Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2007, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 16.02.2007, Qupperneq 55
Bréfið er ritað í tilefni af endurteknum ummælum oddvita Skeiða og Gnúp- verjahrepps í fjölmiðlum síðustu daga. Odd- vitinn heldur því fram að fundur virkjana- andstæðinga í Árnesi segi ekkert um vilja heimamanna, því þar hafi aðallega verið aðkomufólk. Undirrituð benda honum á nokkur atriði til umhugsunar. Í fyrsta lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það einkamál ábúenda á lögbýlum í Gnúp- verjahreppi að taka ákvörðun um eyðilegg- ingu Þjórsár allt til sjávar, skortir hann þekkingu og skilning á almennri stjórn- sýslu, náttúruvernd og borgaralegum rétt- indum. Þá skortir hann líka virðingu fyrir skoðunum annarra. Í öðru lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson þekkir ekki bæina í sveitinni né íbúa þeirra er það afleitt mál fyrir oddvita í litlum hreppi. Honum skal því bent á að á fundinn mætti fólk frá Haga, Fossnesi, Hamars- heiði, Hamarsholti, Stóru Mástungu, Minni- Mástungu, Ásum, Stóra-Núpi, Þjórsárholti, Skaftholti, Hlíð, Háholti, Eystra Geldinga- holti og Vestra Geldingaholti, Stöðulfelli, Sandlækjarkoti, Sandlæk, Skarði, Brautar- holti, Vorsabæ, Skeiðháholti og Húsatóf- tum, svo nokkuð sé nefnt. Margir þessara bæja liggja að Þjórsá, en það gerir bær odd- vitans ekki. Í þriðja lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson ætlar að afgreiða það fólk sem ver frístund- um sínum í sveitinni, eins og eitthvert aðskotafólk sem sé málið óviðkomandi, skyldi hann staldra við. Margt af því á þar hús og lóðir og lögbýli og leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Enn fleira af því á rætur sínar í hreppnum í marga ættliði og miklu lengur en oddvitinn sjálfur. Þetta fólk vill sveitinni líka vel. Án þeirra væri sveitin fátækari bæði af fjármunum og hugmynd- um. Í fjórða lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson tekur ekki eftir áhyggjum þeirra sem eldri eru skal honum bent á að margir eldri borg- arar úr sveitinni, sumt af því fólk í hárri elli, lögðu á sig að koma til fundarins í Árnesi. Það fólk vildi sýna sveitinni sinni stuðning. Honum væri sæmra að styðja við það fólk og alla þá sem verða fyrir barðinu á framkvæmdunum, hlusta á íbúana og jafnvel aðkomufólkið líka. Virkjanirnar við Þjórsá eru alvarlegt mál fyrir marga. Þær geta kippt stoðum undan búsetu, þær geta líka fækkað frí- stundafólkinu. Gunnar Örn Marteinsson oddviti mætti hafa í huga að það er fólkið en ekki Lands- virkjun sem skapar mannlífið í sveitinni. Þótt Landsvirkjun hafi gegnum árin skapað atvinnutækifæri er heildarmyndin önnur nú. Þessi áform stuðla að fækkun fólks og rýrnun lands. Með vinsemd: Egill Egilsson Hellholti, Guðrún Haraldsdóttir og Jón Benjamín Jónsson Haga, Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson í landi Haga, Jón Helgi Guðmundsson og Guðrún Ásbjörnsdóttir, Haga og Þjórsárholti, Margrét Erlendsdóttir, Hamarsheiði, Vigdís Erlendsdóttir, Hamarsheiði, Kolbrún Haraldsdóttir Stóru-Mástungu, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haraldur Bjarnason, Stóru Mástungu, Svanborg R. Jónsdóttir Stóra-Núpi Elín Erlingsdóttir, Sandlæk Opið bréf til oddvita um Árnesfundinn Fólk er kosið í sveitarstjórnir, kosið til að taka ákvarðanir og axla ábyrgð á ákvarðanatöku sinni. Nú hefur „óþægileg“ grein í kjara- samningi sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara (FG) frá 2004 dúkkað upp. Þessi grein segir: ...Að meta eigi hvort almenn verðlags- eða kjaraþróun, á tímabilinu nóv- ember 2004 til september 2006, gefi tilefni til einhverra aðgerða. Verðlagsþró- unin (verðbólga) á tímabilinu hefur verið um 9,0% eða 6,5% yfir mark- miðum Seðlabankans. Launanefnd sveitarfélaganna (LN) í umboði sveitarstjórnarmanna hefur boðið kennurum 0,75% hækkun um ára- mótin 2006-2007 til að mæta almennri verðlags- og kjaraþróun, 0,75%. Aðrir aðilar vinnumarkað- arins hafa samið um bætur vegna verðlags- og kjaraþróunar, bætur sem námu 7,8% á 190.000 kr. með- allaun. LN býður kennurum meira en 10 sinnum lægri prósentur. Nú hafa ýmsir sveitarstjórnar- menn tjáð sig opinberlega um sam- skipti sveitarfélaganna við kenn- ara og bæði Halldór Halldórsson (formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga) og Stefán Jón Haf- stein hafa sagt að nú verði að nást sátt við kennara. Í hverju er sú sátt fólgin? Er hún fólgin í því að tala ekki við kennara í 8 mánuði og svo þegar þeim þóknast að láta heyra í sér þá eru það 0,75% sem hin mikla sátt á að nást um? Þegar aðrir hafa samið um 10 sinnum hærri pró- sentur. Því miður virðast alltof fáir sveitarstjórnarmenn ráða við að axla þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til og í raun ráða þeir ekki við að fara með jafn stóran og mikilvæg- an málaflokk sem grunnskólinn er. Þess vegna er sorglegt að hlusta á þessa menn og konur tala um að heilsugæslan eigi að fara yfir til sveitarfélaganna þegar getuleysið í málefnum grunnskólans er algert. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn að hysja upp um sig buxurnar, hvar á landinu sem er, og láta verkin tala og hætta að etja Launanefndinni á foraðið. Ábyrgðin er ykkar. Höfundur er grunnskólakennari. Getuleysi sveitarstjórn- armanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.