Tíminn - 04.05.1980, Qupperneq 32
FIDELITY
HLJOMFLUTNINGSTÆKI
Pantið myndalista.
Sendum í póstkröfu.
<LlhNVAI Vesturgötu II
*AA/Il WML simi 11600
Auglýsingadeild
Tímans.
Sunnudagur 4. maí 1980
Bleikjutjörnin á Höfðabrekku i Mýrdal:
Bóndinn
mataði
skordýrife
á tjarnar™
bakkanum,
og lét
síðan
seiði
ala önn
fyrir
sér sjálf
JH — Ég hófst sfðastur handa
okkar grannanna um mfna tjörn,
sagöi Jóhannes bóndi Kristjáns-
son á Höfðabrekku, er Tfmlnn átti
tal viö hann um fisktjarnirnar,
sem geröar hafa veriö á þessum
slóöum siöustu árin. Samt er ég
búin aö fá góöa bleikju, afbragös
matfisk.
Frá þessari nýbreytni mýr-
dælsku bændanna, sem nú eru
farnir aö fóstra bleikju I tjörnum
til búsilags, er sagt á 24 siöu
blaösins i dag. Viö völdum
Jóhannes til viötals vegna þess,
aö hann greip til sérstaks úrræöis
tii þess ab auka ætiö fyrir
bleikjuna, er elia heföi ef til vill
oröiö af skornum skammti f tjörn,
er gerö var, þar sem áöur var
þurrlendi.
—Tjörnin er sennilega nokkuö á
annan hektara aö stærö, hélt Jó-
hannes áfram, og vatn fær hún úr
seytlu undan sandbakka. 1 byrjun
júlimánaöar sumariö 1978 setti ég
i hana eitt hundraö og fimmttu
bleikjuseiöi, sem munu hafa veriö
kynjuö úr Vföidalsá. Og þaö
veröur ekki annab sagt en þau
hafi dafnaö vel, þvi aö ég fékk
nær þriggja punda bleikjur i net-
stúf, sem ég fór meö f tjörnina
núna um daginn.
Þaö segir þó ekki nema stærri
bleikjur geti veriö i tjörninni, þvi
aö tilviljun var, hvaö festist i
þessu neti, sem var allt of
smáriöiö.
—Ég tek þaö fram, aö
bleikjunum I tjörninni hefur ekki
veriö gefiö nokkurt korn siöan
Tjörniná Höföabrekku, sem seiöin vorusett f sumarið 1978. Bleikjau er nú nær þrjú pund aö þyngd og bezti matfiskur. Ljósmynd: Einar
Hannesson.
þær komu þangaö. Þær hafa
gengiö þar sjálfala og bjargaö sér
aö öllu leyti án nokkurrar mat-
gjafa.
Aftur á móti geröi ég dálftiö til
þess aö hæna þar aö flugur og
önnur skordýr. Ég dreiföi hús-
dýraáburöi meö mykjudreifara á
tjarnarbakkana, og þab bar þann
árangur, aö kynstur af flugu sótti
þangaö, og þaö er efalaust, aö
bleikjan hefur notiö góös af þvi.
Aö minnsta kosti er aö sjá, aö
hana hafi neitt skort þann tima,
sem hún hefur verið f tjörninni.
—Annars var þaö fleira en
bleikjan, sem ég haföi I huga,
þegar ég bjó til tjörnina, sagöi
Jóhannes enn fremur. Þaö ber
viö, aö æöakollur eigi hreibur hér
viö og dreif um aurana, og ein
kollan kom heim til okkar. Mér
datt I hug, hvort tjörn gæti oröiö
til þess aö hæna æbarfugl aö.
Þaö fór lika svo, aö fáeinar
kollur geröu sér hreiöur á
tjarnarbökkunum I fyrrasumar,
og ég fékk smávegis af dúni i
pokaskjatta. Þetta varp var samt
allt of dreift, enda girti ég ekki af
neitt fribland handa fuglinum, og
hólma, sem er I tjörninni, hef ég
ekki enn gefiö mér tima til að
gera aðlaöandi fyrir æöarfuglinn.
Einar Hannesson hjá Veiöi-
málastofnunninni sagöi okkur, aö
þaö gegndi furöu, hversu mikið lff
væri I bleikjutjörninni á Höföa-
brekku, nú þegar á fyrstu
misserum.
—Stúdentum úr lfffræöideild
Háskólans, sem fóru austur i
fyrra til þess aö skoöa hana,
undruöust hvaö þeir fundu af líf-
verum i aöeins ársgömlu vatni.
Þetta mikla lif I tjörninni spáir
góöu um vöxt og viögang fisksins
þar, og raunar er hann sjálfur
órækastur vitnisburöurinn, sagöi
Einar.
Fleiri og fleiri fá sér
TIMEX8
mest selda úrið
Vantax ykkur innihurðir?
HÚSBYGGJENDUR
HÚSEIGENDUR
Hafið þið kynnt ykkur
okkar glæsilega úrval af
INNIHtlRÐUM?
Hagstæðasta verð og
GREIÐSLUSKILMÁLAF
Trésmiðja
Þorvaldar Ólafssonar h.f.
Iðuvöllum 6, Keflavik
Sími: 92-3320
|lisiii|i|í|miai