Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 90

Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 90
Ánægjan kraumaði á Kjarvals- stöðum á laugardaginn þegar hönnunarsýningin Magma/Kvika var opnuð. Sýningin hefur sam- tímahönnun að viðfangsefni sínu og er ein sú viðamesta sem sett hefur verið upp. Um áttatíu hönn- uðir sýna verk sín á Kjarvalsstöð- um og miðað við undirtektir á laugardag var ekki annað að sjá en að sýningarinnar hefði verið beðið með eftirvæntingu. Kraftur á Kjarvalsstöðum Meistari Magnús – Magnús Þorlákur Lúðvíksson – var sá yngsti sem tók þátt í Meistaranum, sigraði og fór frá sem sigurvegari með fimm milljónir í verðlaun. „Ég var búinn að lofa því áður en Meistarinn hófst og ég myndi vinna, að gefa öllum, en ég er að fara í útskriftarferð til Tenerife með MR, fyrsta bjórinn í ferðinni. Ég verð að standa við það og þetta er náttúrlega tóm vitleysa,“ segir Magnús Þorlákur Lúðvíksson og vonar að Logi verði ánægður með það. Magnús hafði sigur í Meistaranum. Hann sigraði Pálma Óskarsson í æsispennandi viðureign í þætti sem sýndur var í gærkvöldi. Magnús Þorlákur, sem hér eftir verður varla kallaður annað en Meistari Magnús, en sæmdar- heitið fær hann til eignar í ár, hafði að auki í sig- urlaun heilar fimm milljónir króna. Stóra spurn- ingin er náttúrlega sú hvað hann ætli að gera við peninginn en Logi Bergmann Eiðsson hefur látið þess svo getið í viðtali við Fréttablaðið að hann vonaðist til þess að sigurvegarinn eyddi verð- launafénu í tóma vitleysu. Honum verður ekki að ósk sinni, fyrir utan bjór á línuna fyrir útskrift- arárgang MR, því Magnús er skynsamur mennt- skælingur og hyggst leggja megnið fyrir. Enda á þeim aldri að fyrir dyrum standa á næstu árum ýmsar fjárfestingar. En ekkert er fyrirliggjandi í þeim efnum. En Magnús segir þetta gefa sér frelsi til að gera það sem sig langi til að gera. Framtíðin er óráðin enda liggur ekkert á með að ákveða eitt né neitt í þeim efnum. Aðspurður sagðist hann reikna með því, eftir sýningu úrslitaþáttarins, að einhverjir yrðu til að sníkja af sér pening. Eða biðja um lán. Og því ágætt að binda sem mest í banka. Magnús lýkur stúdentsprófi frá MR á næsta ári en hann er einnig í sigurliði skólans í Gettu betur. „Ég vil nú ekki orða það svo að ég sé spurn- ingaleikjaóður en ég hef gaman af þessu og þetta hefur gefist mér vel hingað til. En ætli maður leggi þetta ekki á hilluna þegar maður útskrif- ast úr menntaskóla. Reikna ekki með að ég verði endalaust í spurningakeppnum en við sjáum til,“ segir Magnús og hlær við aðspurður hvort það að vera spurningagarpur gefist ekki vel á kvenna- fari en Magnús er ólofaður. „Eigum við ekki bara að segja það.“ Magnús er yngsti keppandinn sem tekið hefur þátt í Meistaranum. Og þar með langyngsti sig- urvegarinn, sem er met sem varla verður sleg- ið. Hann hafði aðeins verið 18 ára í tvær vikur þegar hann fór í forprófið fyrir Meistarann en aldurstakmark er einmitt 18 ár. Á leið sinni að Meistara-titlinum lagði Magnús Pálma, Helga Árnason skólastjóra (föður sigurvegarans frá í fyrra), Björn Guðbrand Jónsson líffræðing og Baldvin Má Baldvinsson sem einnig er Gettu betur-strákur. Að sögn sigurvegarans voru allir mótherjar skæðir en Pálmi sýnu erfiðastur. „Það leit ekki út fyrir að ég myndi hafa þetta fyrr en í lokin. Ég lenti upp við vegg og var í óþægilegri stöðu. Lenti mest undir níu stig en hafði þetta á síðustu spurningunni.“ Þar var spurt um bernskubrek David Cameron, for- manns breska íhaldsflokksins, en hann hafði þá reykt marijúana. Magnús segir oft talað um hversu skaðlegt það efni sé en ekki hafi svo reynst í þessu tilfelli hvað sig varði. Magnús er búsettur í Vesturbænum í Reykja- vík, að sögn örverpi en hann á tvö eldri systkini í kringum þrjátíu ára aldurinn en foreldrar eru Lúðvík Sigurður Georgsson, sem starfar fyrir Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og Sonja Garðarsdóttir, sem starfar hjá Heilsuverndar- miðstöðinni. „Og ef þú vilt spyrja mig hvað ég ætli að gera í sumar þá svara ég því að ég er ekki kominn með vinnu enn. Og auglýsi hér með eftir henni. Jújú, ég hef kannski alveg efni á því að gera ekki neitt en það hlýtur að vera leiðigjarnt að flatmaga í allt sumar,“ segir Meistari Magnús. Dre gi› í ásk rift arle ikn um á la uga rda ginn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.