Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 13
 Hrina meðalsterkra jarðskjálfta gekk yfir miðbik Grikklands í gærmorgun. Fólk beið engan skaða af en nokkrar skemmdir urðu á byggingum. Þrír skjálftar, sem mældust 5,2, 5,0 og 5,4 á Richterskvarða, skóku bæina Agrinion og Messolongi á tveimur mínútum á ellefta tím- anum að staðartíma. Jarðvísinda- stofnun Grikklands varaði við eftirskjálftum og hús sem urðu fyrir skemmdum voru rýmd og lokuð af. Meðalsterk skjálftahrina Reynt verður að gera við CANTAT-3 sæstrenginn á næstu dögum. Sá hluti strengsins sem liggur til Kanada hefur verið bilaður síðan 16. desember síðast- liðinn. Þetta er í þriðja skiptið sem reynt er að gera við streng- inn síðan hann bilaði. Vont veður hefur hingað til hamlað því. Í tilkynningu frá Farice hf. segir að skipið CS Pacific Guar- dian hafi nýlega lagt af stað frá Bermúda og komi á bilunarstað í dag. Búast megi við nokkurra klukkutíma rofi á umferð áður en viðgerð hefst og þegar henni lýkur, en hún tekur um það bil viku. Þriðja tilraun til Cantat-viðgerðar Bandaríski öld- ungadeildarþingmaðurinn Barack Obama segist engan áhuga hafa á því að verða varaforsetaefni í næstu forsetakosningum. „Nei, maður býður sig ekki fram í annað sæti,“ sagði hann í sjónvarpsþætti Davids Letter- man á mánudagskvöld. Letterman spurði Obama hvort það hefði komið til tals að hann myndi taka þátt sem varaforsetaefni ef niður- staðan yrði sú að Hillary Clinton yrði forsetaframbjóðandi Demó- krataflokksins. „Ég hef ekki trú á því,“ sagði Obama. Engan áhuga á varaforsetastóli GRÆN FRAMTÍÐ Saman leggjum við grunn að grænni framtíð. ALLT ANNAÐ LÍF! Kolbrún Halldórsdóttir skipar 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi Suður Boðað er til fréttamannafundar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar miðvikudaginn 11. apríl kl. 13:00 Kynntu þér málið á www.VG.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.