Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 86

Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 86
Esbjörn Svensson Trio er marg- verðlaunað sænskt djasstríó sem kemur fram á vegum Listahátíðar í Reykjavík á Nasa föstudags- og laugardagskvöld. Tuesday Wond- erland er þeirra tíunda og nýjasta plata, en tríóið sem er skipað píanó- leikaranum Esbjörn Svensson, bassaleikaranum Dan Berglund og trommuleikaranum Magnúsi Östr- öm er búið að vera starfandi í 13 ár og hefur smám saman verið að auka vinsældir sínar utan heimalandsins. Í dag er E.S.T. sennilega heitasta djasshljómsveit Evrópu. Það sem setur mestan svip á tón- list E.S.T. er hvað hún er opin og lif- andi. Þeir hljóma stundum eins og frekar hefðbundið píanó djasstríó, en sveigja svo fyrr en varir af leið, stundum með mjög afgerandi hætti. Fyrsta lagið á Tuesday Wonderland, Faiding Maid Preludium er gott dæmi um þetta. Það hefst á mjög fallegum píanóleik sem gæti gefið fyrirheit um huggulega og notalega djassplötu til að láta malla í bak- grunninum, en eftir tæpa mínútu breytist lagið fyrirvaralaust í há- vært rokkdjamm sem minnir helst á Sigur Rós. Styrkur plötunnar ligg- ur í því hvað hún er fjölbreytt. Hún er í senn melódísk og agressíf. Þetta eru auðvitað líka frábærir hljóðfæraleikarar. Það er unun að hlusta á píanóleik Esbjörns bæði í léttleikandi köflunum og þessum kraftmeiri og hljóðin sem Dan nær að búa til með bassanum eru lyginni líkust. Krafturinn sem E.S.T. tekst að framkalla bara með píanói, bassa og trommusetti er á köflum ótrú- legur og það verður mjög spenn- andi að heyra þá spila á tónleikun- um á Nasa. Á heildina litið er Tuesday Wond- erland fersk og lifandi djassplata. Opin og lifandi djassplata Myndlistarkonan Harpa Árnadóttir opnar sýningu í Anima Gallerí, Ingólfsstræti kl. 17 í dag. Sýningin ber heitið „Síðasta vorið“. Í tilkynningu um sýninguna kemur fram að málverkin séu eins konar ljóð í vatnslit um mörk hins innra og ytra í eilífð og andrá. Sökn- uð, gróandann og hið hverfula. Verkin á sýningunni eru flest unnin á þessu ári. Harpa Árnadóttir er menntuð frá Háskóla Ís- lands, Myndlista- og Hand- íðaskóla Íslands og Listahá- skólanum Valand í Gauta- borg, þar sem hún bjó og starfaði um langa hríð. Harpa hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum hér heima og erlendis. Þetta er nítjánda einkasýning henn- ar. Verk hennar eru í eigu safna hérlendis og ytra, meðal annars Moderna Museet í Stokkhólmi og Listasafns Íslands. Sýningin stendur til 9. júní. Hið hverfula og vorið „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is GULLHÁTÍÐ Á GAUKI Á STÖNG 23. - 27. maí Fös: Sixties kl. 21 - 04 Lau: Jet Black Joe kl. 21 - 03 Velkomin heim! Léttöl Margverðlaunaður stór Egils Gull á kr. 390 - öll kvöld.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.