Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 6
 „Við höfum alla burði til að halda áfram með íslenska efnahagsundrið,“ sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, við kynningu stefnu- skrár hans í gær og marglýsti andúð sinni á því sem hann kallaði „start/stopp eða stopp/stopp eða hand- bremsustopp í atvinnumálum.“ Yfirskrift stefnu- skrárinnar er enda „Árangur áfram – ekkert stopp.“ Stefnuskráin nær til sautján málaflokka og að sögn Jóns kostar framkvæmd hennar, í áföngum á fjórum árum, á annan tug milljarða króna. Af einstökum liðum er hækkun skattleysismarka kostnaðarsömust en útreikningar framsóknarmanna sýna að hækkun þeirra í hundrað þúsund krónur kosti 10,4 milljarða króna. Heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, upplýsti að kostnaður við breytingu fjölbýla á dvalar- og hjúkr- unarheimilum í einbýli kostaði á bilinu tvo til þrjá milljarða og að lækkun virðisaukaskatts á lyfjum kostaði á milli fjögur og sex hundruð milljónir. Ekki fékkst uppgefið hve mikið lækkun skatts á barnavör- um kostar. Siv sagði einnig að hækkun frítekjumarks atvinnutekna lífeyrisþega í 600 þúsund á ári kostaði á þriðja hundrað milljónir og 300 þúsund króna frí- tekjumark á greiðslur úr lífeyrissjóðum kostaði 3,4 milljarða. Framsóknarmenn vilja afnema stimpilgjöld enda „hamlandi og úrelt,“ að sögn Guðna Ágústssonar varaformanns. Árið 2005 námu tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum níu milljörðum króna. Annars sagði Guðni landbúnaðinn í gríðarlegri sókn, ekki síst hrossabúskap. „Það má segja að ís- lenski hesturinn sé stóriðja sveitanna,“ sagði land- búnaðarráðherra og kvað byggðirnar almennt rísa til mikillar sóknar þó á því væru undantekningar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði samfélagið þurfa stórsókn á sviði menntunar, ný- sköpunar og sprotastarfsemi og að slík sókn þyrfti að ná til alls landsins. Framsóknarmenn segjast vilja tryggja afkomu- öryggi í öllum byggðum og sagði Jón Sigurðsson að- spurður það merkja að þjóðin ætti öll að vera sam- ferða; einstaka byggðir ættu ekki að verða útund- an. Þó þyrftu menn sums staðar að leita sér vinnu í næsta byggðalag. Aðild að Evrópusambandinu er ekki á stefnuskrá Framsóknar og sagði utanríkisráðherra að lækka þyrfti vexti og verðbólgu áður en afstaða væri tekin til hvort aðild þjónaði hagsmunum Íslendinga. Skattleysismörkin verði 100.000 krónur Framsóknarmenn vilja hækka skattleysismörk, afnema stimpilgjöld og gera leik- skólana gjaldfrjálsa. Miða á lán Íbúðalánasjóðs við markaðsverð og lækka skatt á lyfjum. Formaður flokksins segir stefnumálin kosta á annan tug milljarða. Fékkst þú páskaegg? Líður þér betur í millilanda- flugi eftir að öryggisreglur voru hertar? Líklegt er talið að fíkniefnasmyglarar hafi klippt göt á girðinguna umhverfis fangelsið Litla-Hraun en fangaverðir tóku eftir þeim á föstu- daginn langa. Að sögn lögreglunnar á Selfossi, sem rannsakar málið, hafði verið klippt bæði á ytri og innri girðingar frá jörðu og hálfan metra upp. Telur lögreglan að það sé nógu stórt gat fyrir fullvaxinn mann. Lögreglan telur ekki að um flóttatilraun hafi verið að ræða en grunar að göt hafi verið klippt á girðingarnar utan frá í því skyni að koma fíkniefn- um inn í fangelsið. Sú smyglaðferð er nýstárleg að sögn Selfosslögreglu og er ekki vitað til þess að henni hafi verið beitt áður í fangelsinu. Svæðið þar sem götin voru klippt er vaktað með eftirlitsmyndavélum og var verið að fara yfir myndbönd úr þeim í gær. Lögreglan sagðist hafa fengið ákveðnar vísbendingar um hvað hefði átt sér stað en varðist frétta að öðru leyti. Málið er enn í rannsókn. Tvær konur voru fluttar með sjúkrabifreið á Sjúkrahús Akra- ness í gærkvöld eftir að fólksbif- reið sem þær voru í rakst á jeppa- bifreið á Vesturlandsvegi við Beitistaði í Leirár- og Melasveit. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi þurfti að klippa ökumann fólksbílsins, konu á þrítugsaldri, úr flakinu en auk hennar slasaðist kona á sjötugsaldri. Áreksturinn varð þegar önnur bifreiðin reyndi framúrakstur en við það rákust bifreiðarnar saman og fóru út af veginum. Að sögn lögreglu voru þær þó ekki á mikl- um hraða og því fór betur en á horfðist. Tvær konur flutt- ar á sjúkrahús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.