Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 69
Femínistar eru æfir yfir
Supergirl, keppni sem fram
fór á skemmtistaðnum
Pravda á laugardaginn.
Þar fækkuðu ungar konur
fötum til að reyna að vinna
utanlandsferð. Bachelor-
stúlkan Silja Ívarsdóttir fór
úr öllum fötunum.
„Ætli ég hafi ekki farið aðeins yfir
strikið,“ segir Silja Ívarsdóttir, ein
þeirra stúlkna sem tóku þátt í
keppninni Supergirl sem haldin
var á skemmtistaðnum Pravda á
vegum vefsíðunnar superman.is á
laugardaginn. Á heimasíðunni má
sjá stúlkurnar reyna að heilla
áhorfendur upp úr skónum,
fáklæddar mjög og í eggjandi stell-
ingum. Silja er þar á meðal en hún
tínir af sér hverja spjörina af fætur
annarri þar til hún stendur á svið-
inu á evuklæðunum. Af þessu eru
teknar myndir sem síðan rata á
veraldarvefinn. „Ég fékk tauga-
áfall þegar ég sá þetta þarna inni
en mér skilst að það eigi að taka
myndirnar út,“ segir hún.
Silja ætti að vera sjónvarps-
áhorfendum að góðu kunn en hún
var meðal þeirra
fljóða sem börðust
um hylli Stein-
gríms Randvers
Eyjólfssonar í
hinum íslenska
Bachelor. „Ég
myndi vilja taka
þetta til baka, þetta
var alls ekki minn
stíll,“ segir Silja um
frammistöðu sína í
keppninni. „En mér
fannst ég þurfa að toppa
hinar,“ segir Silja sem
hafði ekki erindi sem erf-
iði. Stúlkan sem sigraði
heitir Helena.
Femínistafélagið var
ekki par sátt við þessa
keppni. „Þetta er skandall,“
segir Auður Alfífa Ketils-
dóttir hjá félaginu þegar hún
er innt eftir viðbrögðum sínum
við þessu uppátæki. „En þarf ekki
að koma mikið á óvart. Þrátt fyrir
hundrað ára afmæli kvenréttinda-
baráttunnar á laugardaginn sýnir
svona lostamenning að mikið starf
er enn óunnið,“ bætir hún við.
Auður vill samt ekki gagnrýna
stúlkurnar sem tóku þátt heldur
segir þær einfaldlega vera aldar
upp við sama kynjaumhverfi og
strákarnir sem fíla þetta. „Þær
eiga ekki skilið þessa gagnrýni
heldur kerfið sem viðheldur þess-
ari soramenningu.
Eigandi heimasíðunnar super-
man.is, Sveinbjörn Gísli Þorsteins-
son, segir að hann hafi vissulega
orðið var við neikvæða umræðu
um keppnina. „Þetta er fyrst og
fremst leikur og það var enginn að
hvetja fólk til þess að fara úr föt-
unum,“ segir hann en á heimasíð-
unni má sjá að keppendum er full
frjálst að gera hvað sem er til að
vinna hylli áhorfenda, þar á meðal
að fækka fötum. Spurður um utan-
landsferðina sem í boði var fyrir
sigurvegarann segir Sveinbjörn:
„Hún er ekki enn þá algjörlega
komin á hreint.“
Frá leikstjóra The Last Samurai
GOLDE GLOBE
BESTA MYND ÁRSINS
FRÁBÆRLEGA FYNDIN OG SNIÐUG GAMANMYND...
Stranger than Fiction
5
TILNEFNINGAR
TIL ÓSKARS2
TILNEFNINGAR
TIL ÓSKARS
3
TILNEFNINGAR
TIL ÓSKARS
Mynd eftir Óskarsverðlaunahafann Clint Eastwood. 1
TILNEFNING
TIL ÓSKARS
FRÉTTABLAÐIÐ
FORELDRAR
FRÁ LEIKSTJÓRA BATMAN BEGINS OG MEMENTO
Sýnd með
íslensku og
ensku tali.
HJÁLPIN BERST AÐ OFAN
Frábær barna-og fjölskyldumynd
frá höfundi Stúart litla.
Háskólabíó
THE HOLIDAY kl. 6 B.i. 7
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 B.i. 16
THE DEPARTED kl. 8:30 B.i. 16
BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i.16
FORELDRAR kl. 6 - 8 - 10
BABEL kl. 6 - 9 B.i.16
THE CHILDREN OF MEN kl. 8 - 10:10 B.i.16
/ KRINGLUNNI / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI
THE PRESTIGE kl. 8:30 - 10:50 B.i.12
STRANGER THAN FICTION kl. 5:40 - 8 - 10:20 Leyfð
FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð
HAPPY FEET M/-Ensk tal. kl. 3:30 Leyfð
SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð
BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð
BLOOD DIAMOND kl. 5:30 - 8 - 10:50 B.i.16
BLOOD DIAMOND VIP kl. 8 - 10:50
VEFUR KARLOTTU M/- Ísl tal kl. 4:10 - 5:50 Leyfð
BABEL kl. 8 - 10:50 B.i.16
BABEL VIP kl. 5
FORELDRAR kl. 6 - 8 - 10 Leyfð
BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:50 B.i.16
VEFUR KARLOTTU M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð
CHARLOTTE´S WEB Ensk tal kl. 6 - 8 - 10:10 Leyfð
THE PRESTIGE kl. 8 - 10:30 B.i.12
HAPPY FEET M/-Ensk tal. kl. 5:50 Leyfð
FORELDRAR kl. 10 Leyfð
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 Leyfð
TENACIOUS D IN... kl. 8 B.i. 12
KÖLD SLÓÐ kl. 10:15 B.i. 12
BLOOD DIAMOND kl 8 B.i.16
VEFUR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 Leyfð
BABEL kl 8 B.i.16
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl 6 Leyfð
Skráðu þig á SAMbio.is
FBLTOPP5.IS
ÓSKARSVERÐLAUNA5TILNEFNINGAR TIL
GOLDE GLOBE
BESTA MYND ÁRSINS
PANAMA.IS
EF ÞÚ VILT FÁ SKILNING .... ÞARFTU AÐ HLUSTA
ÓSKARSVERÐLAUNA2TILNEFNINGAR TIL
ÓSKARSVERÐLAUNA7 TILNEFNINGAR TIL
Styðst við
raunverulega
atburði.
Ævintýraleg spenna og hasar
S.V. MBL
Breska hljómsveitin The Police
ætlar að koma saman á nýjan leik
á Grammy-verðlaunahátíðinni
sem verður haldin í Bandaríkjun-
um hinn 11. febrúar.
Talið er að sveitin hyggi á fleiri
tónleika í framhaldinu og ku hún
æfa stíft þessa dagana í Vancou-
ver í Kanada. Police var stofnuð í
London árið 1977 en hætti störfum
um miðjan níunda áratuginn. Eftir
það hóf söngvarinn Sting vel
heppnaðan sólóferil.
Spila á
Grammy
Gamanmyndin Epic Movie fór
beint á toppinn á bandaríska
aðsóknarlistanum um síðustu
helgi. Í myndinni er gert grín að
ýmsum vinsælum myndum, þar á
meðal The Da Vinci Code og
Borat.
Glæpamyndin Smokin´ Aces
lenti í öðru sæti sína fyrstu viku á
lista og í þriðja er Night at the
Museum með Ben Stiller.
Epic Movie
í efsta sæti
Bachelor-stúlka fækkar fötum á sviði
Góða skemmtun
Þeir sem greiða með VISA kreditkorti fá tvo miða á verði
eins í SAMbíóin og Háskólabíó á miðvikudögum í janúar
Munið VISA tilboðið á miðvikudögum í janúar
GILDIR EKKI MEÐ ÖÐRUM TILBOÐUM, EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG EKKI Í VIP
Kynnið
ykkur
myndir
sýningar
tíma
og fleira á
SAMbio.is
*
*