Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 68

Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 68
BLS. 20 | sirkus | 25. MAÍ 2007 Þ etta er búið að vera strembið þó skemmtilegt og ég er alveg tilbúin að fá smá frí núna loksins þegar fer að koma að því,“ segir Eva Sólan, sem útskrifast með BS í viðskiptalögfræði frá Viðskipta- háskólanum á Bifröst í sumar. Eva tók námið á aðeins tveimur árum og er því búin að vera að læra á sumrin líka. „Ég hef því ekkert verið að vinna á sumrin nema í þulunni því það hefur verið nóg að gera í skólanum,“ segir hún brosandi og bætir við að henni hafi gengið mjög vel. „Námið á Bifröst er mjög skemmtilegt og byggist bæði upp á einstaklingsvinnu og samvinnu en kennslan sjálf er í formi fyrirlestra og við höfum einnig fengið góða reynslu í að standa upp og tala fyrir framan fólk,“ segir hún en viðurkennir að það hafi ekki verið mikið mál fyrir hana enda vön að kynna sjónvarpsdagskrána fyrir alþjóð. Eva er frá Reykjavík og hafði ekki áður prófað að búa úti í sveit. „Mér finnst mjög gott að vera hér í rólegheitunum enda engin truflun. Hér eru allir að vinna að sínu og ekki mikill tími afgangs. Ég vissi ekki hvernig sveitin ætti við mig en rólegheitin fara vel í mig. Ég vissi ekki að ég væri svona sveitó,“ segir hún hlæjandi en bætir við að hún keyri til Reykjavíkur að minnsta kosti aðra hverja helgi. Þulan eins og saumaklúbbur Eva var að setjast aftur á skólabekk eftir tíu ára fjarveru. Hún segist virkilega hafa þurft að setja sig í stellingar og læra aftur að læra. „Ég lærði leikgerðahönnun í Englandi á sínum tíma en einn daginn kom að því að ég vildi fara að sjá hærri tölur á launaseðlinum. Þulustarfið hefur alltaf verið aukastarf. Flestar okkar eru með háskólapróf og vinna þetta með annari vinnu eða námi. Þetta hefur verið góður tími. Það ríkir góður andi á RÚV og að fara í vinnuna hefur stundum verið eins og að fara í saumaklúbbinn,“ segir Eva. „Vonandi fæ ég það góða vinnu að ég þarf ekki lengur að taka aukavinnu,“ segir hún en Eva er þó ekki hætt að læra. „Ég ætla að halda áfram og taka næst master í lögfræði á Bifröst sem einnig er heilsársnám. Síðan finn ég mér vonandi starf sem lögfræðingur í framtíðinni.“ Eva tók part af náminu í Shanghai og segir þá lífsreynslu ógleymanlega. „Mer finnst gífurlegur kostur að skólinn skuli bjóða upp á jafn mikið úrval af skiptinámi og raun er, enda öllum hollt að víkka sjóndeildarhringinn af og til.“ Aldur skiptir ekki máli Eva er ekki búin að skipuleggja sumarfríið sitt en ætlar að skella sér í útskriftarferð með skólafélögum sínum. „Félagsskapurinn hér á Bifröst er frábær og mjög fjölbreytt- ur. Hér eru krakkar sem eru nýkomnir úr menntaskóla og aðrir sem hafa verið úti á atvinnumark- aðnum. Í fyrstu leitaði ég til þeirra sem voru á mínum aldri en smám saman lærði ég að aðrir hefðu líka margt til málanna að leggja. Aldur skiptir ekki máli heldur persónan og hvernig fólki tekst að vinna saman. Ég er búin að eignast góða vini hérna og af þeim eru einstaklingar sem ég hélt að ég ætti enga samleið með og hefði sennilega aldrei kynnst nema við þessar aðstæður. Ég ætlaði mér reyndar ekkert sérstaklega að kynnast fólkinu hérna, stefndi bara á að taka námið á tveimur árum og byrja svo að vinna. Þetta var eitthvað sem ég ætlaði að rimpa af en svo hef ég kynnst fullt af góðu fólki,“ segir hún en gefur ekki upp hvort ástin sé í loftinu. Aðspurð hvað draumaprinsinn verði að hafa segir hún að hann verði að hafa báða fætur á jörðinni. „Í stuttu máli er draumaprinsinn skemmtilegur, vel gefinn og vandaður, já og auðvitað dýravinur,“ segir hún brosandi. Þegar að því kemur að hún kveðji þulustarfið segist hún ekki eiga eftir að sakna athyglinnar. „Líf mitt snýst ekki um að vera þekkt persóna og ég réði mig ekki þetta starf vegna þess. Ég var að starfa á RÚV sem sminka og þulustarfið kom sér vel á þeim tíma. Ég hef viljað halda mig út af fyrir mig og leita ekki í athyglina og athyglin hefur minnkað mikið eftir því sem fleiri komast að í sjónvarpi. Hvað það varðar mun ég hverfa sátt af skjánum þegar þar að kemur.“ indiana@frettabladid.is EVA SÓLAN ER AÐ ÚTSKRIFAST FRÁ VIÐSKIPTAHÁSKÓLANUM Á BIFRÖST. EVA ER BORGARBARN EN SEGIR RÓLEGHEITIN Í SVEITINNI EIGA VEL VIÐ SIG. HÚN SÉ ALLAVEGA SVEITALEGRI EN HÚN HAFI HALDIÐ. STEFNIR Á LÖGFRÆÐINA Eva er ekki hætt að læra heldur ætlar að taka master í lögfræði og stefnir á að starfa sem lögfræðingur. KVEÐUR SÁTT AF SKJÁNUM REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.