Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 23
Alpaklúbburinn hélt sitt árlega ísklifurfestival í Köldukinn í Þingeyjarsýslu í lok febrúar. Þar gerðu íslenskir ísklifrarar sér glaðan dag og tóku á móti góðum gestum utan úr heimi. Ísklifur er frekar ung íþrótt hér á landi en ofurhugunum sem kjósa að klífa ísilagða hamra fer sífellt fjölgandi. Freyr Ingi Björnsson er einn þeirra og auk þess for- maður Íslenska Alpaklúbbsins. „Þetta ísklifurfestival hefur verið árviss viðburður frá því 1998,“ segir Freyr. „Fyrstu árin fór það fram á stöðum þar sem lítið hafði verið klifrað áður en nú í seinni tíð höfum við lagt meira upp úr því að hittast, gera okkur glaðan dag og klifra saman, frekar en að reyna að finna ný svæði. Þetta var til dæmis í annað sinn sem hátíðin er haldin í Köldukinn enda er það einstaklega skemmtilegt svæði,“ segir Freyr. Undanfarin ár hafa komið hing- að erlendir ísklifrarar í tilefni há- tíðarinnar og í ár komu nokkrar austurrískar stórstjörnur innan ísklifursins. „Almenningur kann- ast kannski ekki við þessi nöfn en fyrir okkur er þetta eins og að fá Rolling Stones hingað til landsins,“ segir Freyr og hlær. Það er Albert Leichtfried sem fer fyrir austur- ríska hópnum en stærsta stjarn- an er án efa Ines Papert sem er að sögn Freys langöflugasta ísklifur- kona heims. „Það var alveg frá- bært að fá hana í heimsókn enda er hún margfaldur heimsmeist- ari í ísklifri og hefur tekið þátt í alls konar mótum,“ segir Freyr og líklega hafa klifrararnir skemmt sér stórvel við góðar aðstæður í Köldukinn sem er að sögn Freys heimsklassasvæði. Klifrað í Köldukinn f i s k i s a g a . i s 890.- kr./kg. P l o k k f i s k u r á a ð e i n s Tilboð dagsins!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.