Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 8

Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 8
 Hver er nýr formaður Fram- sóknarflokksins? Hverjir eru tengdafeðgarnir sem setjast nú á þing? Hver skoraði bæði mörk AC Milan þegar liðið bar sigurorð af Liverpool og varð Evrópu- meistari? Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, en þeir mega þó aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Leita skal til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan, Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ. PRÓFAÐU NICOTINELL NIKÓTÍNTYGGIGÚMMÍIÐ. SAMA GÓÐA BRAGÐIÐ, NÚ Í NÝJUM PAKKNINGUM. FÆST MEÐ ÁVAXTA-, MINTU-, LAKKRÍS- OG NIKÓTÍNBRAGÐI. NJÓTTU LÍFSINS ÁN SÍGARETTUNNAR www.hi.isÍSL E N S K A /S IA .I S /H S K 3 75 87 0 5/ 07 LÍFEINDAFRÆÐI LÆKNADEILD Umsóknarfrestur um nám við Háskóla Íslands veturinn 2007–2008 er til 5. júní. Sjá nánar á www.hi.is Viltu verða lífeindafræðingur? Þú getur orðið það í Háskóla Íslands Lífeindafræðingar hljóta menntun sína í Geisla- og lífeindafræðiskor Læknadeildar Háskóla Íslands. Lífeindafræðingar starfa á rannsókna- stofum heilbrigðistofnana og annars staðar þar sem rannsóknir í líf- og læknavísindum eru stundaðar. Lífeindafræði er fjölbreytt grein sem gefur mikla möguleika á spennandi störfum og framhaldsmenntun víða um heim. Sjá nánar á www.laeknadeild.hi.is Naumur meirihluti 32 þingmanna af 63 er vart starf- hæfur meirihluti lengur, að mati Guðna Th. Jóhannessonar, sagn- fræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík. Hann segir óstýriláta þingmenn og fjarvistir þingmanna meirihlutans helstu ástæðurnar fyrir því að stjórnmálaleiðtogar forðist nú að mynda stjórnir með eins manns meirihluta. Guðni fjallaði um stjórnarskipt- in í gær í sögulegu ljósi í fyrir- lestri á vegum Félags stjórnmála- fræðinga í Háskóla Íslands í gær. Hann talaði meðal annars um aðdraganda samstarfs Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar, en um tíma virtist sem Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur næðu að halda stjórnarsamstarfinu áfram með eins þingmanns meirihluta. „Þótt það sé auðvitað enn þannig, tæknilega séð, að ríkisstjórn geti setið með 32 þingmenn, þá hafa ráðamenn komist að þeirri niður- stöðu núna þrjú skipti í röð að það dugi ekki í raun,“ sagði Guðni eftir fyrirlesturinn. Hann segir hættuna við svo tæpan meirihluta þá að einstakir þingmenn geti verið óstýrlilátir, og í raun haldið stjórnarsamstarf- inu í gíslingu. Svo sé það einnig vandamál að þingmenn séu svo mikið á ferð og flugi að erfitt geti reynst að skipuleggja atkvæða- greiðslur á Alþingi þannig að meirihlutinn hafi örugglega fleiri þingmenn í salnum en stjórnar- andstaðan. „Niðurstaðan er sú að þótt ein- hverjir tveir flokkar nái 32 manna meirihluta í framtíðinni þá sé það afar ólíklegt að menn telji það vænlegan fyrsta kost. Menn kom- ust að þeirri niðurstöðu, líkt og núna, að eins manns meirihluti sé afar ótraustur, og leita skuli allra annarra leiða fyrst, áður en menn sættast á þá niðurstöðu,“ segir Guðni. Eins manns meirihluti er of ótraustur Óstýrilátir þingmenn og vandi við atkvæðagreiðsl- ur vegna fjarvista þingmanna gerir það að verkum að ríkisstjórnir með eins manns meirihluta heyra líklega sögunni til. Eins manns meirihluti er of ótraustur segir Guðni Th. Jóhannesson. Hæstiréttur hefur mild- að dóm yfir rúmlega þrítugum manni, Adam Baranowski, sem þröngvaði þrettán ára gamalli stúlku til kynferðismaka við sig í janúar 2005. Héraðsdómur Suður- lands dæmdi manninn í átján mán- aða óskilorðsbundið fangelsi í desember, en Hæstiréttur hefur mildað dóminn í fimmtán mánuði. Misnotkunin átti sér stað í her- bergi á gistiheimili, þar sem stúlk- an horfði á sjónvarpið ásamt kær- asta sínum, vini hans og þeim dæmda. Þegar þau voru skilin eftir ein í herberginu hélt maður- inn að henni sterku áfengi og fékk hana til að drekka það þannig að hún fann fyrir ölvunaráhrifum. Hann hóf þá að klæða hana úr föt- unum og hækkaði í sjónvarpinu til að ekki heyrðist í henni. Stúlkan reyndi að komast undan en hann hélt henni niðri, kyssti hana á munninn, brjóst og kyn- færi, setti fingur upp í leggöng hennar og lét hana snerta getnað- arlim sinn. Maðurinn neitaði sök. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa veitt stúlkunni áfengi, þar sem hún var undir lögaldri. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlk- unni 700 þúsund krónur í miska- bætur, en héraðsdómur dæmdi hann til greiðslu 900 þúsund króna. Málið dæmdu Gunnlaugur Cla- essen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Fjögurra ára drengur ók á tvo bíla á höfuðborg- arsvæðinu á þriðjudaginn. Móðir drengsins hafði skroppið frá og skilið hann einan eftir í bílnum sem var í gangi á bílastæði. Á meðan móðirin var í burtu fiktaði barnið í búnaði bílsins með þeim afleiðingum að hann rann af stað og rakst á tvo kyrrstæða bíla. Drenginn sakaði ekki og skemmdir á bílunum voru minni háttar. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar, segir að lögreglan verði oft vör við að börn séu skilin eftir í bílum í gangi, en slíkt sé oftast gert í hugs- unarleysi. Fjögurra ára ók á tvo bíla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.