Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 4
Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum í gær á ríkisráðs- fundi á Bessastöðum. Fyrr um daginn sat fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum. Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman fimmtudaginn 31. maí. Sjö ráðherrar af tólf hurfu í gær úr embætti, en fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokks halda áfram í sínum ráðuneytum. Aðeins einn ráðherra Sjálfstæðisflokks, Sturla Böðvarsson, lætur af ráðherraembætti. Hann verður forseti Alþingis þegar þing kemur saman. Ráðherrar í fráfarandi ríkisstjórn snæddu ásamt mökum hádegisverð í boði forseta Íslands á Bessastöðum að loknum fyrri ríkisráðsfundi dagsins. Fráfarandi ráðherrar Framsóknarflokksins mættu svo nýjum ráðherrum Samfylkingarinnar í dyrunum á Bessastöðum þegar samfylkingarfólk var á leið til síðari ríkisráðsfundarins. Að loknum ríkisráðsfundinum héldu nýbakað- ir ráðherrar í ráðuneyti sín, þar sem þeir hittu fráfarandi ráðherra og tóku við lyklavöldum í ráðuneytunum. Ný ríkisstjórn tekin við Stjórnarskipti urðu á landinu í gær þegar stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við af stjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. Nýir ráðherrar tóku við lyklum að ráðuneytum sínum seinnipart dags. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms í máli Öryrkjabandalagsins á hendur íslenska ríkinu og sýknaði ríkið. Öryrkjabandalagið hafði krafist viðurkenningar á samkomulagi við ríkið um tvöföldun grunnörorkulíf- eyris þeirra sem metnir eru 75 prósent öryrkjar eða meira. Þá krafðist Öryrkjabandalagið viðurkenningar á því að íslenska ríkinu bæri að greiða sérhverjum öryrkja nánar tilgreindar skaða- bætur í samræmi við ofangreinda kröfu. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ekki þótti sannað að Öryrkjabandalagið hefði komist að slíku samkomulagi við ríkið. Ríkið sýknað í hæstarétti Um þriðji hver kynferðisbrotamaður sem kemur við sögu Barnahúss er undir átján ára aldri, að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Í ársskýrslu Stígamóta segir að tölur um gerendur sýni að það sé næsta algengt að ungir piltar beiti sér yngri börn kynferðisofbeldi. Árið 2006 voru 59 af 365 gerendum sem skráðir voru hjá Stígamótum yngri en átján ára. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir vert að benda á að ekki sé um saklausa leiki barna að ræða heldur ógnandi og meiðandi ofbeldi. Tveir piltanna hafi verið sagðir sekir um nauðgun. Bragi segist hafa orðið var við fjölgun meðal ungra gerenda á síðustu árum. Hann telur ekki ólíklegt að vaxandi klámvæðing kunni að vera hluti af skýringunni. „Barnaverndarstofa hefur á undanförnum árum lagt fram tillögur til félags- málaráðherra um meðferð fyrir unga gerendur en því miður hafa þær ekki náð fram að ganga. Við höfum fylgst mjög grannt með þessari þróun og teljum að nú sé svo komið að allt að þrjátíu ungir einstaklingar þurfi á meðferð að halda á ári vegna kynferðisbrota sem þeir hafa gerst sekir um,“ segir Bragi Guðbrandsson. Tveggja hreyfla einkaflugvél á leið frá Grænlandi hlekktist á í lendingu og hafnaði utan flug- brautar á Reykjavíkurflugvelli á miðvikudagskvöld. Tveir flugmenn, sem voru einir um borð, sluppu ómeiddir. „Þegar vélin gerði sig líklega til lendingar sá ég að annar hreyfill- inn var stopp,“ segir Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem varð vitni að atvikinu. Við lendingu brotnaði annað afturhjólið og því lagðist flugvél- in á hliðina og beygði þar með út af brautinni. Þorkell Ágústsson hjá Rann- sóknarnefnd flugslysa segir atvikið flokkað sem flugslys. Aðalhjól gaf sig í lendingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.