Tíminn - 04.05.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1980, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 4. mai 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. 'Jónsson. Rítstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Áskriftargjald kr.: 4.500 á mánuöi. V. Biaöaprent. Eini trausti grunnurinn Um alllangt skeið hefur það verið regla en ekki undantekning i islenskum kjaramálum að rikis- valdið kæmi til skjalanna og greiddi fyrir samn- ingum með fyrirheitum um opinber framlög á sviði félags- og húsnæðismála eða á öðrum þeim sviðum sem máli hafa þótt skipta. 1 sjálfu sér verður ekki sagt að neitt sé óeðlilegt við þetta. Það er ótvirætt hlutverk rikisvaldsins að miðla málum i slikum efnum, og það hefur verið vilji til þess að auka framlög rikisins til félags- legra málefna. Hinsvegar er það ljóst að ekki má ganga of langt i þessum efnum. auknum framlögum hins opin- bera fylgir að sjálfsögðu aukin skattheimta og vaxandi „bákn”, sem hvort tveggja orkar mjög tvimælis og nýtur litilla vinsælda að vonum. í annan stað er ekki hægt að lita á sáttahlutverk rik- isvaldsins sem sjálfsagðan hlut i þeirri merkingu að aðilar kjarasamninga geti einfaldlega sent kostnaðarreikningana af nýjum samningum jafn- an til innheimtu hjá rikisvaldinu. Nú er svo komið að áhugi almennra launþega á „félagsmálapökkum” til lausnar kjaradeilu virð- ist fara mjög minnkandi. í vaxandi mæli heyrast þær raddir i verkalýðshreyfingunni að nær væri að lækka skattana en auka framlög rikisins, en að sjálfsögðu fylgist þetta tvennt algerlega að. Á sama tima er á stjórnmálasviðinu tekist á um leiðir til þess að vinna bug á óðaverðbólgunni, eftir þvi sem ráðrúm gefst fyrir pólitiskum uppþotum, stjórnarslitum og kosningum svo sem var á siðasta ári. Mönnum er það ljóst að mikilvægur þáttur i baráttunni gegn verðbólgunni er að draga úr rikis- útgjöldunum og minnka umsvif rikisins með ströngu aðhaldi og slá þannig á þensluna i efna- hagslifinu. Mjög aukin framlög hins opinbera, jafnvel þótt þau fari til góðra málefna sem njóta almenns skilnings og stuðnings, stuðla augljóslega ekki að þvi að draga úr þenslu eða verðbólgu. Það virðist þannig ljóst að svigrúmið til þess að rikið greiði fyrir samningum með verulegum fjár- framlögum er orðið miklu minna en verið hefur, ef það er þá yfirleitt nokkuð fyrir hendi. Menn eru sammála um það i stuðningsflokkum rikisstjórn- arinnar að fjárlög og lánsfjáráætlun séu i efstu mörkum miðað við þá stefnu að ná verðbólgunni niður i áföngum, og enda þótt niðurstöðutölur fjár- laganna séu ef til vill raunhæfari nú en oft hefur verið, sýnir þetta að svigrúmið til aukinna um- svifa er úr sögunhi. í rauninni stöndum við frammi fyrir þeim stað- reyndum að áhugi á launajöfnun er mjög tak- markaður innan launþegasamtakanna, þannig að liklega mun það reynast mjög erfitt að fá fram kjarabætur til hinn tekjulægri með tilfærslum, og hins vegar að þá er aðeins sú leið til kjarabóta eftir sem felst i aukinni verðmætasköpun og bættri nýt- ingu framleiðslukraftanna. Þessi leið, fram- leiðslustefnan, er reyndar eini trausti grunnurinn sem góð og varanleg lifskjör hvila á. JS Þórarinn Þórarínsson: Erlent yfirlit Mótspyrnunni linnir ekki í Afganistan Ástandiö þar minnir stöðugt meira á Víetnam FORRAÐAMENN Rússa hafa aö undanförnu notiö þess, aö miklu minni athygli hefur beinzt aö Afganistan en ella, sökum þess, aö Carter Bandarikjafor- seti hefur fyrst og fremst snúiö sér aö deilunni viö Iran. Afgan- istan hefur þvi aö verulegu leyfi horfiö i skuggann. Fréttir þaöan benda hins vegar til þess aö ástandiö þar fari sizt batnandi. Samkvæmt heimildum, sem liklegt er aö séu áreiöanlegar, kom til mik- illa átaka í Kabúl, höfuöborg Afganistans, siöastl. laugardag, þegar stúdentar efndu til áber- andi mótmælaaögeröa. Sagt er, aö rússneski herinn hafi oröiö aö skerast I leikinn áöur en ró komst á. Gizkaö er á, aö um 60 manns hafi falliö I þessum átök- um, en mörg hundruö særzt. Margir voru handteknir. Þetta bældi þó ekki niöur mótspyrnu- viljann, þvl aö aftur kom til verulegra átaka i Kabúl á miö- vikudaginn var. Þegar ástandiö er þannig i höfuöborginni, má vel hugsa sér, aö þaö sé ekki betra utan hennar, heldur lakara. Þaö ætlar aö rætast, sem spáö var i þessum þáttum, þegar Rússar réöust inn I Afganistan, aö þeir myndu lenda þar i svipuöum ógöngum og Bandarikjamenn i Vletnam. Bandarikin skárust I leikinn I Vietnam til aö reyna aö bjara óvinsælli og spilltri stjórn, likt og Rússar eru aö gera I Afganistan. Viöbrögö almenn- ings uröu hins vegar þau, aö bandariski herinn hraktist burt eftir nokkur ár eftir aö hafa oröiö fyrir miklu áfalli hern- aöarlega, fjárhagslega og siö- feröilega. Ef Rússar átta sig ekki I tlma, geta beöiö þeirra svipuö örlög I Afganistan. Andstaöan gegn er- lendu hervaldi viröist jafnvel enn eindregnari þar en i Víetnam. FRÉTTARITARI The Christian Science Monitor I Moskvu, David K. Willis, segir þaö álit Vesturlandmanna þar, aö Rússar þurfi aö auka inn- rásarher sinn I 250 þúsund manns, ef þeim eigi aö takast aö sigrast á skæruliöahreyfingn- um, en eins og áöur hefur veriö rakiö, eru þær margar og dreiföar um landiö. Samkvæmt áliti sömu aöila, er annar valkostur Rússa sá, aö hafa álika fjölmennt herliö I Brésnjef Afganistan og nú eöa um 85 þús. manns og um 30 þús. manna liö til taks Rússlandsmegin landa- mæranna. Þetta myndi aö Hk- indum hafa I för meö sér, aö styrjöldin viö skæruliöana stæöi I mörg ár. Sömu heimildir telja, aö Rússar muni hafa herliö I Afganistan i fyrirsjáanlegri framtiö, þótt þeir og rikisstjórn Karmals tali um, aö rússneski herinn veröi bráölega kvaddur heim. Sliku tali sé aöeins ætlaö aö blekkja gagnrýnendur, I Kabúl sjáist mörg merki þess aö Rússar reikni meö langri dvöl þar. T.d. sé veriö aö byggja þar hermannaskóla, klúbbhús fyrir liösforingja o.s.frv. Eins og nú sé ástatt I Afgan- istan, ráöi Rússar aöeins yfir borgunum, en skæruliöar leiki lausum hala utan þeirra. Sá herstyrkur, sem Rússar hafi nú i Afganistan, anni ekki öllu meira. 1 þessu sambandi megi minna á, aö Afganistan er helm- ingi stærra en Suöur-Vietnam en þar dugöi Bandarlkjunum ekki 500 þúsund manna her til aö brjóta skæruliöana á bak aftur. Aö visu má segja, aö skæru- liöum i Vietnam hafi borizt meiri aöstoö utan frá. Margt bendi til aö skæruliöunum i Afganistan berist verulegt af vopnum utan frá og munu Kln- verjar og Bandarlkjamenn einkum vera þar aö verki. Erfitt Babrak Karmal getur veriö fyrir Rússa aö koma. I veg fyrir, aö á þessu veröi framhald. Rússar segja fátt frá átökum viö skæruliöa og reyna þannig aö gera litiö úr baráttu þeirra. Þó sagöi Tass frá þvi 22. april siöastl., aö felldir heföu veriö i Zindajanhéraöinu 124 hermdar- verkamenn og málaliöar, en 47 teknir höndum. MARGT bendir til aö þaö styrjaldarástand, sem nú rlkir I Afganistan, haldist áfram lengi enn og valdi þjóöinni stórfelld- um hörmungum. Þaö llkleg- asta, sem gæti komiö I veg fyrir þetta, væri þaö, aö Rússar átt- uöu sig á þvi, aö þ?ir eru á leiö út I sömu ófæruna og Banda- rikjamenn I Vietnam. Hyggileg-, ast væri þvl af þeim aö draga' her sinn heim. Bæöi af hagsmunaástæöum og metnaöarástæöum getur þetta hins vegar reynzt erfitt. Þaö eru augljósir hagsmunir Rússa, aö ekki komi óvinveitt stjórn til valda i Kabúl. Rússar hafa vissulega mikilla varnar- hagsmuna aö gæta á þessum slóöum. Rikisstjórnir landanna I Efnahagsbandalagi Evrópu hafa gert sér þetta ljóst, og þvi hafa þeir boriö fram hugmynd um aö Afganistan veröi hlut- laust riki og veröi þaö tryggt meö alþjóölegúm samningum. 1 Staöa Afganistan yröi þá svipuö og Austurríki. Hjá stórum múhameöstrúarrikja I þessum heimshluta nýtur þessi hug- mynd Efnahagsbandalagsrikj- anna mikils stuönings. Rússar hafa ekki tekiö henni illa, en þó ekki fallizt á hana. Þeir segjast ætla aö draga her sinn burtu strax og friöur kom- ist á, en vilja bersýnilega halda opinni þeirri leiö, aö Afganistan veröi bandalagsríki Sovétrikj- anna. Vafalitiö er þaö viturlegasta, sem vestrænar þjóöir geta nú gert i sambandi viö Afganistan, aö heröa sóknina fyrir þvi, aö Afganistan veröi hlutlaust riki, án erlendrar hersetu. Fyrir Rússa er erfitt aö hafna þessu, ef hlutleysi Afganistans veröur nægilega tryggt. Brátt ætti þeim aö veröa sjálfum ljóst, aö þetta þjónar ekki síöur hagsmunum Sovétrikjanna en annarra rikja á þessu svæöi. Baráttan fyrir hlutleysi Afganistans er stórum jákvæöari leiö en aö hafna þátt- töku I ölympluleikunum, enda kejur þá nýtt deiluefni til sög- unnar, sem Rússar geta hagnýtt sér, en þaö er, hvort rétt sé aö blanda saman iþróttum og stjórnmálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.