Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 41

Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 41
{ Viðhald Herbert Krenchel heitir dansk- ur verkfræðingur sem hannaði frægar salatskálar. Krenit-skálarnar eru hönnun Her- berts Krenchel. Þær eiga sér að- dáendur víða í heimi hönnunar og arkitektúrs, en þær voru búnar til á árunum 1953 til 1965. Þær skjóta reglulega upp kollinum á flóa- mörkuðum víðs vegar um hinn vestræna heim og lenda þá fljótt í höndum kaupanda. Herbert var ekki menntaður hönnuður heldur verkfræðingur við tækniháskólann í Danmörku. Hann hannaði Krenit-skálarnar snemma á sjötta áratugnum eftir samtal sem hann átti við kaup- mann í Kaupmannahöfn. Herbert var sannfærður um að hægt væri að búa til fallega salatskál úr ema- leruðu stáli, kaupmaðurinn var honum ósammála. Hann var sannfærður um að hönnun hans yrði falleg og hefði notagildi. Hann hafði rétt fyrir sér – skálar hans slógu í gegn. Skálarnar þykja hafa á sér útlit nútímalegrar naumhyggju, sem er nokkuð merkilegt þar sem þær eru um 50 ára gamlar. Rocket gall- ery í London á stærsta safn Kren- it-skála í heiminum. Sjá: www. rocketgallery.com Nútímalegar þrátt fyrir háan aldur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.