Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 29.03.2007, Qupperneq 30
greinar@frettabladid.is Í tengslum við Iðnþing 2007 fengu Samtök iðnaðarins Capa- cent Gallup einu sinni enn til að kanna hugi Íslendinga til inn- göngu í Evrópusambandið (ESB). Niðurstaðan reyndist svipuð og jafnan áður síðan mælingar hóf- ust 1990. Meiri hluti þjóðarinn- ar er enn sem fyrr hlynntur því, að Íslendingar hefji aðildarvið- ræður við Sambandið, eða 58 prósent. Mun fleiri Íslendingar eru hlynntir aðild að ESB en eru henni andvígir, eða 43 prósent gegn 34. Með þessari kynningu á af- stöðu þjóðarinnar til Evrópu- málsins og með því að tefla eins og einatt áður fram viðeigandi og skynsamlegum rökum í mál- inu innsigla Samtök iðnaðarins sérstöðu sína meðal samtaka at- vinnulífsins og launþega. Samtök iðnaðarins hafa hag félagsmanna sinna sýnilega að leiðarljósi líkt og systursamtök þeirra í nálæg- um löndum. Samtök atvinnulífs- ins og Alþýðusambandið stand- ast ekki enn þetta einfalda próf og eru því að þessu leyti eftirbát- ar systursamtaka sinna í grann- löndunum. Atvinnulífssamtök og alþýðusambönd allra annarra Evrópulanda hafa tekið skýra af- stöðu með og barizt fyrir aðild landa sinna að ESB, án undan- tekningar. Viðhorfskönnunin á vegum Samtaka iðnaðarins er markverð meðal annars fyrir birtuna, sem hún bregður á stjórnmálaflokk- ana og væntanlega kjósendur þeirra. Skoðum tölurnar, og byrjum á Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, því að þær tölur kunna að koma helzt á óvart. Í Evrópumálinu slá hjörtu kjós- enda Vinstri grænna í takt við hjörtu þjóðarinnar í heild, því að 58 prósent þjóðarinnar eru hlynnt því að taka upp viðræð- ur við ESB um aðild eins og áður sagði gegn 27 prósentum, sem eru andvíg viðræðum. Meðal Vinstri grænna eru hlutföll- in svipuð og meðal allra Íslend- inga, eða 61 prósent hlynnt við- ræðum á móti 29. Andstæðingar ESB eru því minnihlutahópur í flokki Vinstri grænna. Svipuð mynd blasir við, þegar spurt er um aðild að ESB frekar en aðild- arviðræður. Hér er spurt, hvort menn séu tilbúnir að taka afstöðu til aðildar án þess að bíða eftir úrslitum aðildarviðræðna, svo að nokkru færri taka þá afdrátt- arlausa afstöðu. Meðal væntan- legra kjósenda Vinstri grænna eru 40 prósent hlynnt aðild að ESB á móti 36 prósentum, sem eru andvíg aðild. Með þjóðinni í heild eru tölurnar 43 prósent með aðild gegn 34 eins og áður kom fram. Vinstrihreyfingin - grænt framboð virðist með þessu vera að segja sig úr lögum við skylda flokka yzt á vinstri væng stjórn- málanna í nálægum löndum, enda mælist fylgi Vinstri grænna nú í skoðanakönnunum á bilinu 20 til 25 prósent. Meiri hluti kjósenda Frjáls- lynda flokksins er einnig sama sinnis og þjóðin í Evrópumál- inu. Meðal frjálslyndra kjósenda eru 43 prósent hlynnt aðildarvið- ræðum við ESB á móti 29 pró- sentum, sem eru andvíg viðræð- um. Afstaða frjálslyndra til að- ildar að loknum viðræðum er ámóta skýr: 43 prósent þeirra eru hlynnt aðild að ESB á móti 32 prósentum, sem eru andvíg aðild. Þetta eru svipaðar tölur og fyrir þjóðina í heild. Það virðist því ljóst, að andstaða Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna við aðild að ESB stríðir gegn vilja meiri hluta væntanlegra kjós- enda beggja flokka. Um Samfylk- inguna þarf ekki að hafa mörg orð, afstaða hennar hefur nokkuð lengi legið fyrir og yfirgnæfandi hluti væntanlegra kjósenda henn- ar er hlynntur aðildarviðræð- um (86 prósent gegn 6) og aðild (67 prósent gegn 12). Um Fram- sóknarflokkinn þarf ekki heldur að orðlengja. Meiri hluti væntan- legra kjósenda hans er andvígur bæði aðildarviðræðum (49 pró- sent gegn 43) og aðild (51 prósent gegn 24). Það er umhugsunarefni handa þeim, sem héldu, að Fram- sóknarflokkurinn væri að breyt- ast úr bændaflokki í frjálslyndan Evrópuflokk. Hvað um Sjálfstæðisflokkinn? – eina breiðvirka borgaraflokk álfunnar, sem berst gegn aðild að ESB. Að vísu eru 46 prósent væntanlegra kjósenda Sjálfstæð- isflokksins hlynnt aðildarvið- ræðum við ESB gegn 40 prósent- um, sem eru andvíg viðræðum. En meiri hluti sjálfstæðismanna er þó andvígur aðild, eða 49 pró- sent gegn 32 prósentum, sem eru hlynnt aðild. Sjálfstæðisflokkur- inn er utanveltu. Andstaðan gegn ESB-aðild er mun meiri í Sjálf- stæðisflokknum en meðal Vinstri grænna. Það er eðlilegt, að okr- arar óttist ESB: þeir vilja helzt fá að okra áfram í friði fyrir sam- evrópsku eftirliti. Eiga aðrir at- vinnurekendur og frjálslynd- ir kjósendur samleið með Sjálf- stæðisflokknum við þessar kringumstæður? Skýrar víglínur um Evrópu Ellert B. Schram, varaþingmaður Sam-fylkingarinnar, skrifaði á dögunum grein í Fréttablaðið þar sem hann lýsir meðal annars upplifun sinni af fundi í Háskólanum í Reykjavík sem hald- inn var til að fjalla um frumvarp for- manna stjórnarflokkanna um breytingar á stjórnarskránni. Í greininni segir Ellert á sinn hátt frá því þegar ég innti Kristrúnu Heim- isdóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar eftir því hvort hún teldi að ríkið gæti gert aflaheimildir sem útvegsmenn hafa keypt upptækar, án þess að greiða bætur fyrir. Rétt er í þessu samhengi að minna á að það er eitt af grundvallaratriðum stjórnskipunar réttar- ríkisins Íslands að eignarrétturinn er friðhelgur. Það er einnig meginforsendan fyrir því að á Ís- landi er rekinn arðbær sjávarútvegur að þeir sem eiga veiðiheimildirnar fara með þær sem sína eign. Ríkið hefur allar heimildir til að setja reglur um veiðarnar, þ.m.t. hversu mikið má veiða af hverri tegund, hvar stunda má veiðar, á hvaða tíma, með hvaða veiðarfærum o. s.frv. Hagsmunir þjóðarinnar og útvegs- manna fara algjörlega saman við nýtingu fiskistofnanna enda eiga engir meira undir en útvegsmenn að veiðarnar séu stundað- ar á sjálfbæran hátt með langtímahags- muni í huga. Ellert þarf ekki að leggjast í þunglyndi yfir því að þeir sem hafa keypt veiðiheim- ildirnar hafi fengið eitthvað „gefið“ frá honum eða öðrum íslendingum. Þá mætti Ellert gleðjast yfir því að útvegsmenn hafa byggt upp veiðireynslu fyrir Ísland með því að sækja í stofna utan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Ellert var og er í lófa lagið að kaupa veiðiheimildir eins og aðrir útvegsmenn ef hann hefur áhuga á að slást í hóp þeirra. Hann fengi þá fljótt þá ábyrgðartilfinningu sem fylgir því að þurfa að standa við skuldbind- ingar sínar og eins myndi hvati hans til að fara vel með þessa eign sína strax leysast úr læðingi. Höfundur er framkvæmdastjóri LÍU. Þeir fiska sem róa Það er eðlilegt, að okrarar óttist ESB: þeir vilja helzt fá að okra áfram í friði fyrir sam- evrópsku eftirliti. Eiga aðrir atvinnurekendur og frjáls- lyndir kjósendur samleið með Sjálfstæðisflokknum við þessar kringumstæður? Í ranar hafa komið af stað alvarlegri milliríkjadeilu með því að handtaka í lok síðustu viku fimmtán brezka sjóliða, sem voru við eftirlitsstörf í umboði Íraksstjórnar og Samein- uðu þjóðanna innst í Persaflóa. Bretar fullyrða og segjast hafa fyrir því sannanir að sjóliðarnir voru í íraskri lögsögu þegar sérsveit íranska Byltingarvarðarins tók þá höndum með vopnavaldi á hafi úti. Íranar halda því fram að sjóliðarnir hafi verið í íranskri lögsögu og þar með gert fjandsamlega „innrás“ á íranskt yfirráðasvæði. Þrátt fyrir að brezkir ráðamenn hertu tóninn í garð Írana með hverjum deginum sem liðið hefur frá handtökunni, hafa Íranar sinnt því í engu og aðeins tilkynnt að verið væri að yfirheyra sjó- liðana og að þeir hlytu mannúðlega meðferð. Atvikið minnir um margt á svipað mál sem kom upp árið 2004. Þá handtóku Íranar átta brezka sjóliða á sömu slóðum, í Shatt-el- Arab-ósnum, en um hann liggja landamæri Íraks og Írans. Í það sinn sluppu hinir handteknu eftir nokkra óþægilega sólarhringa í íranskri prísund. En hvað veldur því að svona ónauðsynlegar deilur rísa upp úr þurru, í þeirri miklu spennu sem ríkir á milli aðila um þessar mundir? Handtakan var gerð daginn áður en öryggisráð Samein- uðu þjóðanna greiddi atkvæði um hertar refsiaðgerðir gegn Íran vegna hinnar umdeildu kjarnorkuáætlunar Íransstjórnar. Jafn- framt hafa talsmenn Breta og Bandaríkjamanna í Írak haldið því fram, að Íranar stæðu á bak við ýmsar ofbeldisaðgerðir í Írak. Skyldu írönsku byltingarverðirnir hafa hugsað sér að hægt væri að nota brezku sjóliðana sem skiptimynt fyrir þá fimm liðsmenn íranska Byltingarvarðarins sem eru í haldi bandamanna í Írak, sakaðir um samsæri og vopnasmygl? Eða kannski var hugmynd- in sú að nota málið til að þétta samstöðu Írana gegn ytri fjendum ríkisins, og þagga niður í innlendum gagnrýnisröddum sem sakað hafa Mahmoud Ahmadinejad forseta um að skaða hagsmuni Írans með ögrunum sínum út á við? Það bendir ýmislegt til að byltingar- verðirnir vilji nýta þetta nýjasta atvik, sem þeir voru sjálfir upp- hafsmenn að, til að ýfa upp ný átök við hin hötuðu Vesturlönd. Á sama tíma og þessu fer fram standa Bandaríkjamenn að stærstu flotaæfingu á Persaflóa sem þeir hafa nokkru sinni efnt til á því viðkvæma hafsvæði, en Íranar hafa ítrekað mótmælt veru bandarísks flota þar úti fyrir ströndum Írans. Það dylst held- ur engum að hinn mikli flotastyrkur, sem Bandaríkjamenn hafa komið sér upp á Persaflóa sé beint gegn Íran, sem áminning um hernaðarlega yfirburði bandamanna. Við þessar aðstæður þarf ekki mikið til að kveikja í púðurtunn- unni. Það er því vonandi að fortölur og friðsamlegar samninga- viðræður dugi til að leysa deiluna um sjóliðana. Vindi deilan enn meira upp á sig veit enginn hvert hún kann að leiða. Hættuleg deila Við þessar aðstæður þarf ekki mikið til að kveikja í púðurtunnunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.