Fréttablaðið - 16.02.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 16.02.2007, Síða 10
Vinna við byggingu 500 metra tengibrautar milli Helga- fellslands og Álafossvegar hefur verið stöðvuð, segir Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari í Mosfellsbæ. Úrskurðarnefnd skipulags- og bygg- ingarmála kvað upp bráðbirgða- úrskurð þess efnis á miðvikudag og stöðvaði Mosfellsbær framkvæmd- irnar tímabundið í gærmorgun. Rökin fyrir stöðvuninni eru þau að framkvæmdaleyfið fyrir lagn- ingu brautarinnar hafi verið kært til nefndarinnar og að vinna við hana skuli liggja niðri á meðan nefndin úrskurðar í kærumálunum. Nefndin vísaði hins vegar frá kæru um að framkvæmdir skuli stöðvað- ar á meðan rekið er fyrir dómstól- um mál til ógildingar á úrskurði umhverfisráðherra um að fram- kvæmdin þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Hannes Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri Helgafellsbygginga, sem byggir tengibrautina, segir að það sé alltaf slæmt fyrir verktaka- fyrirtæki þegar stöðva þarf fram- kvæmdir og segir að fyrirtækið bíði eitthvert fjárhagslegt tjón af stöðv- uninni. Jón Baldvin Hannibalsson, með- limur í Varmársamtökunum, segir að niðurstaða nefndarinnar sé ánægjuleg. Hann segir að úrskurð- urinn sýni að sérfræðingar sem fjalli um lagningu brautarinnar taki tillit til raka Varmársamtakanna um þau slæmu áhrif sem fram- kvæmdin hefur á náttúruna. Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands (ÞSSÍ) styrkti nýlega borgaryfirvöld í Mapútó, höfuðborg Mósambík, til úrbóta á aðstæðum í skóla heyrnarlausra í borginni. Vegna betri aðstæðna hafa skólayfirvöld nú ákveðið að opna forskóladeild og fá heyrnarlaus börn inni í táknmálsumhverfi áður en eiginlegt skyldunám hefst í 1. bekk. Í fréttatilkynningu frá ÞSSÍ segir að efnt hafi verið til hátíðar í skólanum af því tilefni að úrbótum er nýlokið. Við athöfnina þakkaði skólastjóri stofnuninni og borgaryfirvöldum fyrir stuðninginn og sagði aðstöðu til kennslu mundu gerbreytast. Styrkir skóla heyrnarlausra www.ellingsen.is Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Meðal fjölda nýjunga á sýningunni má nefna hin frábæru Fleetwood Evolution-fellihýsi. Þau eru eins og sniðin að íslenskum fjallvegum, með flutningspalli fyrir fjórhjól, torfæruhjól eða önnur útivistarleikföng. Opið föstudag 8–18 laugardag 10–16 sunnudag 12–16 Nýjasta nýtt í fellihýsum Sýning í dag og um helgina Kreditheimild með 0% vöxtum og engum kostnaði í DMK! Stundum geta komið upp þær aðstæður að þörf er á láni til skamms tíma. Þá kemur sér vel að eiga DMK Debetkort með kreditheimild* á 0% vöxtum. Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is Nýttu þér þessi einstöku kjör. Sæktu um DMK á spron.is Aðrir þættir DMK þjónustunnar eru: • DMK Yfirdráttarheimild • DMK Tiltektarlán • DMK Léttlán • DMK 90% íbúðalán • DMK Ráðgjöf • DMK Reglulegur sparnaður • DMK Tilboð A R G U S / 07 -0 02 1 * skv. útlánareglum SPRON Til 1. mars nk. fá nýir viðskiptavinir í DMK gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.