Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 82

Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 82
Oft þegar ég heyri eða horfi á frétt- ir utan úr hinum stóra heimi finn ég hvað ég er þakk- lát fyrir það hvað við höfum það al- mennt gott hérna á eyjunni okkar. Allt gengur sinn vanagang og þó að stundum geti verið svolítið dýrt að lifa eru náms- og starfsmöguleik- ar margir og flestir geta sameinað brauðstritið áhugamálum sínum. Þrátt fyrir að hafa það svona gott erum við hins vegar síður en svo laus við öll vandamál. Með aukinni velmegun koma nefnilega bara upp ný vandamál og valkvíði er til dæmis velmegunarvandamál sem hrjáir margt ungt fólk. Margir svitna hreinlega við til- hugsunina um að þurfa að velja sér eitthvert eitt nám þegar þá langar að læra allt og ekki er auð- veldara að velja á milli starfa að námi loknu. Valkvíðinn virðist þó ná há- marki þegar kemur að því að velja sér maka. Oft parar fólk sig saman tímabundið og eignast jafn- vel börn en stingur svo af áður en það festir sig alveg því það er visst um að það hljóti nú að vera einhver annar eða önnur þarna úti sem sé betri. Og þar sem við höfum það svo fínt er þetta ekkert mál því við þurfum ekkert endi- lega að eiga maka til að lifa af. Stundum hefur því hvarflað að mér að kannski væri bara ágætt ef við hefðum það ekki alveg svona gott. Þá værum við bara ánægð með þá vinnu sem byðist og það að eiga einhvern félaga í lífsbarátt- unni, án þess að velta fyrir okkur hvort að hann væri sá eini rétti. Auk þess ættum við örugglega auðveldara með að gleðjast yfir alls konar smáatriðum sem allir eru löngu hættir að taka eftir. Auðvitað væri enn betra ef fund- in yrði leið til þess að hægt væri að lifa nokkrum samhliða lífum í einu svo maður gæti gert allt sem mann langaði til án þess að það stangaðist á, en sá möguleiki býðst sennilega ekki í nánustu framtíð. Það eina í stöðunni er því að reyna að ýta kvíðanum til hliðar, taka ákvarðan- ir þegar á þarf að halda og reyna að vera bara ánægður með að liggja eins og maður hefur búið um sig. Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is Dreg i› í áskr iftar leikn um á lau gard agin n 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.