Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 80

Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 80
Þýðir nokkuð að bjóða þér í afmælisveislu?“ spurði Silla frænka. „Hvenær hef ég ekki komið hlaupandi í hvert skipti sem þú hefur boðið til fagnaðar?“ „Nei“ sagði sú gamla „Mér datt bara í hug að úr því þú ert hrunin niður í þunglyndi yfir fundarútkomu hjá Frjálslyndum, þá yrðir þú tæplega mikill gleðigjafi í veislunni. Þú hefur alltaf verið svo tapsár Gunna mín.“ tókst að hleypa mér upp, enda var það nú það sem hún ætl- aðist til. Hún hlustaði þolinmóð á yfirlýsingar mínar um að ein- hverjar kallasamlokur hefðu notað fjölmiðla til að lýsa yfir trúnaði hver við annan yfir sig hrifnir að hafa eignast hæstaréttarlögmann að vini o.s.frv. En þegar ég hafði lofað henni að ég myndi ekki vera í fýlu í afmælisboðinu sagði hún mér að hún ætlaði að bjóða mér og nokkrum vinkonum í Naustið í kvöldmat. Naustið er ekki lengur til,“ kveinaði ég. „Það er búið að rífa gömlu innréttingarnar og henda þeim á haugana og nú er verið að breyta Naustinu í kínverskan mat- sölustað. „En slíkt má ekki gera,“ sagði Silla „Þessar innréttingar voru söguleg dásemd. Enda teikn- aðar af Sveini Kjarval, syni meist- ara Kjarvals. Eru bæjaryfirvöld að leggja hinn löngu liðna snilling og afkomendur hans í einelti? Er ekki nóg sú skömm að þau skyldu þurfa að fara í mál við Reykjavík- urborg til að fá yfirráð yfir mál- verkum og persónulegum munum meistarans sem voru í vinnustof- unni hans?“ nú eru flokksmenn þínir, Silla mín, búnir að vinna málið og lúra nú á baunadósum, penslum og fáeinum málverkum eins og ormar á gulli,“ sagði ég eins neyðarlega og ég gat. „Og gefa svo hvaða bröskurum sem er leyfi til að fara með sögulega dýrgripi eins og rusl.“ kom smá þögn í símann, á meðan Sigurlaug bjó sig undir næsta áhlaup. Svo sagði hún: „Ég ætla að tala við Vilhjálm, hann er réttsýnn maður og er vís með að senda sína menn til að hafa upp á innréttingunum, og koma þeim fyrir á sínum stað. Hafa svo sýn- ingu uppi á lofti með vinnustofu gamla mannsins. En niðri verður kaffistofa sem nefnd verður Kjar- vals-kaffi og svo býð ég borgar- stjóra í Naustið og læt taka frá básinn sem bar skipsnafnið Öðl- ingur.“ Tapsár kona Lyfja Lágmúla Lyfja Smáratorgi Opið 8-24 alladaga - Lifið heil

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.