Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 56
hús&heimili
ástin til bókmennta varð Alfredo Häberli innblástur í hönnun þess-
ara fallegu bókahillna fyrir húsgagnaframleiðandann Quodes. Hái guli
turninn heitir Empire en breiðari hillurnar Patterns. Alfredo Häberli
er fæddur í Buenos Aires í Argentínu árið 1964. Í dag býr hann í Sviss
þar sem hann starfar sem hönnuður fyrir fyrirtæki á borð við Alias,
Camper, Iittala, Kvadrat, Luceplan, Moroso and Volvo.
ÍTALSKI HÖNN-
UÐURINN FABIO
NOVEMBRE hann-
aði þennan fallega sýn-
ingarsal í Berlín fyrir
fyrirtækið Bisazza,
sem er leiðandi í sölu
mósaíkflísa. Salurinn er
einstaklega fallegur og
vel þess virði fyrir ferða-
menn að líta þar inn
ef þeir eru staddir í ná-
grenninu. Salurinn er
við Kantstraße 150 í
Berlin.
mósaík
hönnuður
ROSS LOVEGROVE fæddist í Wales árið 1958. Hann lauk masters-
námi frá konunglega listaháskólanum í London árið 1983. Snemma á ní-
unda áratugnum starfaði hann fyrir fyrirtækið Frog Design í Þýskalandi
að verkefnum á borð við vasadiskó fyrir Sony og tölvur fyrir Apple.
Hér eru tvö verka Lovegroves. Annað er lampinn Fluidium sem byggir
á hinum klassíska lava-lampa en settur í nútímalegt form. Lampi
Lovegroves er mun stærri en venjulegur lava-lampi og því mikil-
úðlegur á að líta. Lampinn er framleiddur af Mathmos
í London sem hannaði einnig upphaflega hinn
klassíska lava-lampa.
Go-stóllinn er nútíma-
legur, flottur og þægilegur
og einkennandi fyrir hönnun
Ross Lovegrove. Stólinn er
léttur og hægt er að stafla
Go-stólunum.
Ástin til bókmennta
Bókahillur Alfredo Häberli minna á býflugnabú en form þeirra er óhefðbundið.
25. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR12