Fréttablaðið - 29.03.2007, Síða 78
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég fæ mér alltaf Weetabix með
banönum og espresso kaffi úr
æðislegri kaffivél sem ég fékk í
jólagjöf frá mömmu og pabba.“
„Já, þetta er flott blað. Það fór vel
á með okkur – spjölluðum heillengi
saman uppi á skrifstofunni hjá
Einari [Bárðarsyni] í Soho,“
segir Garðar Thor Cortes í
samtali við Fréttablaðið.
Vegur Garðars fer nú
mjög vaxandi en á mánu-
dag sat hann fyrir svör-
um hjá stórblað-
inu Newsweek. Vel
þekktur blaðamað-
ur, Gianne Brow-
nell, spurði Garð-
ar spjörunum úr
en fyrirhugað er að
birta viðtalið í tölu-
blaði sem kemur út
um miðjan næsta
mánuð. Verður þetta
ítarleg úttekt á Garðari en rætt
er jafnframt við samstarfsmenn
hans og fleiri sem honum
tengjast. Einar Bárðarson
segir þetta skipta miklu máli
sé horft til vegs og virðingar
tenórsöngvarans snjalla.
„Viðtalið skiptir miklu máli,
sérstaklega af því að
þetta er ekki einskorð-
að við Bandaríkin
heldur fer um allan
heim sem mun
hjálpa okkur að
brjótast inn á
ný svæði,“ segir
Einar.
Garðar segir
Gianne hafa spurt
sig um bakgrunn
sinn, hvaðan hann komi, um vænt-
ingar, tónlistina, fjölskylduna
og lífið. Garðar segir þetta hafa
gengið vel og segir engan mun á
að svara spurningum blaðamanns
frá Newsweek en íslenskra blaða-
manna.
„Hún kom mjög vel undirbúin,
var búin að lesa sig heilmikið til
sem var mjög skemmtilegt.“
Mikið stendur til hjá Garðari.
Ný plata með honum kemur út
16. apríl í Bretlandi og fjöldi við-
tala tengist plötunni: Í Daily Tele-
graph, Sunday Mail og fleiri fjöl-
miðlum.
„Svo er ég að fara að syngja
annað kvöld [í kvöld] fyrir BBC
2, í útvarpsþátt sem heitir Friday
Night is Music Night – voðalega
fínn og vinsæll þáttur í Bretlandi.
Hefur gengið í 50 ár og gaman
að syngja þá með BBC Consert
Orchestra. Já, sem er fín hljóm-
sveit.“
Garðar Thor Cortes í Newsweek
„Já, nei, nei, ég læt ekkert eftir
mér hafa um þetta mál. Það er
verið að blása þetta upp sem ein-
hverja vitleysu. Ég er ekki í nein-
um málaferlum. Ég segi það eitt að
ég segi ekki neitt,“ segir Kristján
Hreinsson Skerjafjarðarskáld.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins leita þeir leiða til sátta
Kristján, sem samdi íslenskan
texta við lag Sveins Rúnars Sig-
urðssonar „Ég les í lófa þínum“ -
Evrovision-framlag Íslands – en
keppnin fer fram 10. til 12. maí í
Helsinki. Kristján stendur í þeirri
trú að fastmælum hafi verið bund-
ið að hann setti saman enskan
texta við lagið færi það til Finn-
lands. Var það svo að þegar sigur-
inn var í höfn og lagið flutt aftur
söng Eiríkur Hauksson hendingu
úr enskum texta Kristjáns, reynd-
ar með skáldaleyfi, og kom fram
í fjölmiðlum eftir keppni að þann
texta ætti eftir að vinna betur áður
en „Ég les í lófa þínum“ yrði sung-
ið inn aftur og þá á ensku.
Hins vegar varð ofan á að Sveinn
Rúnar valdi texta eftir Englend-
inginn Peter Fenner en Sveini
mun ekki hafa hugnast framlag
Kristjáns – textinn „To be or not
to be“. Áhöld eru um hvort ein-
hver gildur samningur þessa efnis
sé milli Sveins og Kristjáns og um
það stendur styrinn. Samkvæmt
heimildum blaðsins bauð Sveinn
Kristjáni borgun til að loka mál-
inu eða hundrað tíma greidda fyrir
hans vinnu. Kristján mun hins
vegar hafa viljað fá svokallaða
punkta eða höfundarrétt – greiðsl-
ur sem miðast við STEF-gjöld sem
verða til í tengslum við hversu
mikið lagið er leikið í sjón- og út-
varpi. Á það féllst Sveinn ekki en
samningafundur með milligöngu
STEF-s og Eiríks Tómassonar lög-
manns þar á bæ mun verða hald-
inn á næstu dögum.
Sveinn Rúnar vill, ekki frekar
en Kristján, láta hafa neitt eftir
sér að svo stöddu en segir yfir-
lýsingar að vænta frá sér á næstu
dögum.
Þegar á daginn kom að lag Sveins
Rúnars við texta Kristjáns sigr-
aði í forkeppninni hér heima bár-
ust Sveini Rúnari níu textar víðs
vegar að úr heiminum. Svo er að
textahöfundar margir setja saman
enska texta sem þeir senda svo á
lagahöfunda með það fyrir augum
að koma þeim og sér á framfæri.
Þannig mun það vera með Peter
Fenner sem sendi Sveini Rúnari
textann að fyrra bragði. Þannig
fékk Sveinn Rúnar einnig send-
an texta frá íslenskum lækni sem
búsettur er í Boston og þannig má
áfram telja.
Tíu erlendum blaðamönnum
hefur verður boðið á tónlistar-
hátíðina Aldrei fór ég suður,
sem verður haldin á Ísafirði um
páskana. Koma níu þeirra frá
bresku blöðunum Times, Guardi-
an, Mojo, Clash Magazine og Fly
og frá þýsku blöðunum Focus og
Music Woche.
„Þetta er mjög öflugur hópur.
Þarna verður meðal annars rit-
stjórinn af popp-rokkdeildinni á
Times,“ segir Anna Hildur Hildi-
brandsdóttir hjá ÚTÓN, Útflutn-
ingsskrifstofu íslenskrar tón-
listar, sem stendur fyrir komu
blaðamannanna í samráði við Ísa-
fjarðarbæ. ÚTÓN hefur ákveðið
að vera í samstarfi við Aldrei fór
ég suður, sem liður í því mark-
miði að koma íslenskri tónlist á
framfæri erlendis, og er koma
blaðamannanna hluti af því.
Þá mun Jan Sneum frá danska
ríkisútvarpinu koma á hátíðina en
hann hefur um þrjátíu ára skeið
verið öflugur stuðningsmaður ís-
lenskrar tónlistar og unnið ötul-
lega að því að koma henni á fram-
færi.
ÚTÓN hyggst heiðra Jan fyrir
fórnfús störf í þágu íslenskrar
tónlistar í tilefni af komu hans.
Vestfirsk hátíð vekur athygli ytraGnoðavogi 44, s. 588 8686.
Opið alla laugardaga 11-14
STÓR HUMAR