Fréttablaðið - 16.02.2007, Síða 55

Fréttablaðið - 16.02.2007, Síða 55
Bréfið er ritað í tilefni af endurteknum ummælum oddvita Skeiða og Gnúp- verjahrepps í fjölmiðlum síðustu daga. Odd- vitinn heldur því fram að fundur virkjana- andstæðinga í Árnesi segi ekkert um vilja heimamanna, því þar hafi aðallega verið aðkomufólk. Undirrituð benda honum á nokkur atriði til umhugsunar. Í fyrsta lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það einkamál ábúenda á lögbýlum í Gnúp- verjahreppi að taka ákvörðun um eyðilegg- ingu Þjórsár allt til sjávar, skortir hann þekkingu og skilning á almennri stjórn- sýslu, náttúruvernd og borgaralegum rétt- indum. Þá skortir hann líka virðingu fyrir skoðunum annarra. Í öðru lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson þekkir ekki bæina í sveitinni né íbúa þeirra er það afleitt mál fyrir oddvita í litlum hreppi. Honum skal því bent á að á fundinn mætti fólk frá Haga, Fossnesi, Hamars- heiði, Hamarsholti, Stóru Mástungu, Minni- Mástungu, Ásum, Stóra-Núpi, Þjórsárholti, Skaftholti, Hlíð, Háholti, Eystra Geldinga- holti og Vestra Geldingaholti, Stöðulfelli, Sandlækjarkoti, Sandlæk, Skarði, Brautar- holti, Vorsabæ, Skeiðháholti og Húsatóf- tum, svo nokkuð sé nefnt. Margir þessara bæja liggja að Þjórsá, en það gerir bær odd- vitans ekki. Í þriðja lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson ætlar að afgreiða það fólk sem ver frístund- um sínum í sveitinni, eins og eitthvert aðskotafólk sem sé málið óviðkomandi, skyldi hann staldra við. Margt af því á þar hús og lóðir og lögbýli og leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Enn fleira af því á rætur sínar í hreppnum í marga ættliði og miklu lengur en oddvitinn sjálfur. Þetta fólk vill sveitinni líka vel. Án þeirra væri sveitin fátækari bæði af fjármunum og hugmynd- um. Í fjórða lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson tekur ekki eftir áhyggjum þeirra sem eldri eru skal honum bent á að margir eldri borg- arar úr sveitinni, sumt af því fólk í hárri elli, lögðu á sig að koma til fundarins í Árnesi. Það fólk vildi sýna sveitinni sinni stuðning. Honum væri sæmra að styðja við það fólk og alla þá sem verða fyrir barðinu á framkvæmdunum, hlusta á íbúana og jafnvel aðkomufólkið líka. Virkjanirnar við Þjórsá eru alvarlegt mál fyrir marga. Þær geta kippt stoðum undan búsetu, þær geta líka fækkað frí- stundafólkinu. Gunnar Örn Marteinsson oddviti mætti hafa í huga að það er fólkið en ekki Lands- virkjun sem skapar mannlífið í sveitinni. Þótt Landsvirkjun hafi gegnum árin skapað atvinnutækifæri er heildarmyndin önnur nú. Þessi áform stuðla að fækkun fólks og rýrnun lands. Með vinsemd: Egill Egilsson Hellholti, Guðrún Haraldsdóttir og Jón Benjamín Jónsson Haga, Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson í landi Haga, Jón Helgi Guðmundsson og Guðrún Ásbjörnsdóttir, Haga og Þjórsárholti, Margrét Erlendsdóttir, Hamarsheiði, Vigdís Erlendsdóttir, Hamarsheiði, Kolbrún Haraldsdóttir Stóru-Mástungu, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haraldur Bjarnason, Stóru Mástungu, Svanborg R. Jónsdóttir Stóra-Núpi Elín Erlingsdóttir, Sandlæk Opið bréf til oddvita um Árnesfundinn Fólk er kosið í sveitarstjórnir, kosið til að taka ákvarðanir og axla ábyrgð á ákvarðanatöku sinni. Nú hefur „óþægileg“ grein í kjara- samningi sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara (FG) frá 2004 dúkkað upp. Þessi grein segir: ...Að meta eigi hvort almenn verðlags- eða kjaraþróun, á tímabilinu nóv- ember 2004 til september 2006, gefi tilefni til einhverra aðgerða. Verðlagsþró- unin (verðbólga) á tímabilinu hefur verið um 9,0% eða 6,5% yfir mark- miðum Seðlabankans. Launanefnd sveitarfélaganna (LN) í umboði sveitarstjórnarmanna hefur boðið kennurum 0,75% hækkun um ára- mótin 2006-2007 til að mæta almennri verðlags- og kjaraþróun, 0,75%. Aðrir aðilar vinnumarkað- arins hafa samið um bætur vegna verðlags- og kjaraþróunar, bætur sem námu 7,8% á 190.000 kr. með- allaun. LN býður kennurum meira en 10 sinnum lægri prósentur. Nú hafa ýmsir sveitarstjórnar- menn tjáð sig opinberlega um sam- skipti sveitarfélaganna við kenn- ara og bæði Halldór Halldórsson (formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga) og Stefán Jón Haf- stein hafa sagt að nú verði að nást sátt við kennara. Í hverju er sú sátt fólgin? Er hún fólgin í því að tala ekki við kennara í 8 mánuði og svo þegar þeim þóknast að láta heyra í sér þá eru það 0,75% sem hin mikla sátt á að nást um? Þegar aðrir hafa samið um 10 sinnum hærri pró- sentur. Því miður virðast alltof fáir sveitarstjórnarmenn ráða við að axla þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til og í raun ráða þeir ekki við að fara með jafn stóran og mikilvæg- an málaflokk sem grunnskólinn er. Þess vegna er sorglegt að hlusta á þessa menn og konur tala um að heilsugæslan eigi að fara yfir til sveitarfélaganna þegar getuleysið í málefnum grunnskólans er algert. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn að hysja upp um sig buxurnar, hvar á landinu sem er, og láta verkin tala og hætta að etja Launanefndinni á foraðið. Ábyrgðin er ykkar. Höfundur er grunnskólakennari. Getuleysi sveitarstjórn- armanna

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.