Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 97
B&L
Breiðablik og Keflavík
gerðu 2-2 jafntefli í Kópavoginum
í gær í fjörugum leik.
Blikar byrjuðu leikinn af mikl-
um krafti og komust verðskuld-
að yfir á 9. mínútu. Boltinn barst
þá til Kristjáns Óla Sigurðssonar
eftir að Nenad Zivanovic og Olgeir
Sigurgeirsson höfðu betur í bar-
áttu um boltann við varnarmenn
Keflavíkur. Kristján Óli skaut
viðstöðulausu skoti fyrir utan
teig sem söng í netinu, óverjandi
fyrir Ómar Jóhannsson, markvörð
Keflavíkur.
Á 35. mínútu komst Keflavík ná-
lægt því að jafna er Branislav Mil-
icevic þrumaði knettinum í þver-
slána af vinstri kantinum með ut-
anfótarskoti.
Meiri ró færðist yfir leikmenn
eftir þetta og héldu Blikar eins
marks forskoti í hálfleik.
Lið Keflavíkur kom grimmt til
leiks í síðari hálfleik og ógnaði
marki Blika í tvígang á upphafs-
mínútum hálfleiksins.
Á 68. mínútu dró svo til tíð-
inda. Blikar fengu þá ódýra víta-
spyrnu eftir að Steinþór féll fim-
lega í teignum, að því er virtist
útaf engu. Arnar Grétarsson tók
spyrnuna en Ómar Jóhannsson
varði skot hans.
En leikmenn Keflavíkur hættu
ekki. Marco Kotilainen tók auka-
spyrnu á 76. mínútu rétt fyrir utan
teig. Boltinn fór beint á mitt mark-
ið en fyrir kjánalegan misskiln-
ing Hjörvars og Kristjáns Óla fór
boltinn í netið, þrátt fyrir að skot-
ið virtist hættulítið. Skömmu síðar
bjargaði Hjörvar Blikum með því
að verja í tvígang frábærlega,
fyrst skot Þórarins Kristjánsson-
ar og svo skalla Baldurs.
Þrátt fyrir þunga sókn Kefla-
víkur, komust baráttuglaðir Blik-
ar yfir með góðu marki Magnúsar
Páls Gunnarssonar. Hann skallaði
knöttinn fallega neðst í markhorn-
ið eftir góða sendingu frá Arnóri
Sveini Gunnarssyni.
Keflavík sneri vörn í sókn og
jafnaði leikinn eftir nær sam-
fellda sóknarlotu í fimm mínútur.
Guðjóni Árna Antoníussyni tókst
þá að stýra boltanum með hælnum
í markhornið, laust skot sem var
lengi á leiðinni í netið án þess að
nokkur kæmi vörnum við. Þar við
sat þrátt fyrir mikla baráttu leik-
manna beggja liða fram á síðustu
mínútu.
Blikar enn án sigurs
Valsmenn ætla að fylgja
FH-ingum eftir í toppbaráttu
Landsbankadeildar karla eftir 2-1
sigur á KR í Laugardalnum í gær.
Helgi Sigurðsson átti mjög góðan
leik í liði Valsmanna og skoraði
bæði mörkin, sitt í hvorum hálf-
leiknum. Rúnar Kristinsson, sem
kom inn á í hálfleik og lék sinn
fyrsta leik fyrir KR síðan 1994,
mátti alveg eins og síðasta leik
sínum fyrir þrettán árum sætta
sig við tap fyrir Val. Rúnar sýndi
nokkra góða takta en var augljós-
lega ekki alveg í takt við rest-
ina af liðinu. KR-ingar spiluðu þó
mun meiri fótbolta eftir að „kóng-
urinn“ var kominn á miðjuna en
traust vörn Valsmanna gaf ekki
mörg færi á sér.
Það var yfir miklu að gleðjast í
Laugardalnum í gær, það var ekki
nóg með að íslenski boltinn end-
urheimti Rúnar Kristinsson þá
buðu lið Valsmanna og KR-ingar
upp á stórskemmtilegan og lifandi
knattspyrnuleik.
Guðmundur Reynir Gunnarsson
skoraði fyrsta mark leiksins þegar
hann fylgdi á eftir stangarskoti
Grétars Hjartarsonar eftir að
Grétar og Björgólfur höfðu stung-
ið varnarmenn Valsmanna af.
Langbesti maður fyrri hálfleiks-
ins, Helgi Sigurðsson, fann loksins
leiðina í KR-markið þegar hann
lagði boltann fyrir sig og skoraði
glæsilega eftir að Atli Sveinn Þór-
arinsson hafði skallað aukaspyrnu
Guðmundur Benediktssonar inn í
teiginn til hans.
Helgi Sigurðsson var sískap-
andi í sókninni en félagar hans
fóru ítrekað illa með úrvalsfæri.
Valsmenn áttu að vera komn-
ir með þægilegt forskot í hálf-
leik ef marka má öll þessi góðu
færi. Teitur Þórðarson átti hins
vegar ás uppi í erminni í nýjasta
leikmanni í vesturbænum. Rúnar
Kristinsson kom inn á í hálfleik og
tók stöðu Péturs Marteinssonar
aftarlega á miðjunni en þess í stað
fór Pétur aftur í miðvörðinn.
KR-ingar voru allt of bitlausir
í lokin og Teitur skipti þeim Atla
Jóhannssyni og Jóhanni Þórhalls-
syni alltof seint inn á.
Rúnar Kristinsson var ósáttur
við niðurstöðu leiksins í viðtali við
Guðjón Guðmundsson á Sýn eftir
leik. „Þetta gekk svo sem allt í
lagi en við fengum á okkur mark
í seinni hálfleik og töpuðum. Við
verðum að bæta leik okkar næst
og reyna að gera betur. Það er allt-
af pressa í Vesturbænum og KR-
ingar vilja vinna alla leiki. Það
breytist ekkert þó svo að við séum
búnir að tapa tveimur og gera eitt
jafntefli,“ sagði Rúnar.
Willum Þór Þórsson hældi leik-
mönnum beggja liða eftir leik.
„Ég vil hrósa leikmönnum fyrir
frábæran leik við erfiðar aðstæð-
ur. Þetta var frábær leikur,“ sagði
Willum. „Við gerðum okkur verr
fyrir með því að nýta ekki færin
í fyrri hálfleik en við erum með
sterkt lið og breiðan hóp sem skil-
aði sér í sigri í dag. Þetta var frá-
bær dagur fyrir Valsmenn.“
Endurkoma Rúnars Kristinssonar breytti engu fyrir KR-liðið í gær sem tapaði
gegn Val, 2-1. Helgi Sigurðsson sá um að sökkva KR-liðinu að þessu sinni.