Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 80

Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 80
STAR WARS FRUMSÝND „Ég varð eins og aðrir hér undr- andi á þessari niðurstöðu, ég horfði á þetta og þótti atriði okkar takast afbragðs vel. Miðað við spár um gott gengi kom þetta verulega á óvart og olli miklum vonbrigðum á mínu heimili, eins og annars staðar.“ Hundrað ár eru liðin síðan Kleppur var stofnaður á Íslandi og í tilefni af því verður efnt til hátíðarhalda dagana 25. til 27. maí. Ráðstefna um geðheil- brigðismál á Íslandi og spítalann verð- ur á meðal dagskrárliða. Óttar Guð- mundsson geðlæknir flytur erindið „Kleppur í hundrað ár“ á ráðstefnunni, en að hans sögn hafa geðheilbrigðis- mál tekið miklum framförum hérlend- is frá upphafi 20. aldar, ekki síst fyrir tilstilli Klepps. „Aðstæður geðsjúkra á Íslandi voru hörmulegar,“ segir Óttar. „Þess eru dæmi að geðsjúkir hafi verið bundn- ir niður og vistaðir í skemmum úti á landi. Oft var um að ræða sveitalimi, sem voru boðnir upp á fátækraupp- boðum og enduðu hjá lægstbjóðend- um. Meðferðin olli því að nokkrir að- ilar tóku sig saman og vöktu athygli á málinu í dagblöðum og í kjölfar skrif- anna jókst krafan um að geðsjúkrahús yrði byggt. Loks var orðið við henni árið 1907.“ Að sögn Óttars voru málefni geð- sjúkra að minnsta kosti fimmtíu árum á eftir hérlendis miðað við nágranna- löndin í upphafi 20. aldar. Voru margar ástæður fyrir því. Meðal annars hafi uppbygging samfélagsins verið langt á eftir nágrannalöndum hvað heilbrigð- isþjónustu varðar og geðheilbrigðis- mál engin undantekning frá því. „Þetta breyttist allt saman með til- komu Klepps, sem var upphaflega byggður fyrir fimmtíu sjúklinga ásamt húsnæði fyrir yfirlækninn, fjölskyldu hans og starfsfólk spítalans,“ útskýr- ir Óttar. „Hins vegar leið ekki á löngu þar til spítalinn hafði sprengt utan af sér og sjötíu sjúklingar höfðu fyllt þau fimmtíu pláss sem þegar stóðu til boða. Því var ákveðið að byggja annað hús fyrir hundrað sjúklinga árið 1920 og tók tæp tíu ár að koma því upp. Það er sú stórbygging sem hýsir stofnun- ina í dag.“ Óttar segir plássleysi hafa komið fljótlega upp og hafi það einkennt alla sögu spítalans. „Sjúklingarnir voru stundum á bilinu átta til tólf manns í stórum sal og þegar mest lét voru 320 sjúklingar á Kleppslóðinni. Þannig að oft voru gríðarleg þrengsli.“ Á þeim hundrað árum sem nú eru liðin frá stofnun Klepps, hefur rekstr- arstefnan gjörbreyst að sögn Óttars, frá því að vera heimili yfir í endur- hæfingardeild. „Áður tíðkaðist að fólk byggi á Kleppi í fjölmörg ár. Versta dæmið er sjálfsagt fyrsti sjúklingur- inn, sem lá inni í fjörutíu og átta ár! Nú er innlögn neyðarúrræði og að- eins tímabundin. Við viljum að fólk fari aftur út í samfélagið og fái heima- hjúkrun ef með þarf. Segja mætti að verið sé að færa geðlækningar aftur út í samfélagið. þannig að málin eru komin í hálfgerðan hring.“ Hjartans þakkir sendum við öllum vinum og vandamönnum fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, ömmu og langömmu, Önnu Nikulásdóttur Ólafur Reynir Sigurjónsson Brynhildur Aðalsteinsdóttir María Knútsdóttir Alf Bengtsson Tómas J. Knútsson Magga Hrönn Kjartansdóttir Björn I. Knútsson Jóna Kristín Þorvaldsdóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Agnes Guðný Haraldsdóttir Engihjalla 17, Kópavogi, lést þriðjudaginn 22. maí á Landakoti. Jarðsungið verð- ur frá Hjallakirkju föstudaginn 1. júní kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Gigtarfélagið eða Astma- og ofnæmisfélagið Ólafur Bjarki Ragnarsson Sigríður Ólafsdóttir Pétur Már Pétursson Ragnar Ólafsson Hólmfríður Jóna Guðmundsdóttir Kristinn Ólafur Ólafsson Helga Þórisdóttir Haraldur Ólafsson Helgi Ólafsson Wanpen Srima Ólafsson barnabörn og barnabarnabarn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Friðrik Jónsson frá Bolungarvík, sem andaðist 20. maí verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 29. maí kl. 11.00. Guðrún Anna Ingimundardóttir og fjölskylda. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðný Jóhannsdóttir hússtjórnarkennari, Hraunbrún 21, Hafnarfirði, andaðist á kvennadeild Landspítalans miðvikudaginn 23. maí. Berent Sveinbjörnsson Sveinbjörn Berentsson Auður Björgvinsdóttir Jóhanna Berentsdóttir Dagur Jónsson Hólmfríður Berentsdóttir Jóhann Berentsson og barnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, sonur minn, bróðir okkar og mágur, Jón Gauti Jónsson andaðist á Landspítalanum 22. maí. Útför hans fer fram frá Neskirkju í Reykjavík föstudaginn 1. júní kl 11. Jarðsett verður í Skútustaðakirkjugarði í Mývatnssveit að lokinni minningarathöfn laugardaginn 2.júní. Helga Pálína Brynjólfsdóttir Eiríkur Gauti Jónsson Jón Ásgeir Gautason Guðmundur Karl Gautason Ragnhildur Jónsdóttir Geirfinnur Jónsson Hlíf Sigurjónsdóttir Sólveig Anna Jónsdóttir Edward Frederiksen Herdís Anna Jónsdóttir Steef van Oosterhout FÆDDUST ÞENNAN DAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.