Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 89

Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 89
Hljómsveitin Band nútímans, sem gerði garðinn frægan á miðjum ní- unda áratugnum, heldur endur- komutónleika í Salnum í Kópavogi 6. júní næstkomandi. „Við ætlum að vera með eina tónleika til minningar um gömlu skiptistöðina sálugu í Kópavog- inum, þar sem allir unglingar í Kópavogi hengu, góðir og slæmir,“ segir gítarleikarinn Finnur Frí- mann Guðrúnarson. Band nútímans var stofnað árið 1983 og sótti áhrif sín til The Jam, Big Country, Duran Duran og U2. Sama ár lenti sveitin í öðru sæti í Músíktilraunum Tónabæjar á eftir Dúkkulísunum. Eftir tveggja ára starfsemi lagði Band nútímans upp laupana í október árið 1985 og hefur ekki stigið á svið síðan þá, eða í 22 ár. Tónleikarnir í Salnum hefj- ast klukkan 20.30 og kostar 1.000 krónur inn. 22 ára þögn á enda Hljómsveitin Ghostigital fékk góða dóma fyrir tónleika sína í Chicago fyrir skömmu þar sem þeir hituðu upp fyrir Björk. „Á meðan Cur- ver töfraði fram raftóna sína æddi Einar um sviðið og steig líka niður af því, nokkrum skref- um á eftir hluta áhorfendanna sem hlupu í skjól í anddyrið frá storminum,“ sagði í umsögninni í The Chicago Sun Times. „Við sem fórum ekki sáum ögrandi frammi- stöðu í elektró- pönkuðum anda hljómsveitarinn- ar Suicide, sem fékk þig til að hugsa, hlæja og láta undan þess- um magnaða há- vaða og látum. Minnti þetta gamla Bjark- araðdáendur á hennar fyrstu, sérvitru ár.“ Björk, sem er á tónleikaferð til að fylgja eftir plötu sinni Volta, kemur á næst- unni fram í kvöldþætti Jool Hol- land, sem hefur notið mikilla vin- sælda í Bretlandi undanfarin ár. Ögrandi í Chicago Bandaríska hljómsveitin The Rapture heldur tónleika á Nasa 26. júní og er miðasalan hafin. Tón- leikarnir eru liður í tónleikaferða- lagi sveitarinnar til að kynna nýj- ustu plötu sína, Pieces of the Peop- le We Love, sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur. The Rapture spilaði síðast hér á landi fyrir fimm árum á Gauki á Stöng á Airwaves-hátíðinni. Sveitin kemur frá New York og er, ásamt sveitum á borð við LCD Soundsystem og !!!, jafnan talin í hópi upphafsmanna hinnar svo- nefndu danspönkbylgju sem hefur verið áberandi í rokktónlist und- anfarin ár. Miðaverð á tónleikana er 3.900 krónur. Styttist í The Rapture Bandaríski tónlistarmaðurinn Rivulets, sem heitir réttu nafni Nathan Amundson, heldur tón- leika í Kaffi Hljómalind næstkom- andi mánudag. Rivulets, sem er að koma hingað til lands í fimmta sinn, er að kynna sína nýjustu plötu, Your Are My Home. Plat- an var tekin upp af Bob Weston í hljóðveri hins þekkta upptöku- stjóra Steve Albini sumarið 2005. Rivulets hefur áður gefið út tvær breiðskífur og nokkrar stuttskíf- ur, þar á meðal Thank You Reykja- vík, sem var tekin upp í hljóðveri Rásar 2 árið 2001. Rökkurró og The Carpet Show spila einnig í Kaffi Hljómalind og hefjast tónleikarnir upp úr 20.00. Aðgangseyrir er 500 krónur. Rivulets á Íslandi HÆTTU Í ALVÖRU MEÐ NICOBLOC Þú setur NicoBloc í filter sígarettanna sem þú reykir. Það hindrar nikótínið og tjöruna í filternum og þú byrjar að venjast af nikótíninu. Um leið minnkar þú reykingar þínar smám saman, eftir sex vikur drepur þú í sígarettunni og sleppur við venjulegu fráhvarfseinkennin. Flestir sem nota Nicobloc til að hætta, byrja ekki aftur að reykja.* Nicobloc er gert úr 100% náttúrulegum efnum, það er ekki lyf og inniheldur ekki nikótín, þannig skiptir þú ekki sígarettufíkn út fyrir aðra fíkn. *Skv. rannsóknum sem skoða má á www.nicobloc.is Skynsöm leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða. NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum. Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.