Tíminn - 04.05.1980, Blaðsíða 11
Sunnudagur 4. mai 1980
11
Félagslegur þroski fólks þróast
ekki sist við nám. Og að geta tjáö
sig á erlendu máli, er þvi að verða
æskilegt fyrir svo að segja hvern
mann.
1 sveit eru kynslóöaskiptin lika
aö verða örari, og er þá nauðsyn-
legt fyrir fullorðið fólk að hafa
þekkingu á fleira en sveitastörf-
um. Ef það flytur i þéttbýli, á það
þá léttara með að aðlagast
breyttum aðstæðum.
Konur i sveit hafa nú loksins
öðlast réttindi til að ganga i sin
eigin stéttarfélög, þ.e.a.s.
búnaðarfélögin innan heima-
sveita sinna, sem er frumeining i
kjarabaráttu þeirra eða ætti að
vera það.
Þaö er þó alls ekki komið á
hreint, aö minu viti, hvað langt
við höfum rétt til að ganga 1 þeim
félagsskap í sambandi við at-
kvæðisrétt og fleira. Enn fer þaö
vist eftir lögum hvers og eins fé-
lags, hvernig sem á þvi getur
staðið.
Það hafa mjög fáar konur
gengið i búnaöarfélögin siðan þær
fengu tilþessrétt, og er mér sagt,
aðhér á Austurlandi séu mest ein
eða tvær i félagi og i mörgum
engin.
Við ættum að fjölmenna i félög-
in og rey na svo innan þeirra að fá
lögunum breytt, svo að við séum
fullgildir félagar. Viö höfum þó
málfrelsi á fundunum og gætum
beðið um endurskoðun á lögum
þeirra félaga, sem meina okkur
fullkomin réttindi.
Efvið erum efinsum, hvaða er-
indi við eigum i búnaöarfélögin,
finnst mér upplagt, aö t.d. kven-
félög hreppanna fengju ráðu-
nauta viðkomandi svæðis til að
koma á fund til sin og skýra frá,
hvernig búnaöarfélagsskapurinn
er uppbyggður og hvert gagn við
gætum haft af þvi að vera i hon-
um. Ráöunautarnir eru einmitt
ráögjafar bændastéttarinnar, og
ætti að vera sanngjarnt, að viö
nytum fræðslu þeirra I þessu efni.
Mig langar til aö draga fram
dæmi um það, hvað við gætum
e.t.v. leiörétt i samstöðu hver við
aðra.
1 nýrri skýrslu um búreikninga
frá biíreikningastofu land-
búnaðarins, sem rekin er af
Búnaöarfélagi Islands, sá ég
óréttlæti, að mér fannst, varðandi
mat á vinnu húsmæðra i sveit. 1
meðaltali 152 búa, sem meðaltal
vinnu er reiknað út frá, kemur
fram, að meðalvinna húsmæðra
er 818,6 klst., en aftan við þessar
upplýsingar er bætt: ,,en nokkrir
bændur eru ókvæntir”.Sem sagt:
Á þessum 152 búum gætu e.t.v. 20-
30 piparkarlar búið og vinnu hús-
mæðra þá ofureinfaldlega deilt
ofan á þá lika. Það táknar þá, að
meðaltal vinnustunda okkar
lækkar sem þvi nemur.
Ef við lltum betur i kringum
okkur, sjáum við, að i verðlags-
grundvellinum eru okkur áætlað-
ar 800 klst, til kaups á ári fyrir
vinnu viö búið. Þetta eru likar töl-
ur og býst ég við, að sexmanna-
nefnd, sem ákveður fjölskyldu-
tekjur, hafi hana til viðmiðunar.
Sjáum við, að væri okkur ekki
deiltniður á t.d. 20-30 piparsveina
væriþetta e.t.v. 950-1000 klst, sem
okkur væru reiknaðar til kaups.
Annað dæmi úr sömu skýrslu.
Þar stendur: „Vinna, sem hús-
freyja skrifar á heimili, er ekki
tekin með.”
Stéttarsamband bænda hefur
óskað eftir, að gerð veröi leiðrétt-
ind á þessu atriöi og fram komi
vinna við þjónustu starfsfólks
búsins.
Ekki hefur ennþá verið reynt að
verða við þeirri beiðni, þvi að
erfitt er að setja reglur þar um.
„Æskilegt væri, að sexmanna-
nefnd setti fram reglur um,
hvernig skuli skrá þá vinnu”.
Þarna er sennilega átt við þjón-
ustu á unglingum, sem fengnir
eru til hjálpar viö búskapinn, og
þá einnig smiði og annað verka-
fólk, sem oft er margt af, ef um
framkvæmdir er að ræöa á búinu.
Konur hafa ekki fengiö að skrá
þá vinnu, sem innt er af hendi við
heimilishald vegna þessa fólks.
Sem sagt: Það er sexmanna-
nefnd, sem er skipuð þrem bænd-
um og þrem neytendum, sem
þessu á að ráða. Þarna sjáum viö,
að þaö eru raunverulega neytend-
ur, sem ráða þvi, hvort við fáum
eða fáum ekki kaup fyrir vinnu
okkar. Svo væri ekki, ef viö ynn-
um þessa sömu vinnu fyrir aðra
(sjálfskaparviti eða hvað?).
Reynum sameiginlega að leið-
rétta það misrétti, sem hér var á
minnst. Það getum við best gert
gegnum stéttarfélag okkar.
Sveitakonur mega ganga i
verkalýðsfélög. En það er tak-
markað gagn, sem þær hafa af
þvi, þar sem litla sem enga vinnu
er að fá, sem þær gætu sótt að
heiman, nema kannski sláturhús-
vinna á haustin, þar sem þannig
hagar til, og er hún umsetin.
Ekki getum við heldur notiö at-
vinnuleysisbóta, ef enga vinnu er
að fá, þvi að þær 800 klst., sem
okkur er ætlað kaup við búið, geta
ekki reiknast inn i þær 1032 klst,
sem viökomandi þarf að hafa
unniðtil þess að fá atvinnuleysis-
bætur. En það kemur til af þvi, að
bændur borga ekki i atvinnu-
leysistryggingarsjóð. Ef svo heföi
verið, hefðu þær konur, sem á
annað borð kæmust að heiman,
getað notið atvinnuleysisbóta, ef
þærhefðútil dæmis notiövinnu að
haustinu, sem er, að þvi ég held,
tryggingarskyld vinna.
Þetta er sett fram hér ekki sist
til þess að sýna fram á, hvað
nauðsynlegt það er að bæta úr at-
vinnumálum sveitakvenna, sem
þurfa ekki siöur en annaö fólk að
geta aflað sér tekna, ef þær vilja.
Það er þvi brýnt að bæta úr
þessu straxmeð t.d. smáiðnaði og
hliðra jafnvel þannig til, að þær
konur, sem lengst þyrftu að sækja
þá, vinnu gætu fengið heimaverk-
efni I sambandi við hana.
Sveitakonur hafa af þessum
sömu áðurgreindu ástæðum,
varðandi tryggingarskylda
vinnu, ekki enn fengið rétt til
fæðingarorlofs, þótt þær séu ekki
siður en aðrar konur iðnar við að
fjölga Islendingum. I sveit þyrft-
um við helst að eiga ein tólf börn
hver, ef viö ætluöum að njóta
hjálpar þeirra á unglingsárunum,
þviaöeftir aöþaueru 16 ára, geta
bændur ekki greitt þeim kaup,
nema að f jölga á búinu um helm-
ing, þvi að enginn getur greitt
kaup af þeim tekjum, sem einum
er ætlað að lifa af, þ.e. af meðal-
búi.
AB lokum eru hér nokkur atriði
til umhugsunar:
1. Vitið þið, aö vinna 12 ára barna
er metin meira en fimm sinnum
verðminni en vinna fullorðins
manns i' sveit, þó svo að i flestum
tilvikum sé vinna þeirra þannig,
að ef börn væru ekki til staðar,
ynni fulloröinn hana á sama eöa
mjög svipuðum tima?
2. VitiB þið, að 16 ára unglingur er
metinn sem fullorðinn maöur,
hað kaup varðar, en i sveit er
hann það ekki?
3. Hafið þið tekið eftir, að flestall-
ar landbúnaðarvörur kosta það
sama, hvar sem er á landinu, og
ef þannig væri með allar aörar
vörur, væri misréttið strax
minna?
4. Vitið þið, að sveitafólk hefur
sjaldan tök á þvl að fara i sumar-
fri, en gæti það hæglega, ef sam-
vinna væri betri og einlægari
milli nálægra búa, þannig ef fólk
passaöi bústofninn hvaö fyrir
annað af nálægum bæjum, ætti að
vera hægt að fara i sumarfri að
minnsta kosti annað hvert ár?
Sums staöar er það lika svo.
5. Höfum við athugaö, að e.t.v.
gætu sumar sveitakonur tekið að
sér að passa börn þess þéttbýlis-
fólks, sem ekki fá t.d. barna-
heimilispláss, en þyrftu þess
nauðsynlega?
6. Vitið þiö, að leyfileg verslunar-
álagning er mun hærri á kven-
fatnað en á annan fatnað?
7. Höfum við hugsað út i, hvaö
gerðist, ef við ælum drengi og
stúlkur upp viö sömu leiki og störf
á heimilum og þau fengju sams
konar kennslu I verklegum grein-
um I skólum? Gæti þá verið, að
þegar þau börn verða uppkomin,
þyrfti ekki að halda svo nauösyn-
legan fund sem þennan um sama
málefni?
Að siðustu þetta:
Þegar ég fékk bréf með beiðni
um að ræða hér málefni sveita-
kvenna, langaði mig til þess. En
þaö var annaö verra, það var að
þora.
Hingaö kom ég svo ekki sist
vegna þess, aö bóndi minn gerði
allt, sem hann gat til að telja i
mig kjarkinn..
Hann sagði: Reyndu, blessuð
hertu þig upp, drifðu þig. Þú get-
ur þetta, bara ef þú vilt, og færö
þálikaútrásfyrir allt rausið,sem
hingað til hefur dunið á mér.
Sem sagt vegna þess hafiö þið
heyrt þessaklausu mina, og vil ég
þakka ykkur þolinmæðina.
E.A.
Samanburöur Ókeypis byggingabók
Lauslegir útreikningar og saman- Ef þú fyllir út svarseðll og sendir
buröur á verði og byggíngartíma, okkur, munum við senda þér
hefur hvað eftir annað leitt i Ijós ókeypis eintak af bókinni um hæl.
kosti húsanna frá Siglufirði. 110mz „Nýtt hús á nokkrum dögum*1 er
einbýlishús hefur ekki veriö dýrara rúmlega 50 síður í stóru broti, með
en 4, herb. ibúð í fjölbýlishúsi. 48 tillöguteikningum af einbýlis-
húsum, og ýmsum upplýsingum.
Gæði Þú getur einnig fengið eintak með
Húseiningar h.f. á Siglufiröi hafa því að hafa samband við söluskrif-
umfram allt fengið orð fyrir efnis- stofu okkar i síma: 15945.
gæði og vandaða framleiðslu.
Margvislegar teikningar, sem laga
má að hugmyndum hvers og eins,
ásamt öllum upplýsingum fást í
bókinni „Nýtt hús á nokkrum
HUSEININGARHF
Heimilisfang:
, Póstnr.: Sími:
dögum".
SVARSEÐILL
Vinsamlega sendið
mér eintak
af bókinni, mér að
kostnaðarlausu! Na‘n-
I
/
HURÐA-
HLÍFAR
EIR - MESSING - STÁL
Hringið og við sendum pöntunarseðil með teikningum
fyrir mðltöku.
BIIKKVER
Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040.
BIIKKVER
SELFOSSI
Hrismýri 2A - 802 Selfoss - Slmi: 99-2040.
Fra 5 ára
frá 9 ara
fjölskyldu
59.250,
77.070,
67.560,-
Reykjavikurvegi
60
Póstsendu
m
87
Sim
44
Musik
a
Sport
28
87
S
im