Tíminn - 04.05.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.05.1980, Blaðsíða 15
f 11 ..1 Málgagn stuðningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar -------- Kosninga skrifstofur: Reykjavík Aöalskrifstofa stuðnings- manna Péturs J. Thorsteins- sonar er að Vesturgötu 3, Reykjavik, simar 28170 og 28171. Þar íiggja frammi með- mælendalistar og kjörskrár og þar er veitt hvers konar upp- lýsingaþjónusta. Forstöðumaður er Óskar V. Friöriksson. Akureyri Stuðningsmenn Péturs á Akureyri hafa opnað skrif- stofu þar fyrir Norðlendinga- fjórðung. Hún er á 2. hæö i Amarohúsinu, Hafnarstræti 101, simar 25300 og 25301. Skrifstofan er opin alla virka daga kl, 14-19. Forstöðumenn eru Halldóra Ingimarsdóttir og Herdis Elin Steingrims- dóttir. ísafjörður A ísafiröi hefur veriö opnuð skrifstofa fyrir Vestfirði að Hafnarstræti 12, sfmi 4232. Málfriöur Halldórsdóttir veit- ir skrifstofunni forstöðu. Húsavik A Húsavik verður bráðlega opnuð kosningaskrifstofa. Þangað til gefur Hákon Aðal- steinsson allar upplýsingar. Heimilisfang hans er að Skjól- brekku 6, simar 41260 og 41261. Egilsstaðir A næstunni verður opnuð kosningaskrifstofa fyrir Aust- firöi aö Egilsstööum, en þang- að til veitir Ólafur M. Olafs- son, Seyöisfirði, allar upplýs- ingar. Simar 2235 og 2440. Hafnarfjörður Fyrirhugað er að opna skrif- stofu I Hafnarfiröi, en þangað til veitir Guörún Egilson, simi 51484, allar upplýsingar. Keflavik Kosningaskrifstofa verður bráðlega opnuð i Keflavik. Þangað til má snúa sér til Arnbjörns ólafssonar, læknir. Slmi 92-1840. Allir þeir sem hafa safnað undirskriftum á meðmæl- endalista, eru beðnir aö senda þá jafnóðum til aðalskrifstof- unnar. A það skal bent, að leyfilegt er skv. lögum að skrifa undir meömæli með fleiri en einum frambjóðanda. Stuöningsfólk Péturs J. Thorsteinssonar er hvatt til að hafa samband viö kosninga- skrifstofurnar. Ærin verkefni eru fyrir höndum i kosninga- baráttunni. Margar hendur vinna Iétt verk. Þegar þetta er skrifaö, hafa stuðningsmenn Péturs J. Thorsteinssonar auglýst kynningarfund i Laugarásbiói i Reykjavflc, laugardaginn 3. mai ki. 14.30. Með þeim fundi er kosningabaráttan hafin, og allir stuðningsmenn Péturs J. Thorsteinssonar eru beðnir að leggja fram sinn skerf til sig- urs Péturs þann 29. júni. Kynningarfundur stuðningsmanna í Sigtúni: Um 1500 manns fögnuðu sumri með Oddnýju og Pétri Á kynningarfundi Péturs J. Thorsteinssonar i Sig- túni á sumardaginn fyrsta komu allt að 1500 gestir og voru hin miklu salarkynni þar yfirfull i nærfellt þrjár klukkustundir. Nutu gestir góðra veitinga og skemmtunar, hlýddu á ræður og að fundi loknum höfðu hundruð manna látið skrá sig á meðmælenda- lista og drjúgum hafði bætzt i kosningasjóð. Var mikill hugur i fundargestum um að tryggja sem glæsilegasta kosningu Péturs. Þar rikti hátiðablær innan og utan veggja Sigtúns. Framan við húsið blöktu fánar við hún, gest- um var heilsaö meö sumarkveðj- um og salarkynni voru blómum skrýdd. Fólk tók aö drifa að um þrjúleytiö og var slðan viöstöðu- laus straumur fram yfir kl. 5. Stuöningsfólk Péturs hafði lagt kapp á að útbúa margvislegar veitingar fyrir gesti og borð svignuðu undan kræsingum i veit- ingasalnum á neðri hæð hússins. A efri hæð haföi veriö útbúin að- staða fyrir barnagæzlu, enda voru þeir allmargir, sem komu með börn með sér til þessa fund- ar. Mun kynslóðabilið sjaldan hafa veriö eins kyrfilega brúað i glæstu óðali Sigmars Péturssonar veitingamanns. Hluti af hinum mikla bilaflota gesta fyrir framan Sigtún. Efst á húsinu varfesturborðimeð vigorði dagsins: — Kveöjum vetur Kjósum Pétur. (Ljósm. Guðm. Ingólfsson). Hjartanlegur hlátur og dynjandi iófatak Meðan gestir spjölluðu saman, gæddu þeir sér á kaffi og meðlæti, sem stuöningsfólk bar inn jafn- skjótt og grynnkaöi á. Frú Selma Kaldalóns lék létta tónlist á pianó gestum til mikillar ánægju. Pétur Thorsteinsson og Oddný kona hans sátu og ræddu við gesti, en siöan tók Pétur til máls. Hann gerði grein fyrir ferli sinum og f jallaði siöan um kosningabar- áttuna. Kvaöst hann hafa lagt áherzlu á ferðalög út um landið og vinnustaðafundi úti á lands- byggðinni sem og á höfuðborgar- svæðinu. Hann sagðist hafa svar- að ótal spurningum um sjálfan sig, embættið og fleira og haft mikla ánægju af þvi að komast i kynni við fólk um land allt. Enn- fremur fór Pétur nokkrum orðum um valdsviö forseta Islands, sem er rýmra en margur virðist halda. Mál sitt kryddaöi hann með léttrikimni og gamansögum, sem hann hefur á hraöbergi, og var þeim tekiö meö hjartanlegum hlátri. Ræðu Péturs var fagnað með dynjandi lófataki. Langhæfastur fram- bjóðenda Eftir aö Pétur hafði lokið máli sinu tók Haraldur Blöndal hér- Séð yfir veitingasalinn f Sigtúni á sumardaginn fyrsta, en þar brúuðu kynslóöabilið um 1500 manns. Gæzla og kvikmyndasýningar fyrir yngstu börnin voru á efri hæð hússins. (Ljósm. Guðm. Ingólfsson.) aðsdómslögmaður viö hljóðnem- anum. Hann brýndi fyrir mönn- um, aö forsetaembættið væri mikilvægasta embætti landsins, og á örlagastundum gæti það skipt sköpum hver meö þaö færi. A tlmum óvissu og óróa i lands- málum og alþjóöamálum væri nauðsynlegt aö forseti hefði yfir- gripsmikla þekkingu á báöum sviöum, og aö þvi leyti stæði Pétur Thorsteinsson skör framar en aðrir frambjóöendur. Þá sté Arni Johnsen fram með gitar sinn og lék og söng fyrir mannfjöldann og skemmti jafn- framt með gamansögum. Agúst Bjarnason skrifstofustjóri tók þvi næst til máls. 1 ræðu hans fólst eindregin hvatning til manna um að styöja Pétur Thorsteinsson, sem væri langhæfastur frambjóð- enda til forsetakjörs. Var þvi samsinnt með lófataki. Þröngt máttu sáttir sitja Undir ræöum og öðrum dag- skráratriðum hélt fólk áfram að streyma inn i Sigtún, og var á timabili oröinn skortur á sæta- framboði isalnum. Sannaðist þar hið fornkveðna, aö þröngt mega sáttir sitja, enda var eindrægni og baráttuhugur I algleymingi með- al gesta. Lokaatriöið á dagskrá þessa kynningarfundar var óvænt og skemmtilegt. Andrés Valberg framkvæmdastjóri kvaddi sér hljóðs og flutti nokkrar frumortar stökur til Oddnýjar og Péturs og kvaö þær siöan samkvæmt þjóð- legum sið. Þegar liða tók að lokum fundar- ins sneru gestir á brott eftir ánægjulega viðdvöl. Hundruð manna höfðu greinilega gert upp hug sinn á staðnum, þvi aö mikil örtröð myndaöist frammi i and- dyriþarsem undirskriftalistarnir lágu. Létu ýmsir svo ummælt að vonandi liði ekki á löngu þar til unnt væri aö endurtaka slikan fund, og fréttu þá aö ýmislegt væri I bigerö hjá stuðningsmönn- um Péturs til þess að fylgja eftir þeim meöbyr, sem framboö hans hefur fengiö á siöustu vikum,—ge Páll A. Pálsson: Gifta hefur jafnan fylgt störfum hans Vér Islendingar erum kosn- ingaglöö þjóð. Kosningar af ýmsu tagi taka hug margra og ómældur er sá timi, orka og fjdrmunir sem variö er í kosn- ingaþras. 1 kosningaumræðum hér á landi eru gifuryrðin óspart not- uð og ásakanir og óhróöur stundum svo hatrammur aö seint eða aldrei grær um heilt, svo sem fjölmörg dæmi sanna. Oft virðist návigið þeim mun heiftugra sem fámennið er meira. Sumir telja þetta þjóðarsport, fleiri munu þó telja það þjóöar- löst og er senn mál aö linni. Nú fara forsetakosningar I hönd. Frambjóðendur eru fimm valinkunnir menn. Allir munu þeir hafa óskað eftir þvi að þessi kosningabarátta verði háð með drengilegum hætti. Þá ósk ættu allir kjósendur að taka til greina, hvaða frambjóð- anda sem þeir styðja og gæta þeirrar hófsemi að allir megi skilja sáttir og ósárir að loknum leik. Þegar ég hafði veður af þvl á liönum vetri, aö Pétur J. Thor- steinsson, sendiherra hefði látið til leiðast að vera i kjöri viö fyrirhugaðar forsetakosningar, taldi ég þaö góðar fréttir. Astæðan var sú að hann þekki ég að góðu einu siðan við sátum I sama bekk i sex ár. Aldrei kynnast menn betur eöa nánar heldur en á æskuár- unum, þegar menn segja hug sinn allan um menn og málefni, opinskátt og umbúöalaust. A þessum umbrotaárum kynntist ég Pétri vel, ljúf- mennsku hans, hjálpsemi og gáfum. Siðan hafa vegir Péturs legið viða bæöi hér heima og erlendis. 1 mörgum þjóðlöndum hefur hann dvaliö, sem fulltrúi þjóðar sinnar, og jafnan hefur gifta fylgt störfum hans. Þaö hefi ég fyrir satt að fáum sé sýnna um en Pétri að finna lausn á viðkvæmum og vanda- sömum ágreiningsmálum. Ég er þeirrar skoöunar aö störf Péturs og starfsreynsla verði honum gott vegarnesti á Bessastööum. Þvi óska ég honum sigurs i forsetakosningum þeim sem framundan eru. Páli A. Páisson. Veljum Pétur forseta - Hann er vandanum vaxinn Auglýsing

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.