Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur Þriðja stærsta alþjóðastofnun heims Hrafnar slá öllum öðrum fuglum við í klókindum og hafa að sumu leyti greind sem sambærileg er við greind prímata. Þetta stað- festa nýjustu rannsóknir. Rannsóknir hafa staðfest að greind hrafna er viðbrugðið. Fugla- atferlisfræðingar, sem stund- að hafa áralangar rannsóknir á hinum svartfiðruðu stríðnispúk- um í rannsóknastöð í Austurríki og vitnað er til í grein í þýzka vikurit- inu Der Spiegel, spyrja sig jafnvel til hvers þessi fugl þurfi á öllum þessum klókindum að halda. Aðrir fuglar komast vel af án mikilla vitsmuna. Eðlisávísunin segir þeim hvernig byggja á hag- anleg hreiður og syngja falleg lög. Fyrir vitsmunum er hins vegar, líffræðilega séð, mikið haft og auk þess eru þeir dýru verði keyptir. Sá sem getur velt hlutunum fyrir sér gerir mistök. Spurningin er: hvers vegna hefur þróunin gert hrafninn að slíkri klókindaveru? Af hverju geta hrafnar ekki líka bara treyst á eðlisávísunina til að gera hið rétta, eins og aðrir fuglar? Der Spiegel hefur eftir banda- ríska hrafnarannsóknamanninum Bernd Heinrich, að „hið rétta“ sé varla til þegar hrafnar séu annars vegar. Ævi þeirra sé margslungin og lífsbaráttan flókin. Þörf hrafns- ins fyrir greind rekur Heinrich til þess að úti í náttúrunni nær- ist hann helzt á hræjum af dýrum sem rándýr hafa fellt. Þá skipti öllu að vera á réttum stað á rétt- um tíma og hamstra mat eins og hægt er. Það þýðir að öllu jöfnu að rándýrið er viðstatt. Það skapi aðstæður sem geri forritað hegð- unarmynstur óbrúkhæft. Refir og önnur rándýr bregðist gjarn- an illa við ef aðrir nábítar vappa í kring um þá. Hrafninn þarf því að geta reiknað rándýrið út til að vita hversu langt hann getur leyft sér að ganga. Við slíkar hættuaðstæður, þar sem ekkert er fyrirsjáanlegt, dugar ekki forrituð eðlisávís- un ein. Þess vegna sækja hrafn- ar strax í frumbernsku óstjórn- lega í allt sem hægt er að gogga í og stríða. Einkum og sér í lagi eru þeir reknir áfram af löngun til að stríða hættulegum rándýr- um. Í löndum þar sem eru birnir og úlfar eyða unghrafnar miklu púðri í að eltast við og reyna á þolrif slíkra dýra. Að sögn Hein- richs hrafnafræðings gera þeir þetta til að læra að reikna dýrin út; vita hve langt þau geta stokkið í einu stökki og komast að því hvar mörkin liggja hvar stríðnin verð- ur lífshættuleg. Fullorðnir hrafnar eru svo út- smognir í að reikna önnur dýr út, að þeim tekst að éta megnið af hræi veiðidýrs sem rándýr hefur fellt. „Hrafnar hafa fram til þessa verið stórlega vanmetnir sem hræ- ætur,“ hefur Spiegel eftir Thomas Bugnyar við Konrad-Lorenz-rann- sóknastöðina í Grünau í Austur- ríki. „Þeir éta ekki bara það sem verður eftir; þeir fá næstum allt.“ Það tekur þá heldur ekki langan tíma að tæta í sig jafnvel stærstu hræ. Það sem þeir éta ekki á staðnum fela þeir í nágrenninu til að sækja síðar. Sumir hrafn- ar sérhæfa sig jafnvel í að ræna þessa fæðufelustaði kollega sinna. Hrafnar leggja því mikið á sig er þeir fela mat og búa meðal ann- ars til platfelustaði til að villa um fyrir öðrum hröfnum sem hyggja á að ræna fengnum. Kristinn Haukur Skarphéðins- son, dýravistfræðingur á Nátt- úrufræðistofnun Íslands, hefur stundað rannsóknir á hröfnum á Íslandi. Hann staðfestir að hrafn- ar séu „þeir fuglar sem hafa mesta úrvinnsluminnið og þetta sem við köllum greind“. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessum fuglahópum hnígi að því sama, að hrafnar og skyldar teg- undir séu greindastar, ásamt páfa- gaukum. Þetta komi að hluta til af því að þeir þurfa að geyma og fela mat. Kristinn segir það ekki skrýtið að hrafnar gegni eins miklu hlut- verki og raun ber vitni í þjóðtrú og goðsögnum í hinum ýmsu menn- ingarheimum. „Menn hafa greini- lega tekið eftir þessu í þúsund- ir ára, að hrafnar séu klókari en aðrir fuglar og þannig hafa þess- ar sögur orðið til,“ segir Krist- inn. Auk hinna þekktu sagna um hrafna í norrænni goðafræði og íslenzkri þjóðtrú megi nefna að hrafninn var ásamt erni og há- hyrningi eitt þriggja helgustu dýr- anna í trú margra indíána í Vest- urheimi. Um íslenzka hrafnastofn- inn segir Kristinn að litlar rann- sóknir hafi verið gerðar á honum ný- lega. Síðasta stofnstærðarmat hafi verið gert árið 1990, en þá hafi mönnum tal- izt til að á landinu væru um 15.000 hrafnar að hausti. Kristinn bend- ir á að þúsundir hrafna séu drepn- ir hérlendis á hverju ári, flestir skotnir. „Skráð veiði hefur minnk- að mikið, hvort sem það er mæli- kvarði á minnkandi stofn eða ekki, við vitum það ekki,“ segir Krist- inn. Hann segir hrafninn hins vegar verða æ meira áberandi í borg- inni á veturna. Eftir því sem hann fái bezt séð sé hann nú að verða spakari en hann var á árum áður. „Maður kemst oft í meira návígi við þá og maður sér þá vel þegar þeir eru að glíma við eitthvað,“ segir Kristinn. Þannig hafi menn meiri tækifæri til að virða atferli þeirra fyrir sér en kannski oft áður. Eina svæðið þar sem nákvæm rannsókn hefur verið gerð á varpi hrafna á síðustu árum segir Krist- inn vera Þingeyjarsýslur þar sem kollegi hans á Náttúrufræðistofn- un, Ólafur Karl Nielsen, hafi rann- sakað varpið. Niðurstöður þeirr- ar rannsóknar sýndu að á þessu svæði hafi hröfnum farið sífækk- andi á síðustu 25 árum; að jafnaði um tvö prósent á ári. Rannsókn sem gerð var á ní- unda áratugnum, þar sem um 500 hrafnar voru merktir, leiddi í ljós að hrafnar ferðast heilmikið milli landshluta. Þótt flestir haldi sig að mestu nærri uppeldisstöðvum sínum hafi nokkur dæmi fundizt um að fuglar flygju landshornanna á milli. Enginn færi þó til útlanda. Ekkert benti til þess að samgang- ur væri milli hrafna hér á landi og í næstu grannlöndunum, í Færeyj- um og á Grænlandi. Klókindaskepnan hrafninn Áhugi á námi STARFSMANNAMIÐLUN VANTAR ÞIG PÍPU- LAGNINGARMENN? Höfum milligöngu um að útvega innlenda sem erlenda starfsmenn fyrir ýmsar greinar atvinnulífsins Er starfsmannaleiga rétta lausnin fyrir þig? VOOT STARFSMANNAMIÐLUN • HAFNARGATA 90 230 REYKJANESBÆR • SÍMI 581 2222 • WWW.VOOT.IS Skráðu þig í MA í menningarstjórnun. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2007.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.