Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2007, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 29.03.2007, Qupperneq 33
Nærri hvert tískuhús hefur á sínum snærum í það minnsta eina stjörnu. Þessi manneskja er andlit tískuhússins út á við í aug- lýsingum, sendiherra lífsstíls og fágunar. Áður voru þetta nærri eingöngu kvikmyndastjörnur á síðum glanstímarita en sá tími er liðinn. Nú leita sífellt fleiri fjöldaframleiðslufyrirtæki til popp- eða kvikmyndastjarna eða jafnvel íþróttamanna til að sitja fyrir og leika í auglýsingum. Hér í landi er það nú kallað people- à-porter (fólk til að vera í) sem kemur frá prêt-à-porter-fatn- aði (tilbúið til að vera í). Ástæð- an er sú að fyrirtækin vilja gefa vörum sínum aukið gildi, meiri glam- úr, sem aftur hækkar verðið. Wentworth Mill- er (Prison Break) er andlit Gap í herratísk- unni og ekki er langt síðan Sarah Jessica Parker (Sex and the City), sem nú er sjálf að setja á markað sína eigin tískulínu, kynnti kvenlínu Gap. Eva Longoria (Desperate Housewives) auglýs- ir Morgan og reyndar líka L´Oreal. Ef vel er að gáð sést hversu miklu ljóshærðari Eva var í byrjun 3. þáttaraðarinnar en áður, einmitt eftir að hún fór að auglýsa L´Oreal hárlit! Á fimmtudag kom í búðir ný tískulína H&M, hönnuð af Mad- onnu. Undanfarin þrjú haust hefur H&M fengið heimsfræga hönnuði til liðs við sig. Fyrst Karl Lagerfeld, svo Stellu McCartn- ey og nú síðast Viktor og Rolf. Í hvert skipti voru vörurnar rifnar út úr búðunum og því áttu marg- ir von á því að vorlína Madonnu fengi sömu viðtökur, sérstaklega í ljósi auglýsingaherferðarinnar sem var í gangi áður en flíkurn- ar komu í búðir, en auglýsinga- myndin var líkt og SM-ádeila á Djöfullinn klæðist Prada. En allt kom fyrir ekki. Tískulína Mad- onnu fór hægt af stað, án allr- ar hysteríu. Sumir hafa skýrt það þannig að fötin séu einfald- lega allt of klassísk og einföld og minni lítið á áberandi stíl Mad- onnu, sem hefur sýnt ýmsar ansi skrautlegar hliðar á sér í gegn- um tíðina. Skemmst að minnast síðustu tónleikaferðar hennar með búningum Jean-Paul Gault- ier. Eru reyndar uppstéttarlund- únaleg eins og Madonna sjálf um þessar mundir. Almenning- ur hefur ekki trú á Madonnu sem hönnuði enda má spyrja hvað hún sé að vilja upp á dekk, henni dugi ekki að semja tónlist, skrifa bækur og leika í myndum held- ur vilji hún vera tískuhönnuður í ofanálag. Kannski að 96 milljóna dollara árslaun eins og hún hafði 2006 nægi henni ekki til fram- færslu? Stjörnurnar hafa sömuleiðis tekið til sín stóran skerf af ilm- vatnsmarkaðnum (J-Lo, Céline Dion, Sarah Jessica Parker og fl.), ilmvatnsframleiðendunum til ama. Því til hvers að kaupa Chanel Nr. 5 sem kostar sex sinn- um meira en ilmvatn frá uppá- haldsstjörnunni á innan við 2.000 kr.? Fyrirsæta í myndaþætti Vogue notar stærð 42, sem þykir til tíðinda. Sífellt fleiri innan tískuiðnaðarins vinna nú markvisst að því að úti- loka fyrirsætur undir kjörþyngd. Ameríska Vogue hefur bæst í hópinn með því að hafa 12 síðna myndaþátt með fyrirsætunni Crystal Renn. Hún notar stærð 42. Hún er tvítug og hóf ferilinn fjórtán ára. Renn átti um tíma við ýmis heilsufarsleg vandamál að stríða, sem mátti rekja til þess að hún var langt undir kjörþyngd. Hún tók sér hlé frá störfum til að huga að heilsunni og sneri aftur í tískuheiminn eftir að hafa bætt á sig og notar nú stærð 42. Þess má geta að stærð 42 hentar vel venju- legum konum en telst yfirstærð í fyrirsætubransanum. Fyrirsæta í yfirstærð Stærðir 38-46 verð 5.990,- Kjólar við buxur - ný sending
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.