn- ingahöfundi sýndist um það að spil- ið lægi í stöflum í húsgrunni dró Stefán af því þá ályktun að spilið hafi ekki selst eins og ráð var fyrir gert. Það hafi sína kosti og sína galla. „Nokkuð bar á því að menn sátu að sumbli yfir spilinu og ég man eftir að hafa fengið tvö símtöl um miðja nótt frá slíkum sem vildu fá úr einhverjum vafaatriðum skorið. Kannski eins gott að ekki fór meira af þessu.“ En kemur þó á hann þegar bent er á að hugsanlega gæti borið á símtölum eftir þessa nýj- ustu dreifingu spilsins. En þó varla frá þeim piltum Jökli Mána og Ásmundi Hirti. „Já, ég missti mig aðeins. En úr því Ómar er kominn í pólitík þá skal hann fá allt sem henni fylgir,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður Vinstri grænna, í samtali við Fréttablaðið. Alþingiskonan sat furðu lostin við skjáinn að kvöldi mánudags og fylgdist með Ómari Ragnarssyni og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni í Kastljósinu bollaleggja um endur- reisn rúntsins. Rómantíska mjög en að viti Kolbrúnar hafa þeir ekki hugsað málið alla leið því hug- myndir þeirra fela í sér aukna bílaumferð um miðborgina og þar af leiðandi aukna mengun. Ómar vill umferð í báðar áttir niður Laugaveg og Austurstræti þannig að allir sjái örugglega alla. Vil- hjálmi þótti þetta afbragðs hug- mynd. „Endurvekjum fortíðarlandið,“ skrifar Kolbrún á síðu sína og þykir sem þeir séu heldur ósannfærandi umhverfisverndarsinnar, þessir bíladellukarlar af gamla skólanum. „Já, eða, mér finnst bara svo sjálfsagt mál þegar fólk er að reyna að opna augu annarra fyrir umhverfismálunum og ábyrgðinni sem hver og einn ber á umhverf- inu, að þá þurfi boðskapurinn að vera fremur tær. Allir þekkja þær ógnir sem að umhverfinu steðja með losun gróðurhúsalofttegunda. Uppsprettan eru samgöngur, les- ist: bílar. Þannig að í mínum huga er ábyrgðin okkar sem erum að boða ábyrgð í umhverfismálum; hlutverk okkar er að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og draga úr bílaumferð. Sérstaklega í mið- borgum. Þetta er a- b-c í umhverf- ispólitík.“ Borgarstjórinn er ekki á þeirri línunni: „Þetta eru skemmtilegar hugmyndir hjá Ómari og allrar athygli verðar,“ segir Vilhjálmur en vill að öðru leyti ekki tjá sig um gagnrýni Kolbrúnar. Aðspurð neitar Kolbrún því ekki að eiga einhverjar minningar rómantískar tengdar rúntinum. „Einhverjir bíladellustrákar í kringum mig á unglingsárunum en minningarnar eru samt ekki þess eðlis að ég vilji endurvekja þær sérstaklega fyrir börnin mín. Sem eru að búa til sínar minningar ekki síður spennandi.“ Umhverfismálin eru nú ofar- lega á baugi víða og sérframboð í farvatninu. Kolbrún varar við því og telur slík framboð til þess eins fallin að styrkja stjórnarflokkana, sem keyra stóriðjustefnuna, í sessi. „Það liggur í hlutarins eðli. En þetta ákafa umhverfisverndarfólk þarf að átta sig á því hvað færir okkur breytta stefnu í þessum málum. Og það er ekki að fjölga valkostum sem kjósendur hafa.“ Leikarinn Bruce Willis meiddist lítillega á höfði við tökur á fjórðu Die Hard-myndinni, sem verður frumsýnd í sumar. Sparkað var í höfuð Willis í miklu hasaratriði og var hann fluttur á sjúkrahús. Skömmu síðar var hann útskrifað- ur eftir að gert hafði verið að sárum hans. Nýjustu Die Hard-myndarinn- ar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrstu þrjár mynd- irnar, sem fjölluðu um lögreglu- manninn John McClaine, nutu allar mikilla vinsælda. Meiddist í hasaratriði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.