Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 42
Finnst betra að spila sem miðvörður Keflavíkurstúlkur spilltu gleðihátið Hauka á Ásvöll- um og galopnuðu úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna með 78-81 sigri á Haukum í 3. leik liðanna. Þetta var fyrsta tap Haukaliðsins í 18 mánuði á Ásvöll- um og næsti leikur er á heimavelli Keflavíkur á laugardaginn. Haukaliðið var 14 stigum yfir þegar 6 mínútur voru eftir en Keflavíkurliðið sýndi gríðarlegan karakter og vann sig inn í leikinn. Það var síðan frábær vítahittni á spennuþrungnum lokamínútum sem landaði sigrinum. „Ég held að allir sem voru á þessum leik hafi verið búnir að af- skrifa okkur þegar fimm mínút- ur voru eftir. Ég tók leikhlé þegar fimm mínútur voru eftir og ég talaði um það við stelpurnar að í öllum leikjunum á móti Haukum höfum við átt góða kafla og hann var ekki búinn að koma þegar fimm mínútur voru eftir,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. Umrætt leikhlé tók hann í stöðunni 72-62 fyrir Hauka þegar 4:58 stóðu eftir á klukkunni. „Ég sagði núna byrjar okkar góði kafli, og hann gerði það,“ bætti Jón Halldór við. Hann var líka sáttur við framlag Keshu Watson á loka- kaflanum sem Keflavík vann 19-6. „Það eru bara forréttindi að fá að starfa með svona leikmanni. Hún var örmagna þegar rétt tæpar þrjár mínútur voru eftir, er á ann- arri löppinni en hún kann að spila körfubolta og hún gerir það með hjartanu,“ sagði Jón Halldór. „Við gerðum eitthvað sem enginn bjóst við. Það voru allir komnir hingað til þess að fagna. Þær voru að fara að taka við bikarnum, það tókst ekki í dag og við skulum athuga hvað við getum gert meira,“ sagði Jón Halldór. „Við ætluðum okkur að ná þess- um sigri og komast aftur heim. Þetta var sigur liðsheildarinnar og við börðumst allar fyrir þessu. Við gefumst aldrei upp og það er það besta við þetta lið. Allt er einu sinni fyrst, þetta byrjar allt hér, við ætlum að vinna heima í Kefla- vík og koma aftur hingað,“ sagði Kesha Watson. Hún hefur spilað frábærlega í einvíginu og var með 25 stig, 10 fráköst og 4 stoðsend- ingar í gær. Keflavíkurliðinu tókst vel að loka á lykilmenn Haukaliðsins, Helenu Sverrisdóttur og Ifeomu Okonkwo sem voru með aðeins 20 stig saman eftir að hafa skor- að 70 stig saman í síðasta leik. Sigrún Ámundadóttir (22 stig) og Kristrún Sigurjónsdóttir (16 stig) leiddu liðið í sókninni en það var ótrúlegt að sjá til Haukaliðsins hreinlega glutra frá sér sigrinum. Keflavíkurstúlkur sáu til þess að Haukar fögnuðu ekki Íslandsmeistaratitlinum í gær. Þá sýndi Keflavíkur- liðið gríðarlegan karakter undir lokin með því að vinna upp 14 stiga forskot Hauka og landa síðan sigri. Frakkinn Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segist vera orð- inn þreyttur á því að neita orðr- ómnum um að hann sé á förum frá enska félaginu. Hann var um helgina enn á ný orðaður við spænska stórliðið Barcelona. „Ég veit ekki hvað ég á að segja lengur eða hvað skal gera. Kannski ætti ég að fá mér bol sem á stendur að ég ætli að vera áfram í Arsenal og labba um London í honum? Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að stíga fram og segjast ekki vera á förum. Þetta er orðið þreytandi. Vill fólk heyra þetta eina ferð- ina enn? Ég held að fólk viti að ég er hliðhollur Arsenal og hvað ég hef gert fyrir félagið. Ég hef ekki bara talað. Stjórinn er nýbúinn að neita þessu rugli og ég hef engu við það að bæta,“ sagði Henry hundfúll. Þetta er orðið þreytandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.