Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 43
 Átta liða úrslit Meistara- deildarinnar klárast í kvöld með tveim leikjum. Þá tekur Liver- pool á móti PSV á meðan Bayern München tekur á móti AC Milan. Fyrri leik Bayern og AC lykt- aði með 2-2 jafntefli á Ítalíu og því verður róðurinn þungur fyrir ít- alska liðið í kvöld. Nokkuð er um meiðsli hjá Bayern og það gæti hjálpað ítalska stórliðinu. „Ég er bjartsýnn,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern, sem oftar en ekki er kallaður hershöfð- inginn. Hann hefur hleypt nýju lífi í leik Bayern síðan hann tók við af Felix Magath í byrjun ársins. „Það var gott að leggja Hannover. Við eigum möguleika ef við höldum áfram að spila svona.“ Leikmenn og þjálfari AC Milan eru hógværir í yfirlýsingum enda gera þeir sér grein fyrir hversu erfitt verkefnið er. „Ég er mjög raunsær en ég veit samt að við getum klárað þennan leik. Ég veit hvernig við getum gert usla hjá Bayern. Við verðum að spila eins og í fyrri leiknum og sækja,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Milan. Leikurinn í kvöld gæti verið sá síðasti í Evrópukeppninni hjá hinum 38 ára gamla Paolo Maldini sem hefur leikið 102 Evrópuleiki á löngum og gifturíkum ferli. Hinn leikur kvöldsins er lítt spennandi. Liverpool tekur á móti PSV Eindhoven og hefur 3-0 for- skot. Þess utan eru meiðslavand- ræði hjá PSV og til marks um það eru í leikmannahópi PSV tveir 18 ára strákar sem aldrei hafa leikið fyrir liðið. Fjall að klífa fyrir ítalska liðið AC Milan Norska úrvalsdeildin í knattspyrnu hófst á mánudags- kvöldið með sex leikjum. Þrettán Íslendingar eru á mála hjá norsk- um liðum og voru flestir þeirra að leika með sínum liðum. Þegar einkunnir fjögurra norskra fjölmiðla, Verdens Gang, Nettavisen, Aftenbladet og Dag- bladet, eru skoðaðar kemur í ljós að heilt yfir fengu þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Indriði Sigurðsson bestu einkunnirnar eða sex í með- aleinkunn. Hannes lék í framlínu Viking sem gerði 1-1 jafntefli við Rosen- borg en Indriði í stöðu miðvarð- ar í liði Lyn sem vann Sandefjord 3-0. Félagi Indriða, Stefán Gísla- son, kemur næstur með 5,8 í með- aleinkunn. Árni Gautur Arason, Birkir Bjarnason og Haraldur Freyr Guðmundsson fengu allir rúm- lega fjóra í meðaleinkunn. Indriði og Hannes góðir Það var Íslendingaslagur í norska boltanum í gær þegar lið Veigars Páls Gunnarssonar, Stab- æk, tók á móti Brann, en með því leika Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Ármann Smári Björnsson. Brann vann góðan útisigur með marki Thorsteins Helstad. Allir Íslendingarnir voru í byrjunarlið- inu fyrir utan Ármann Smára sem sat á tréverkinu allan leikinn. Veigar Páll var áberandi í liði Stabæk, vildi nokkrum sinnum fá víti en fékk ekki. Samkvæmt norskum fjölmiðlum bar mest á Veigari í liði Stabæk en hann náði ekki að skora frekar en félagar hans í liðinu. Brann lagði Stabæk Enska úrvalsdeildin er að stimpla sig inn sem sú sterk- asta í Evrópu. Tvö ensk lið kom- ust í undanúrslit í gær og það þriðja bætist eflaust við í kvöld. Manchester United niðurlægði Roma á Old Trafford, 7-1, á meðan Chelsea vann ævintýralegan úti- sigur á Valencia, 1-2. Sigur Unit- ed var sá stærsti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og toppar 7- 2 sigur Lyon á Bremen árið 2005. Þetta var næststærsti sigur í sögu Meistaradeildarinnar og þriðji stærsti sigur United í Evrópu- keppni. Leikmenn Manchester United buðu upp á sannkallaða flugelda- sýningu í fyrri hálfleik gegn Roma á Old Trafford. Leikmenn Unit- ed mættu ótrúlega vel stemmd- ir til leiks og eftir aðeins 11 mín- útur var Carrick búinn að koma United yfir. Á næstu átta mínút- um var United búið að bæta tveim mörkum við og afgreiða málið. Veislan var fullkomnuð rétt fyrir hlé þegar besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir, Cristia- no Ronaldo, bætti fjórða markinu við. Lygileg frammistaða. Leikur United í þessum hálfleik var ótrúlegur og Ryan Giggs lagði upp þrjú markanna. Þar af eitt með hægri. Veislan var ekki búin því Unit- ed bætti við þrem mörkum í síð- ari hálfleik gegn einu marki Róm- verja sem var þó lítil sárabót. Það fyrsta sem blaðamenn spurðu Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, að eftir leik var hvort þetta væri besta frammistaða Un- ited í Evrópukeppni undir hans stjórn. „Ekki spurning. Tölurnar segja til um það. Þetta var ótrú- leg frammistaða. Það var allt frá- bært við okkar leik í kvöld. Því- líkt sjálfstraust eftir tvo tapleiki á einni viku,“ sagði Ferguson skælbrosandi. „Við getum ekki beðið eftir undanúrslitunum.“ Fyrri hálfleikur hjá Chelsea og Valencia var fjörugur og fór á köflum fram marka á milli. Að- eins eitt mark var skorað í hálf- leiknum og það skoraði Fernando Morientes eftir góða sókn. Chel- sea varð því að sækja í síðari hálf- leik. Enska liðið fékk sannkall- aða óskabyrjun á hálfleiknum þvi Shevchenko jafnaði eftir sex mín- útur með skoti af stuttu færi eftir klaufagang í vörn Valencia. Chelsea tók í kjölfarið öll völd á vellinum og það var fyllilega sann- gjarnt þegar Essien tryggði þeim sigur í lokin með skoti sem Caniz- ares hefði reyndar átt að verja. Jose Mourinho, stjóri Chel- sea, fagnaði sem óður væri eftir leik og stökk meðal annars á John Terry fyrirliða í miðju viðtali. „Ég held að hann sé ánægður núna. Hann var það ekki í hálfleik,“ sagði Terry og brosti. Mourinho gaf skömmu síðar kost á viðtali. „Frammistaðan í seinni hálfleik var rosaleg, sérstaklega miðað við pressuna sem var á okkur. Við vorum undir 1-0 og áttum hálfleik- inn. Þetta var hugsanlega okkar besti útileikur síðustu þrjú ár. Liðið er að gera ótrúlega hluti,“ sagði Mourinho. Sjö marka sýning hjá Manchester United í leikhúsi draumanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.