Fréttablaðið - 29.03.2007, Side 64

Fréttablaðið - 29.03.2007, Side 64
Í myndinni „The Pervert Guide to Cinema“ sem fé- lagsskapurinn Reykjavík Documentary Workshop sýnir í kvöld má fá skyndi- kúrs í því hvernig hvatalíf mannsins brýst út í sköpun- arverkum hvíta tjaldsins. Látið ekki titilinn blekkja ykkur. Leiðsögumaður í mynd banda- ríska leikstjórans Sophie Fienn- es er slóvenski heimspekingur- inn Slavoj Zizek sem þar skautar um hinar ýmsu senur margra af frægustu kvikmyndum sögunnar og veltir fyrir sér sambandi þráa mannskepnanna og fantasíunn- ar sem þær skapa. Zizek þessi er goðsögn í menningarfræði nútím- ans, sumir segja poppstjarna, og kenna hann við Elvis heimspek- innar, en hann er á leið hingað til lands ásamt leikstjóranum sem verður viðstödd sýninguna í kvöld og svarar spurningum að henni lokinni. Meðal þeirra mynda sem hinn óforskammaði spekingur greinir eru The Excorcist og teiknimynd- in um Lísu í Undralandi, The Mat- rix og Fight Club. Myndir leik- stjóra á borð við Hitchcock, Tark- ovsky, Lynch og Chaplin verða einnig uppspretta vangaveltna Zizeks um kvikmyndaformið en hann afkóðar hvatalífið í senum þeirra og rekur saman við kenn- ingar sálgreinendanna Freuds og Lacans á einkar aðgengileg- an hátt. Hverjum hefði svo sem dottið í hug að tengja hlutverka- skipti Marx-bræðra við kenningar Freuds um Id, Ego og Superego? Markmið Zizeks er á vissan hátt að sýna áhorfendum hvað kvikmyndir geta sagt okkur um okkur sjálf en að hans mati er kvikmyndalistin hin sanna list öf- uguggans: „Hún sýnir þér ekki það sem þú þráir heldur segir þér hvernig á að þrá.“ Hann kemur inn á tengsl fantasíunnar og raun- veruleikans, gægjuhneigðir, efn- ishyggju, huglægni og kynferði en eitt meginstefjanna hjá Zizek er að fantasían sé átakasvæði kynj- anna. Þannig reynir Zizek að opna augu áhorfenda fyrir því sem býr að baki sögum og aðstæðum sem birtast okkur í kvikmyndum og hvernig við metum þær. Þess má geta að það er haft eftir leik- stjóranum að hún sé ekki leng- ur viss um hvort konur og karlar horfi og hlusti eins á kvikmyndir eftir reynslu sína af gerð þessar- ar myndar. Leikstjórinn Sophie Fiennes er sjálfmenntuð í kvikmyndagerð en hefur til að mynda unnið sem læringur hjá leikstjóranum Peter Greenaway. Í þessari mynd fer hún einkar frumlegar og áhrifa- miklar leiðir til að koma fræði- legri kvikmyndagreiningu Zizeks á framfæri á aðgengilegan hátt. Myndinni er skipt í þrjá kafla en formið er afar opið. Fienn- es vefur þennan undarlega sjar- merandi heimspeking saman við senur kvikmyndanna og ljóst er að töluverð vinna hefur farið í að endurgera sviðsmyndir og áferð gamalla mynda því þótt brellur þær séu ekki aðalatriðið eru áhrif- in mikil. Í myndinni minnir Zizek á köfl- um á kókaðan David Attenbor- ough, smitandi áhugi og ákefð hans og óvenjuleg staðsetning „inni í“ kvikmyndunum sjálfum kallast Kvikmyndin School for Scound- rels segir frá Roger, ungum New York-búa, sem hefur lítið sjálfs- traust og þjáist af ofsakvíða. Til að komast yfir þessa veikleika sína er Roger skráður í leynilegan skóla þar sem Dr. P ræður ríkjum. Sá beitir heldur óhefðbundnum aðferðum til að lækna sjúklinga sína. School for Scoundrels er endurgerð á samnefndri breskri gamanmynd frá árinu 1960. Þeir Todd Philipps og Scot Armstrong, sem áttu heiðurinn af hinni ofur- vinsælu Starsky&Hutch og Old School, skrifa handritið og leik- stýra en með helstu hlutverk fara þeir Billy Bob Thornton og Jon Heder. Skóli fyrir aumingja Grænu ofurskjaldbökurnar sem sigruðu heiminn fyrir tæpum tveimur áratugum eru mættar aftur en nýjasta myndin verður frumsýnd nú um helgina. Margt hefur breyst síðan skjaldbök- urnar birtust síðast á hvíta tjald- inu. Hópurinn hefur tvístrast. Rottan og lærimeistari þeirra þarf hins vegar á hjálp þeirra að halda þegar hann kemst á snoð- ir um ráðabrugg hins illa Maxim- illian J. Winters sem hefur notað alla sína þekkingu til þess eins að búa til mikla óvætti. Hetjurnar úr skólpræsum New York-borg- ar verða því að sameinast á ný og beita öllum sínum ninja-brögðum til að ráða að niðurlögum hins nýja óvinar. Ólíkt fyrstu myndinni um skjald- bökurnar eru leikarar víðs fjarri. Hér er einungis notast við tölvu- teikningar. Meðal þeirra sem ljá persónunum rödd sína má nefna Patrick Stewart, . Snúa bökum saman Afskaplega hrifin af Christian Bale Kvikmyndin Hot Fuzz verð- ur frumsýnd í Laugarásbíói og Sambíóunum Álfabakka um helg- ina en hún er gerð af þeim sömu og stóðu að baki grínhrollvekjunni Shaun of the Dead sem sló í gegn fyrir þremur árum. Nicholas Angel rannsóknarlög- reglumaður er svo góður í sínu starfi að allir aðrir í kringum hann líta út fyrir að vera aumingjar. Og spilling innan lögreglunnar verð- ur til þess að Angel er fluttur úr stórborginni yfir í hið rólega út- hverfi í Sandford. Þar kemst hann í kynni við Danny Butterman sem á sér þann draum heitastan að verða eins og Mel Gibson en nágranna- erjur bjóða ekki beint upp á bílaelt- ingarleiki og skotbardaga. En ekki er allt sem sýnist í þessum smábæ og eins og hendi sé veifað hefur glæpagengi skotið rótum. Sem fyrr eru þeir Simon Pegg og Nick Frost í aðalhlutverkum en þeir eru dyggilega studdir af Bond-leikar- anum Timothy Dalton, Nonna og Manna-stjörnunni Scott Wilson og Martin Freeman úr The Office. Löggugrín

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.