Fréttablaðið - 29.03.2007, Side 34
Að lýsa og skyggja réttu stað-
ina dregur fram það fallegasta
í andlitinu.
Nýlega var fjallað stuttlega um
það hér í Fréttablaðinu hvernig
réttast er að nota farða. Ekki
dugar að bera hann á andlitið
eins og hvert annað krem, held-
ur þarf að beita ýmsum brögðum
til að áhrifin komi sem best út. Ef
rétt er staðið að verkinu má jafn-
vel ná fram svipuðum áhrifum og
þegar búið er að tölvuvinna mynd
í Photoshop.
Á myndinni hér til hliðar er sýnt
með litum hvaða svæði ber að lýsa
og hvaða svæði á að dekkja.
Kristjana Guðný Rúnarsdótt-
ir, förðunarmeistari hjá Termu,
farðaði Stellu Sverrisdóttur eftir
þessum kúnstarinnar reglum,
en fyrirmyndina má finna í bók
förðunarsnillingsins Kevyns Auc-
oin, Making Faces. Sólarpúður og
svokallaðir „highlighters“ duga
vel til þess að draga fram ákveð-
in svæði, en einnig má notast við
hyljara eða annað fljótandi sem
er ljóst á lit. Lýsinguna má meðal
annars setja fyrir ofan efri vör,
niður eftir nefinu, efst á kinnbein-
in, á miðju augnloksins og á mitt
ennið, í raun á þá staði þar sem
óskað er eftir áherslu. Skyggingar
eru svo notaðar til að draga fram
lögun kinnbeinanna, augnsvæðis-
ins, til að skerpa kjálkalínuna og
svo framvegis – og þá er bara að
draga fram réttu græjurnar og
byrja að æfa sig.
Kanntu að farða þig?
Bæjarlind 6 - s. 554-7030
Eddufelli 2 - s. 557-1730
Skart smíðað af Hansínu
og Jens Guðjónssyni
Gullsmiðja
Hansínu Jens
Laugavegi 42 • Sími 551 8448
Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf.
Nýtt á Íslandi! NO STRESS
F
í
t
o
n
/
S
Í
A