Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Dagblaðið Jamaican Observer gerir glæsi- lega afmælisveislu Björgólfs Thors Björ- gólfssonar að umtals- efni á vef sínum en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var hún haldin á Jamaíka um þarsíðustu helgi. Kaup- sýslumaður- inn varð fer- tugur hinn 19. mars síðastlið- inn. Meðal þeirra sem tróðu upp í veislunni voru rapparinn 50 Cent, fönk-kóngurinn Jamiro- quai og synir Bobs Marley. Jamaican Observer kall- ar Björgólf „fyrsta íslenska milljarðamæringinn“ og held- ur því meðal annars fram að herþotur hafi flog- ið yfir veislugesti á föstudeginum. Og að herlegheitin hafi ekki verið ókeypis heldur hafi hann þurft að punga út þremur milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar rúmum 200 milljónum íslenskra króna. Jamaican Observer greinir jafnframt frá því að íbúar Port Antoniu, þar sem veislan fór fram, hafi ekki farið varhluta af veisluhöldunum og að Björgólfur hafi að mestu leyti dvalist í einka- skútu sinni, The Parcifal, þar sem hún lá bundin við bryggjuna. Það hafi hins vegar ekki væst um þá tónlistarmenn sem fjár- festirinn fékk til að leika fyrir dansi því rapparinn 50 Cent fékk meðal annars næturgistingu á The Jamaica Palace. Teiknimyndarinnar um ævintýri hinnar gulu Simpsons-fjölskyldu frá Springfield er beðið með mik- illi eftirvæntingu um allan heim en hún verður heimsfrumsýnd hér á landi 25. júlí. Framleiðendur mynd- arinnar í Bandaríkjunum hafa ákveðið að myndin verði talsett hér á landi en slíkt hefur ekki tíðkast með sjónvarpsþættina. Og stend- ur undirbúningur fyrir talsetningu sem hæst um þessar mundir en hún mun fara fram í Stúdíó Sýrlandi. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson var dulur þegar Fréttablaðið náði tali af honum og vildi sem minnst tjá sig. Sagði aðstandendur mynd- arinnar vilja halda mikilli leynd yfir öllu því sem tengdist henni. Jakob vildi jafnvel ekki ganga svo langt að segjast vera leikstjóri tal- setningarinnar en viðurkenndi að hann væri umsjónarmaður henn- ar. „Þetta verður spennandi og ögr- andi verkefni enda hefur fjölskyld- an verið aufúsgestur á íslenskum heimilum í tæpa tvo áratugi,“ segir Jakob. „Þættirnir njóta náttúrlega gríðarlegra vinsælda og hvert ein- asta mannsbarn á Íslandi þekkir þessa fjölskyldumeðlimi.“ Jakob segir að fjöldi leikara hafi verið kall- aður til að gefa hljóð- prufu en þær séu síðan send- ar út til Banda- ríkjanna þar sem framleið- endur myndar- innar verða að leggja blessun sína yfir hverja rödd. „Það eru þeir sem ráða þessu öllu,“ segir Jakob. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ríkir mesta spennan um það hver hreppir rödd fjölskyldu- föðurins Hómers Simpson en hann fær meðal annars að segja einkunn- arorð Hómers, „dáh“. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er líkleg- ast að Örn Árnason hreppi hnoss- ið en Spaugstofumaðurinn vildi þó ekki kannast við eitt eða neitt. Stað- festi eingöngu að hann hefði farið í hljóðprufu. „Eins og svo margir aðrir,“ sagði Örn. Simpson er hugarfóstur teiknar- ans Matt Groening og birtist fyrst Bandaríkjamönnum árið 1989. Hann varð heimsfrægur á einni nóttu og í dag eru þættirnir eitt langlífasta sjónvarpsefni í banda- rísku sjónvarpi. Ekki sér enn fyrir endann á vinsældunum. Lengi hefur staðið til að gera kvikmynd um gulu fjölskylduna en til marks um leyndina sem hvílir yfir mynd- inni þá hefur enn enginn söguþráð- ur verið gefinn upp á imdb.com þótt líkur séu leiddar að því að Hómer þurfi að bjarga heiminum frá glötun. Veisla Björgólfs kostaði 200 milljónir „Ég er mjög ánægður með útganginn á mér, því ég er svipaður aðalpersónunni í Sulti eftir Knut Hamsun. Það var vel við hæfi fyrir ungskáld í Ósló, þó ekki hafi ég soltið.“ Sigurjón Birgir Sigurðsson rithöfundur. „Mér finnst þetta fullkomlega eðlilegt og ég skil ekki af hverju einhver er ekki löngu búinn að þessu,“ segir varaborgarfulltrú- inn Sóley Tómasdóttir en hún hyggst kæra Vífilfell fyrir Coke Cola-Zero auglýsing- arnar. „Ástæðan er einföld, þær brjóta í bága við 18. grein laganna um jafnan rétt og stöðu kynjanna,“ útskýrir Sóley en þar stendur að „auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyn- inu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafn- rétti kynjanna á nokkurn hátt“. Sóley sagðist ekki vita hvenær kæran yrði lögð fram, hún væri að vinna í henni en vildi að öðru leyti ekki tjá sig meira um málið. Zero-auglýsingarnar hafa fengið misjöfn viðbrögð og Frétta- blaðið greindi frá því fyrir nokkru að Samkaup á Ísafirði hefðu tekið niður einn fánann frá gos- drykknum vegna háværra mót- mæla nokkurra viðskiptavina en á honum stóð „Af hverju ekki kynlíf með Zero forleik?“ Þá vakti það einnig at- hygli þegar flokks- systkini Sóleyjar í Vinstri grænum ákváðu að taka Zero-merkið í sínar hendur og bjuggu til barmmerki þar sem á stóð: „Af hverju ekki ríkisstjórn með Zero Framsókn?“ Haukur Sörli Sigurvinsson, mark- aðsstjóri Zero-drykkjarins á Íslandi, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið náði tali af honum og bar undir hann hugsanlega kæru. „Ég hef í raun ekkert um þetta mál að segja fyrr en kæran er komin fram,“ sagði Hauk- ur. „Sjálfur sé ég ekki grundvöll fyrir kæru en við skoðum það sem við fáum upp í hendurnar og munum að sjálfsögðu einnig gera það í þessu tilfelli,“ bætir hann við. Aðspurður hvort tölvupóst- um hefði rignt yfir fyrirtæk- ið vegna auglýsinganna sagði Haukur svo ekki vera. „En auðvitað hefur fólk skoðanir á þessu eins og öðru.“ Sóley hyggst kæra Zero-auglýsingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.