Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 89
Hljómsveitin Band nútímans, sem
gerði garðinn frægan á miðjum ní-
unda áratugnum, heldur endur-
komutónleika í Salnum í Kópavogi
6. júní næstkomandi.
„Við ætlum að vera með eina
tónleika til minningar um gömlu
skiptistöðina sálugu í Kópavog-
inum, þar sem allir unglingar í
Kópavogi hengu, góðir og slæmir,“
segir gítarleikarinn Finnur Frí-
mann Guðrúnarson.
Band nútímans var stofnað árið
1983 og sótti áhrif sín til The Jam,
Big Country, Duran Duran og U2.
Sama ár lenti sveitin í öðru sæti í
Músíktilraunum Tónabæjar á eftir
Dúkkulísunum. Eftir tveggja ára
starfsemi lagði Band nútímans
upp laupana í október árið 1985 og
hefur ekki stigið á svið síðan þá,
eða í 22 ár.
Tónleikarnir í Salnum hefj-
ast klukkan 20.30 og kostar 1.000
krónur inn.
22 ára þögn á enda
Hljómsveitin
Ghostigital fékk
góða dóma fyrir
tónleika sína í
Chicago fyrir
skömmu þar
sem þeir hituðu
upp fyrir Björk.
„Á meðan Cur-
ver töfraði fram
raftóna sína
æddi Einar um
sviðið og steig
líka niður af því,
nokkrum skref-
um á eftir hluta
áhorfendanna
sem hlupu í skjól í anddyrið frá
storminum,“ sagði í umsögninni í
The Chicago Sun Times. „Við sem
fórum ekki sáum ögrandi frammi-
stöðu í elektró-
pönkuðum anda
hljómsveitarinn-
ar Suicide, sem
fékk þig til að
hugsa, hlæja og
láta undan þess-
um magnaða há-
vaða og látum.
Minnti þetta
gamla Bjark-
araðdáendur á
hennar fyrstu,
sérvitru ár.“
Björk, sem er
á tónleikaferð
til að fylgja eftir
plötu sinni Volta, kemur á næst-
unni fram í kvöldþætti Jool Hol-
land, sem hefur notið mikilla vin-
sælda í Bretlandi undanfarin ár.
Ögrandi í Chicago
Bandaríska hljómsveitin The
Rapture heldur tónleika á Nasa 26.
júní og er miðasalan hafin. Tón-
leikarnir eru liður í tónleikaferða-
lagi sveitarinnar til að kynna nýj-
ustu plötu sína, Pieces of the Peop-
le We Love, sem hefur hlotið mjög
góðar viðtökur.
The Rapture spilaði síðast hér
á landi fyrir fimm árum á Gauki
á Stöng á Airwaves-hátíðinni.
Sveitin kemur frá New York og
er, ásamt sveitum á borð við LCD
Soundsystem og !!!, jafnan talin
í hópi upphafsmanna hinnar svo-
nefndu danspönkbylgju sem hefur
verið áberandi í rokktónlist und-
anfarin ár. Miðaverð á tónleikana
er 3.900 krónur.
Styttist í
The Rapture
Bandaríski tónlistarmaðurinn
Rivulets, sem heitir réttu nafni
Nathan Amundson, heldur tón-
leika í Kaffi Hljómalind næstkom-
andi mánudag. Rivulets, sem er
að koma hingað til lands í fimmta
sinn, er að kynna sína nýjustu
plötu, Your Are My Home. Plat-
an var tekin upp af Bob Weston
í hljóðveri hins þekkta upptöku-
stjóra Steve Albini sumarið 2005.
Rivulets hefur áður gefið út tvær
breiðskífur og nokkrar stuttskíf-
ur, þar á meðal Thank You Reykja-
vík, sem var tekin upp í hljóðveri
Rásar 2 árið 2001.
Rökkurró og The Carpet Show
spila einnig í Kaffi Hljómalind og
hefjast tónleikarnir upp úr 20.00.
Aðgangseyrir er 500 krónur.
Rivulets á
Íslandi
HÆTTU Í ALVÖRU MEÐ NICOBLOC
Þú setur NicoBloc í filter sígarettanna sem þú
reykir. Það hindrar nikótínið og tjöruna í filternum
og þú byrjar að venjast af nikótíninu. Um leið minnkar
þú reykingar þínar smám saman, eftir sex vikur drepur þú í
sígarettunni og sleppur við venjulegu fráhvarfseinkennin. Flestir
sem nota Nicobloc til að hætta, byrja ekki aftur að reykja.*
Nicobloc er gert úr 100% náttúrulegum efnum, það er ekki lyf
og inniheldur ekki nikótín, þannig skiptir þú ekki sígarettufíkn
út fyrir aðra fíkn.
*Skv. rannsóknum sem skoða má á www.nicobloc.is
Skynsöm leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða.
NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum.
Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í.