Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 8
www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 70 84 0 4/ 07 Spennandi kostir í framhaldsnámi Gott nám og rétt val þess er farsæl leið til lífsgæða og aukinna möguleika í starfi. Við félagsvísindadeild Háskóla Íslands bjóðast margir spennandi kostir í námi hjá hæfum og reyndum kennurum. Góðar aðstæður til náms • Fjölbreytni og sveigjanleiki • Starfstengt rannsóknarnám Nám með starfi • Nám stutt rannsóknum kennara Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík Sími 525-4502, felvisd@hi.is FÉLAGSVÍSINDI – Í ÞÁGU FRAMFARA FÉLAGSVÍSINDADEILD Doktorsnám í öllum greinum. Allar upplýsingar á www.felags.hi.is Umsóknarfrestur um meistara- og doktorsnám er til 16. apríl • MLIS-nám í bókasafns- og upplýsingafræði • Cand. psych.-nám í sálfræði • MA-nám og diplómanám í uppeldis- og menntunarfræði • MA-nám og diplómanám í kennslufræði til kennsluréttinda • MA-nám og diplómanám í fötlunarfræði • MA-nám og diplómanám í félagsfræði • MA-nám í blaða- og fréttamennsku • MA-nám og diplómanám í náms- og starfsráðgjöf • MA-nám og diplómanám í kynjafræði • MSW-nám í félagsráðgjöf • MA-nám og diplómanám í félagsráðgjöf • MA-nám í öldrunarfræðum • MA-nám í mannfræði • MA-nám og diplómanám í þróunarfræðum • MA-nám í þjóðfræði • MA-nám í hagnýtri þjóðfræði • MPA-nám og diplómanám í opinberri stjórnsýslu • MA-nám og diplómanám í alþjóðasamskiptum • MA-nám í stjórnmálafræði Frá hvaða bæ í Færeyjum er Jógvan Hansen sem vann X-factor? Hvað heitir forseti Írans? Hver hyggst skrifa ævisögu Maríu Magdalenu? Línubáturinn Ísbjörg ÍS-69 var dreginn til hafnar á Ísafirði rétt fyrir hádegi í gær eftir að hafa orðið vélarvana um hálfa sjómílu norðaustur af Arnarnesi í Skutulsfirði. Ástæða vélarbilunarinnar er talin vera sú að sjór komst í vélarrúm bátsins. Björgunarsveitir og -skip voru kölluð út og báturinn Valur ÍS-20, sem var í námunda við Ísbjörgu, var beðinn um að koma henni til aðstoðar. Hann var þegar kominn með Ísbjörgu í tog þegar björgun- arskipið Gunnar Friðriksson kom að og var þá einnig búið að koma í veg fyrir lekann. Björgunarskipið tók þá við Ísbjörgu og dró að landi. Tveggja manna áhöfn bátsins sakaði ekki. Gjaldtaka í menntakerfinu og í heil- brigðisþjónustu hefur verið aukin jafnt og þétt á undanförnum árum. Það eykur misréttið í sam- félaginu og býr til alls konar þröskulda sem við viljum burt. Þetta segir Ögmundur Jónasson hjá Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði sem í gær kynnti aðgerðir flokks síns til að bæta kjör þeirra sem minnstar hafa tekjurnar og búa við erfiðust kjör. „Við ætlum að útrýma fátækt í landinu. Við erum meðal ríkustu þjóða í heimi og höfum alla burði til þess.“ Athuganir VG benda til að nú sé erfiðara að vera tekjulítill og sjúkur en þegar ríkisstjórnar- samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst 1995. Sama máli gegni um að vera tekjulítill og húsnæðislaus og tekjulítill og með börn á fram- færi. „Það er falleinkunn fyrir þessa ríkisstjórn og forgangsverkefni að snúa þessu við,“ segir Ög- mundur sem telur að aðgerðaáætlun flokksins kosti á bilinu 10 til 12 milljarða króna á ári. Tugir jarðskjálfta að styrkleika um þrír á Richters- kvarða urðu í jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjaneshrygg klukkan 22.30 í fyrrakvöld. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofu Íslands var skjálftahrin- an um 30 kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Stærsti skjálftinn var 3,7 á Ricther. Hrinan stóð til um klukkan tíu í gærmorgun. Slíkar jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði að því er segir í til- kynningu Veðurstofunnar. Snarpir kippir á Reykaneshrygg Sænska arkitektastofan Mon- arken sigraði í fjölþjóðlegri samkeppni um hönnun nýrra höfuðstöðva fyrir Glitni. Byggt verður upp að núverandi höfuðstöðvum fyrir- tækisins og á svokallaðri Strætólóð sem Glitn- ir keypti af Reykjavíkurborg í fyrra. „Fyrir okkur er þetta vitanlega mjög mikil- vægur áfangi,“ sagði Bjarni Ármannsson, for- stjóri Glitnis, þegar hann kynnti úrslit sam- keppninnar í gær. Sagði Bjarni Glitni mundu vinna áfram að verkefninu í samvinnu við ná- granna sína í Laugarnesi og Reykjavíkurborg með hagsmuni allra aðilanna í huga. Forstjórinn sagði að meðal annars hefði verið lögð áhersla á að ná samhljómi við nú- verandi byggð í Laugarnesi. Einnig hefði verið lögð áhersla á skjól fyrir veðri og vindum og auðvelt aðgengi fyrir bæði íbúa í hverfinu og viðskiptavini og starfsfólk. Sömuleiðis væri ætlunin að nýju höfuðstöðvarnar settu sterk- an svip á umhverfið. Dómnefndin hefði verið einhuga í vali sínu á tillögunni sem reyndist vera frá sænsku arkitektunum Andreas Her- mansson, Andreas Hiller og Samuel Lundberg á teiknistofunni Monarken. Lundberg tók við verðlaununum fyrir þeirra hönd í gær. Bjarni sagði frá því að þegar forveri Glitnis hefði flutt í núverandi húsnæði á Kirkjusandi árið 1995 hefðu starfsmenn fyrirtækisins verið 500 talsins. Allir hefðu þeir starfað á Íslandi. Í dag væru starfsmenn Glitnis um 1.800 í ellefu löndum. Hann sagði að þótt mesti vöxtur fyr- irtækisins væri í útlöndum væri enn ekki séð fyrir endann á vextinum hér heima. Í ljósi þess væri ráðist í gerð nýrra höfuðstöðva. Af 42 til- lögum sem bárust voru sex valdar til þátttöku á síðara þrep samkeppninnar. Af þeim voru þrjár íslenskar. Fyrir það hlutu hönnuðir til- lagnanna sex 30 þúsund evrur hver. Að auki fékk vinningstillagan 50 þúsund evrur og tillögurnar í öðru til þriðja sæti 20 þúsund evrur. Samtals greiddi bankinn því í gær 270 þúsund evrur í viðurkenningarskyni til þeirra sex hönnuða sem náðu lengst. Upp- hæðin svarar til ríflega 24 milljóna króna. Svíar unnu samkeppni Glitnis Bjarni Ármannsson forstjóri segir skipulagningu nýrra höfuðstöðva Glitnis á Kirkjusandi verða unna með borgaryfirvöldum og í sátt við íbúa í Laugarnesi. Sænskir arkitektar unnu samkeppni um hönnunina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.