Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 65

Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 65
á við föðurlega miðlun meistara náttúrulífsmyndanna en sá fyrr- nefndi er mun brjálaðri til augn- anna og orðfærið býsna vogað og grafískt. „The Pervert Guide to Cinema“ er þannig óvenjulegt fræðslumyndband í alla staði en afar lærdómsríkt á að horfa. Sýningin verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 19 en aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Næst- komandi laugardag býður RDW síðan upp á ókeypis námskeið þar sem Fiennes ræðir um heimilda- myndaformið. Blaðamenn Hollywood Reporter halda því fram að útgáfa á 3D- útgáfunni á hinni kunnu költ-mynd Tims Burton, Mar- tröð fyrir jólin, hafi gerbreytt stöðu þessa forna forms í sýn- ingu kvikmynda. Fyrir þann tíma var 3D-tæknin helst notuð til að sýna þær fáu og fáfengilegu kvikmyndir sem Holly- wood hafði gert með þessari framköllunar- og sýningar- tækni sem útheimtir sérstök sýningartæki. Fyrirbærið er kennt við þriðju víddina og gefur dýptartilfinningu í augum áhorfenda. Í nýrri verkum var það Disney sem reið á vaðið: „Chicken Little“ kom út í nóvember 2005. Monster House fylgdi á eftir í júlí í fyrra og þá voru þeir James Cameron og Robert Zemeckis komnir á bragðið. Svo kom endurút- gáfan af mynd Burtons í 168 bíóhúsum og allir græddu 8,7 milljónir dala. Þá var ekki að sökum að spyrja. Ameríski kvikmyndaiðnaðurinn er í krísu: krakkarnir hafa ekki lengur áhuga á öllu því sem miðaldra kaupsýslumenn framleiða í sínum gler- höllum. Því er gríðarlegum fúlgum nú eytt í að velvæða bíóhúsin fyrir nýja tækni og Samfilm hér á Íslandi hafa hoppað á þann vagn. Nýja tæknin byggist á stafrænu formati og hefur hrint fram endurnýjun í kvikmyndahús- um um Bandaríkin: 2000 salir af fjörutíu og þrjú þúsund eru orðnir stafrænir. Og þá kemur inn samkeppnin. Menn eru ekki búnir að koma upp staðli svo stærstu keðjurnar eru að setja upp mismunandi tæki – sem ekki tala saman. Og fleira kemur til greina í endurvarpi um hin stafrænu kerfi: íþróttaviðburðir og tónleik- ar verða líka í boði. Tilraunir eru þegar hafnar með dreifingu á NBA-leikjum í beinni í hinni nýju tækni á Los Angeles svæðinu. Þá er þegar ákveðið að á næsta ári verði dreift konsert með U2 á þessu nýja formati og náttúrulífsefni frá National Geographic. Burton býður upp á meiri dýpt Kvikmyndin Miss Potter verður frumsýnd í Sambíóunum um helg- ina en hún segir frá ævi og ástum barnabókarhöfundarins Beatrix Potter. Potter hefur glatt börn úti um allan heim en neyddist til að halda ástarlífi sínu fyrir sjálfa sig. Potter þótti með eindæmum hæfi- leikarík og skömmu eftir að hún gaf út sína fyrstu bók féll rithöf- undurinn fyrir útgefanda sínum, Norman Warner. En velgengni Potter þýddi að hún varð sjálfkrafa meðlimur hjá fína fólkinu í London og foreldrar hennar kröfðust þess að hún myndi segja skilið við unn- usta sinn. Potter lét sannfærast og fluttist út á land og var sannfærð um að sá tími myndi færa henni innri ró. Þess í stað upplifði hún einsemd og sorgir en tókst engu að síður að byggja mikinn og stór- an búgarð sem átti hug hennar og hjarta eftir að rithöfundarferlinum lauk árið 1913. Miss Potter er leik- stýrt af Chris Noonan og með aðal- hlutverkin fara þau Renée Zellweg- er og Ewan McGregor auk Emily Watson. Ástir og örlög frú Potter HÚS OG HÍBÝLI Hús og h íbýli – tryggð u þér eintak!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.