Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 22

Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 22
fréttir og fróðleikur Tryggir friðsamlega notkun kjarnorkunnar Bóta- og tryggingasvik eru staðreynd á Íslandi og auðgunarbrot starfsmanna í heilbrigðiskerfinu eru það einnig. Fyrir vikið mæta lífeyrisþegar og öryrkjar tortryggni í samfélaginu og því bitna svikin á þeim sem síst skyldi. Tryggingastofn- un ríkisins gekkst í vikunni fyrir alþjóðlegri ráðstefnu þar sem þess var freistað að svara spurningunni hvort misnotkun ógni velferðar- kerfinu í heild sinni. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins (TR), segir að alþjóðleg ráðstefna um bóta- og tryggingasvik marki upp- haf baráttu stofnunarinnar gegn slíkum svikum hér á landi. Þar er horft til reynslu Evrópuþjóða sem á undanförnum árum hafa lagt aukna áherslu á eftirlit með góðum árangri. Að mati forstjóra TR er engin ástæða til að halda að trygg- ingasvik og auðgunarbrot heil- brigðisstarfsmanna séu minni hér á landi en í nágrannalöndum en umfang slíkra svika hér á landi er óþekkt. Í Evrópu hefur hins vegar komið í ljós að svikin eru margfalt umfangsmeiri en talið var og að tryggingasvikarar láta einskis ófreistað í viðleitni sinni að svíkja út fé. Dæmi sanna að Ísland er engin undantekning hvað það varðar. Skipulögð svikastarfsemi er við- kvæmt mál. Sú hætta er alltaf til staðar að einstök dæmi um bóta- og tryggingasvik séu yfirfærð á hópa fólks eða heilbrigðisstéttir í heild sinni. Því leggja starfsmenn TR á það ríka áherslu að umræðan um þessi mál hérlendis endurspegli þá staðreynd að svikin eru bundin við fámennan hóp. Eitt megin- markmið TR er að verja heiður þeirra sem sannarlega þurfa á aðstoð að halda, því vitað er að öryrkjar og lífeyrisþegar þurfa að sitja undir neikvæðri umræðu og tortryggni. Það sama á við um heilbrigðisstéttir sem eru tor- tryggðar að ósekju vegna fram- ferðis einstakra manna úr þeirra röðum. Gunnar Þ. Andersen, forstöðu- maður eftirlits TR, leggur á þetta ríka áherslu en í erindi sínu á ráð- stefnunni tiltók hann dæmi um mjög gróf brot íslenskra heil- brigðisstarfsmanna. Þar nefndi hann tannlækni sem sendi yfir hundrað reikninga til stofnunar- innar vegna meðferðar á nær tannlausum sjúklingi og annað um tannlækni þar sem meira en helm- ingur þeirra reikninga sem hann sendi inn á margra ára tímabili var tilhæfulaus. Einnig hafa lækn- ar og sjúkraþjálfarar reynt að fá greiðslu fyrir rannsóknir á látnum einstaklingum. Umrædd svik virða heldur engin landamæri og því hafa Íslendingar fengið að kynnast. TR hefur fengið falsaða sjúkrareikninga senda frá útlönd- um. Annað vaxandi vandamál í Evrópu eru svik þar sem reynt er að fá greiddar bætur fyrir ein- staklinga sem ekki eru til. Slíkt hefur ekki komið upp hér á landi svo vitað sé en mýmörg dæmi eru um slíkt í Noregi og Svíþjóð. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, hélt erindi þar sem hann tók sem dæmi að ef svik hérlendis eru eins umfangsmikil og í mörgum Evr- ópulöndum, sem hann taldi ekki ólíklegt, þá jafngildir sú upphæð því sem varið er árlega til sam- göngumála eða reksturs Háskóla Íslands á hverju ári. Gífurlegir hagsmunir eru því augljóslega því fylgjandi að koma böndum á svik- in, ef sannað verður að þau séu jafn umfangsmikil og grunur leik- ur á. Til almannatrygginga teljast lífeyris-, sjúkra- og slysatrygging- ar og þegar haft er í huga að útgjöld TR á árinu 2006 námu um 75 milljörðum króna þá sýnir reynsla annarra þjóða að bóta- og tryggingasvik hérlendis nema að líkindum hundruðum milljóna króna á hverju ári. Í erindum erlendra gestafyrirles- ara á ráðstefnu TR kom berlega í ljós að bóta- og tryggingasvik eru litin svo alvarlegum augum að talið er að kerfisbundin svik grafi undan tiltrú almennings á velferðarkerf- inu og vilja til að standa undir kostnaði vegna þess. Opin umræða fer fram um vandann í Noregi og Svíþjóð en þessu er öðruvísi farið hérlendis og í Finnlandi. Norðmenn og Svíar tala um þjófnað en við og frændur okkar Finnar um sjálfs- bjargarviðleitni, eins og einn fyrir- lesari orðaði það. Hugarfarsbreyting er nauðsyn- leg, segir forstjóri TR og fer fram á auknar heimildir til eftirlits. Aðrir telja óraunhæft að setja á fót „tryggingalögreglu“ hér á landi því kostnaður við eftirlit sé líklegur til að verða meiri en end- urheimtur glataðra fjármuna. Svo er sá hópur sennilega fjölmenn- astur sem kallar eftir einföldun á regluverki opinberrar stjórnsýslu og að réttindi og skyldur borgar- anna séu ræddar í samhengi. Svik geta ógnað velferðarkerfinu Greining er lykillinn Rekstrarvörur 1982–200725ára R V 62 31 Expertinn frá Dreumex – engin vettlingatök við óhreinindin Expert frá Dreumex Áhrifaríkt handþvottakrem Virkar vel á smurningu, hráolíu, bremsuvökva, sement og önnur óhreinindi. Fáanlegt í handhægum 2,7 ltr. brúsa með dælu. Örkorn í stað leysiefna Húðvænt og rakagefandi Kynningarverð 1.230 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.