Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 96

Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 96
 FH vann sinn þriðja leik í röð á Íslandsmótinu með góðum 4-0 sigri á HK. Heimamenn voru með mikla yfirburði í leiknum, á öllum sviðum knattspyrnunnar. FH byrjaði leikinn með besta móti. Eftir aðeins þriggja mínútna leik fékk Matthías Guðmundsson sendingu frá miðjum vellinum og tók á sprettinn. Hann stakk varn- armenn HK af og skilaði boltanum örugglega í netið. Þetta var einnig fyrsta markið sem HK fær á sig í efstu deild. Heimamenn héldu áfram að keyra upp hraðann og freistuðu þess að rúlla einfaldlega yfir gest- ina á upphafsmínútunum. En HK- menn létu ekki segjast og héldu ró sinni. Þeir áttu meira að segja stöku sókn sem voru líklegar til að skapa hættu við mark FH. Arnar Gunnlaugsson fékk svo frábært tækifæri til að koma FH tveimur mörkum yfir á 31. mínútu. Hann fékk boltann á besta stað, í miðjum teignum, frá Tryggva Guðmundssyni en skot hans var slakt og Gunnleifur varði vel. Leikurinn róaðist eftir þetta en FH byrjaði aftur af krafti í seinni hálfleik. Þeir skoruðu sitt annað mark aftur eftir þriggja mínútna leik en í þetta sinn var Tryggvi að verki. Arnar fékk boltann og keyrði á vörn HK. Ásgrímur Albertsson var svo óheppinn að detta og Gunn- leifur missti jafnvægið í kjölfarið. Arnar kom svo boltanum fyrir þar sem Tryggvi ýtti honum í markið. HK fékk svo gott færi á 60. mín- útu er boltinn barst til Jóns Þor- gríms sem var einn og óvaldaður í teignum. Guðmundur Sævarsson náði þó að komast í veg fyrir skot hans á síðustu stundu. Arnar rak svo smiðshöggið á 80. mínútu er hann fékk boltann frá Davíð Þór eftir góðan sprett Guð- mundar. Hann skilaði boltanum í markið og það gerði einnig Tryggvi tveim- ur mínútum síðar. Hann skrúfaði boltann í netið frá vítateigslín- unni, hreinlega óverjandi. FH sýndi mikla skynsemi og yf- irvegun í sínum leik, sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir forðuðust að sækja hratt, léku boltanum vel á milli sín og byggðu upp góðar sóknir. Það skilaði sér með tveim- ur góðum mörkum undir lok leiks- ins. Varnarleikur FH var einnig gríðarlega sterkur. HK-ingar mættu ofjörlum sínum, það var greinilegt. Þeir gerðu vel í upphafi leiks en eftir því sem á leið og þeir þreyttust dró verulega úr sóknarkrafti liðs- ins. Vörnin var einnig óstyrk, sér- staklega í síðari hálfleik. Íslandsmeistarar FH sýndu mátt sinn og megin gegn nýliðum HK á Kaplakrikavelli í gær og unnu öruggan sigur, 4-0. Gestirnir úr Kópavogi voru hreinlega jarðaðir í síðari hálfleik er FH fór á kostum. Fylkir vann baráttusigur á Víkingum, 1-0, á Víkingsvelli í gær við vart boðlegar aðstæður. Fjögurra stiga hiti og þúfóttur og gulur völlurinn. Fylkismenn sóttu með strekk- ingsvind í bakið í fyrri hálfleik en langar sendingar þeirra fram völlinn voru ekki líklegar til ár- angurs. Gestirnir ógnuðu marki Víkinga með langskotum í fyrri hálfleik og náðu þeir ekki að nýta sér meðvindinn að neinu viti. Fjölmargir áhorfendur á Vík- ingsvellinum þurftu að bíða þar til á 21. mínútu eftir fyrsta fær- inu. Magnús Magnússon, mark- vörður Víkinga, varði þá góða aukaspyrnu Peter Gravesen af 20 metra færi í horn. Víkingar reyndu að láta boltann ganga eftir jörðinni þrátt fyrir mishæð- ótt grasið og áttu þeir í miklum erfiðleikum með að finna göt á vörn Fylkis. Seinni hálfleikur hófst með látum. David Hannah skallaði í stöng á marki Víkinga eftir góða aukaspyrnu Gravesen frá hægri. Víkingar hreinsuðu í kjölfarið í burtu frá marki sínu og brunuðu í sókn. Upp úr henni fékk Jökull Elísarbetarson boltann rétt fyrir utan vítateig en skot hans fór rétt yfir mark Fylkis. Sóknartilburðir liðanna í seinni hálfleik voru betri en í fyrri hálf- leik og á 66. mínútu brutu Fylk- ismenn ísinn. Halldór Hilmis- son átti góða fyrirgjöf frá vinstri beint á kollinn á Val Fannari Gíslasyni sem skallaði boltann í netið frá markteignum. Litlu mátti muna að Víkingar jöfnuðu úr síðustu spyrnu leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson varði frábært skot Gunnars Kristj- ánssonar beint úr aukaspyrnu í stöngina og þaðan í horn. Ekki gafst tími til að taka hornið og 1-0 sigur Fylkis því staðreynd. Valur Fannar Gíslason átti fínan leik í baráttunni á miðjunni hjá Fylki auk þess að skora sigur- markið. „Það er lítið hægt að gera við þessar aðstæður en að berjast. Veðurfarið á Íslandi er ekki boð- legt og eru vellirnir eftir því. Það er ekki hægt að spila eftir jörð- inni því maður veit ekkert hvert boltinn fer á þýfóttum vellinum. Annars er stígandi í þessu hjá okkur. Við leggjum upp með að halda hreinu og það hefur gengið í tveimur leikjum af þrem,“ sagði glaðbeittur Valur Fannar í leiks- lok. Baráttusigur hjá Fylkismönnum í Víkinni ÍA og Fram skildu jöfn, 2-2, á Akranesvelli í gær. Vindur- inn á Akranesi gerði báðum liðum erfitt fyrir og háloftaspyrnurnar sem bæði lið reyndu skiluðu engu. Fátt var um fína drætti til að byrja með en Skagamenn fengu besta færi fyrri hálfleiks eftir glæsi- lega sókn þar sem Framarar náðu að bjarga í horn á síðustu stundu. Upp úr henni komst ÍA yfir þegar Árni Thor Guðmundsson ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir að Hannes Þ. Halldórs- son markmaður hafði slegið horn- ið út. Framarar fengu nokkur færi sem þeim tókst ekki að nýta en knattspyrna liðanna var ekkert augnayndi. Það blésu ferskir vindar um lið Fram eftir tvöfalda skiptingu í hálfleik og blásið var til sóknar af hálfu Safamýrarpilta. Þeir upp- skáru jöfnunarmark eftir fárán- leg mistök af hálfu Skagamanna þegar slök sending þeirra rataði ekki alla leið til Páls Gísla mark- manns sem kominn var í lautar- ferð langleiðina niður á Langasand og eftir sendingu frá Reto renndi Jónas Grani boltanum í markið. Guðjón Þórðarson gerði tvær breytingar á liði ÍA og eftir að hafa verið inni á vellinum í rúma mínútu skoraði varamaðurinn Gísli Freyr Brynjarsson þegar Hannes missti skot hans klaufa- lega inn. Framarar bættu enn í sóknina og eftir harða skothríð að marki Skagamanna náðu þeir að jafna þegar Ingvar Ólason skoraði með fínu skoti og 2-2 jafntefli nið- urstaðan. „Ég er sáttur við eitt stig en mig langaði í þau öll þrjú. Við reynd- um að vekja menn í hálfleiknum og það veitti ekki af. Menn voru steinsofandi allan fyrri hálfleik- inn. Skagamenn voru bara miklu grimmari en við. Það var allt önnur barátta í seinni hálfleik og við sýndum mikinn karakter í að koma til baka aftur,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram. Framarar vöknuðu í síðari hálfleik
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.