Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... Kaupir Keops | Ole Vagner, stofnandi danska fasteignafélags- ins Keops, samþykkti í vikunni til- boð Pálma Haraldssonar í nær allt hlutafé hans í félaginu upp á 24 danskar krónur á hlut. Skoða kaup | Stjórnendur Alfes- ca skoða nú stór fyrirtækjakaup á þessu ári. Fyrirtækið er í Evrópu og með álíka mikla veltu og Alfes- ca á síðasta ári, 600 milljónir evra, jafnvirði 50 milljarða króna. Ábyrgar fjárfestingar | Samein- aði lífeyrissjóðurinn hefur ákveð- ið að taka upp reglur Sameinuðu þjóðanna sem fela í sér að tekið er tillit til umhverfislegra og félags- legra þátta við fjárfestingar. Ræða sameiningu | Viðræður eru hafnar milli stjórnarformanna Byrs og Sparisjóðs Kópavogs um sameiningu sparisjóðanna. Byr er annar stærsti sparisjóður landsins en SPK sá fimmti stærsti. Barátta framundan | Bandaríska kauphöllin Nasdaq hefur lagt fram 3,7 milljarða yfirtökutilboð í OMX-kauphallasamstæðuna. Þá er kauphöllin í Dubai einnig sögð ætla að bjóða í OMX. Betra ár | HB Grandi var rekinn með 2,4 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi sem er mikill viðsnúningur frá fyrra ári þegar tap félagsins nam 1.337 milljón- um króna. Hagar hagnast | Fyrirtækið Hagar, sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og fleiri verslan- ir, skilaði hagnaði upp á 417 millj- ónir króna á síðasta rekstrarári, sem stóð frá mars í fyrra til loka febrúar í ár. Selja Atlanta | Eimskipafélag Ís- lands ætlar að selja Air Atlanta hf. og aðrar flugrekstrartengdar eignir félagsins. ABN Amro Bank og Hannesi Hilmarssyni, forstjóra Air Atlanta hf., hefur verið falið að sjá um söluna. Búllan og Sægreifinn Hrósað af Washington Post 14 Útrýming fátæktar Ómöguleg án einkageirans 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Niðurhal á netinu Á sér margar hliðar 8-9 Sími 511 1234 • www.gudjono.is Fyrstir með Svaninn www.trackwell .com Tíma- og verkskráning fyrir starfsmenn og tæki FORÐASTÝRING Century Aluminum Company, móðurfélag Norður- áls, hefur farið fram á skráningu á First North Ice- land-hlutabréfalistann. Félagið er skráð á Nasdaq- markaðinn bandaríska og verður fyrsta skráða fyr- irtækið í Bandaríkjunum til að fá skráningu hér. Í undirbúningi er að auka hlutafé Century Aluminum um fjórðung og hefst útboðsferli bréf- anna formlega í dag. Í tilkynningu kemur fram að söluandvirði hlutanna geti numið allt að 28 millj- örðum króna miðað við núverandi markaðsverð og verður stofnana- og fagfjárfestum hér boðið að taka þátt. Útboðið fer fram á sama tíma hér og í Bandaríkjunum og stendur út næstu viku. Í fram- haldinu verður félagið skráð á markaðinn hér. Umsjón með útboðinu hér er í höndum Kaup- þings og Landsbankans, en fyrir tveimur árum önnuðust bankarnir 365 milljóna dala fjármögn- un vegna stækkunar og endurfjármögnunar álvers Norðuráls á Grundartanga. Afrakstur útboðsins nú á að mestu að nota til fjármögnunar á nýju álveri í Helguvík, en reiknað er með að framkvæmdir geti hafist þar í byrjun næsta árs. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar og fjármálasviðs Norðuráls, segir að hentugast hafi verið að byrja á því að skrá Century Aluminum á First North-markaðinn en í framhald- inu sé stefnt á skráningu á aðallista Kauphallarinn- ar. Þá segir hann erfitt að spá fyrir um þátttökuna í útboðinu hér, enda lítið um almennar fjárfesting- ar í orkuiðnaði til þessa. Hann segir skráninguna hér hins vegar í samræmi við þá stefnu Century Aluminum að treysta böndin við íslenskt samfélag. Umsjónaraðilar útboðs Century Aluminum á al- þjóðavísu eru Credit Suisse Securities (í Banda- ríkjunum) og Morgan Stanley, en Kaupþing banki og Landsbanki Íslands sjá um framkvæmdina hér á landi. Meðal seljenda bréfanna í Bandaríkjunum er Kaupþing Securities Inc. í New York. - óká Norðurál í Kauphöllina Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hf. Eimskipafélagið hefur samið um kaup á fjórðungi hlutafjár í kanadíska félaginu Versacold Income Fund og leggur fram yfirtökutilboð í allt fyrirtækið upp á 67 milljarða króna, fyrir hönd dótturfélags. Gangi kaup- in eftir verður Eimskip langstærsta kæli- og frysti- geymslufyrirtæki heims með starfsemi í 35 löndum í fimm heimsálfum. Áætluð velta Eimskips mun fara úr 100 milljörðum króna í 150 milljarða á næsta ári og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) fer hátt í sautján milljarða króna á næsta ári. Tilboð Eimskips gildir í 35 daga en alls þurfa eig- endur tvo þriðju hluta hlutafjár að samþykkja það. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins, leggur á það áherslu að yfirtakan sé gerð í góðri sátt við hluthafa og stjórnendur félagsins, ólíkt því sem gerðist við kaupin á Atlas Cold Storage, öðru kanad- ísku frysti- og kæligeymslufyrirtæki í fyrra. „Þetta er kölluð vinveitt yfirtaka, það er að segja að stjórn- in mælir með því við hluthafana að þessu tilboði sé tekið og bankinn [UBS] sem vinnur fyrir þá mælir með því líka.“ Versacold er 3. stærsta fyrirtæki Norður-Ameríku á sínu sviði og rekur um 72 frystigeymslur í Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Argentínu. Versacold hefur vaxið hratt eins og Eimskip og tók yfir tvö félög á árunum 2003 og 2005. Velta félagsins var þrefalt meiri í fyrra en árið áður. Viðskiptavinir eru fjórða þúsund og starfsmenn 4.500 talsins. „Þetta er mjög heilbrigður rekstur og gott fyrirtæki,“ segir forstjórinn Baldur Guðnason. Markaðsstaða Eimskips verður einstök ef yfirtakan heppnast en ekkert fyrirtæki keppir við það á heims- vísu. Eimskip verður með þétt net 180 frysti- og kæli- geymsla í fimm heimsálfum auk hefðbundinnar flutn- inga- og skipastarfsemi. „Það er aukin eftirspurn eftir flutningum á frysti- og kælivörum og menn eru að færa þetta frá einum markaði til annars,“ bend- ir Baldur á. Baldur sér mikil tækifæri með Atlas og Versacold. Versacold er sterkt á svæðum í Norður-Ameríku þar sem Atlas er veikt og öfugt. Viðskiptavinahópurinn í Norður-Ameríku breikkar og ný tækifæri í öðrum heimsálfum skapast, til dæmis í Suður-Ameríku og Eyjaálfu. „Samanlagt verður þetta eitt af tveimur stærstu félögum í Norður-Ameríku hvað varðar mark- aðshlutdeild.“ Kaupin hafa verið fjármögnuð að fullu með fjár- magni frá Eimskip og lánsfé frá Royal Bank of Canada og KingSett. Baldur býst við að áttaíu prósent kaup- verðs verði fengið að láni en reiknar með að félag- ið greiði skuldir hratt niður með eignasölu, til dæmis með því að leysa að hluta upp eignir Versacold og af Eimskip stærst sinnar tegundar í heiminum Hf. Eimskipafélagið stefnir að yfirtöku á Versacold, þriðja stærsta frysti- og kæligeymslufyrirtæki N-Ameríku. Gnúpur fjárfestingafélag er orð- inn sautjándi stærsti hluthafinn í Straumi-Burðarási Fjárfestinga- banka með 0,77 prósenta hlut. Í ljósi sögunnar þá eru þetta at- hyglisverð kaup, enda fara þeir Þórður Már Jóhannesson, Magnús Kristinsson og Kristinn Björns- son fyrir Gnúpi. Þeir og Björ- gólfur Thor Björgólfsson, stjórn- arformaður Straums-Burðaráss, elduðu grátt silfur saman í átök- unum um Straum í fyrrasumar eins og margir muna. - eþa Gnúpur kaupir í Straumi Samkvæmt niðurstöðum ný- legrar málstofu Seðlabanka Ís- lands er viðskiptahalli síðasta árs minni þegar verðbreytingar verðbréfa eru taldar með þátta- tekjum. Vegna þessa segir greiningar- deild Glitnis að vera kunni að gengi krónunnar þurfi ekki að lækka jafnmikið og ráð hafi verið fyrir gert til að koma hagkerf- inu í ytra jafnvægi. „Munurinn skýrir þó ekki nema hér um bil fimmtung viðskiptahallans 2006 og er ljóst að ytra ójafnvægi hag- kerfisins á síðasta ári var eftir sem áður mikið,“ segir í umfjöll- un Glitnis. - óká Halli ofmetinn um fimmtung Kristlaug María Sigurðardóttirrithöfundur féll fyrir gamallikirkju í vinnuferð um Tallinn. „Ég fór til Tallinn til að kynna mérnýjungar í teiknimyndagerð fyrir íslenska sjónvarpsþáttaseríu ogkvikmynd um Ávaxtakörfuna sem ég er að vinna að og verður sýnd á næsta ári,“ segir Kristlaug MaríaSigurðardóttir rithöfundur.Kristlaug hafði aldrei heimsóttborgina áður og notaði því tæki-færið til að skoða sig um þegartækifæri gafst. „Ég tók einn túr-istadag og gekk u b „Kirkjan heitir Alexander Nevskydómkirkjan og er merkileg fyrirmargra hluta sakir, meðal annarsþá staðreynd að Rússar ákváðu aðhlífa gamla hluta hennar þegar þeir sprengdu Tallinn í tætlur í seinniheimsstyrjöldinni. Hefði kirkjunn-ar ekki notið við væri gamli bær-inn því líklegast ekki til í dag.“Kristlaug mælir hikstalaust meðað fólk kíki í kirkjuna eigi það leiðum Tallinn og fari þá helst í messu, sem er um sexleytið. „Ég fór í kirkj-una um það leyti og fannst upplif-unin mögnuð. Þarna þuldiur b Fagmenntaðir kayak kennararog leiðsögumenn KAUPMANNAHÖFN – LA VILLAHeimagisting á besta stað í bænum.Býður alla Íslendinga velkomna.Geymið auglýsinguna.www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 „Nú er komin upp sú sorglega staða að útgerðirnar neita að styrkja sjómennina til að halda sjómannadaginn hátíðlegan,“ segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, en engin hátíðarhöld verða á Akureyri í tengslum við sjómannadaginn á sunnudaginn. Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í bænum síðan árið 1939 og sam- kvæmt Konráði er þetta í fyrsta skiptið sem á því verður breyting. „Auðvitað halda sjómenn og fjölskyldur þeirra daginn hátíð- legan en það er sorglegt þegar útgerðirnar í einum stærsta útgerðarbæ landsins sjá sér ekki fært um að styrkja sjómennina okkar um það lítilræði sem þarf til að halda daginn hátíðlegan. Útgerðirnar eru hins vegar að styrkja hátíðir í öðrum bæjar- félögum,“ segir Konráð. Sjómannafélag Eyjafjarðar mun funda um málið en Konráð segir engin tök á að koma dagskrá saman tímanlega. „En nú er botn- inum náð og hann er góður til að spyrna sér upp.“ Neita að styrkja sjómennina Lærði teiknimynda- gerð í Tallinn NEXT-BÆKLINGURINN FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG 26 79 / IG 07 Þú færð IG-veiðivörur á næstu Þjónustustöð Nýsköpun er dráttar- klár framtíðarinnar íslenskur iðnaður MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 nn.is Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir koma til greina að hætta sam- starfi um rekstur Strætó bs. Þessa skoðun lét hann í ljós á stjórnar- fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem bæjar- stjórar nágrannasveitarfélaganna sátu í þessum mánuði. Segist hann hafa viðrað þá hugmynd að minni sveitarfélögin rækju sameigin- lega strætólínu sem næði frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Það væri svo í verkahring hvers bæjarfélags fyrir sig að koma farþegum í þá strætólínu. Gangi þetta eftir verður samstarfi um rekstur Strætó bs. í núverandi mynd hætt. Gunnar segir að auðvitað sé ákjósanlegast að bæjarfélögin standi saman að þessum rekstri. „Hins vegar kemur þetta til greina þegar menn ganga ekki í takt. Sívaxandi halli hefur verið á rekstri Strætó undanfarin ár. Talað hefur verið um að hagræða í rekstrinum og minnka niður- greiðslur. Á sama tíma eru samt uppi kröfur um að allt verði frítt. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að gera hvort tveggja í einu,“ segir bæjarstjórinn. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir marga líta þannig á að illa hafi verið haldið á málefnum Strætó undanfarna mánuði og ár. Stjórn fyrirtækisins hafi verið handahófskennd. Ákvarðanir sem varði reksturinn séu teknar í hinum og þessum sveitarfélög- um en ekki á vettvangi Strætós sjálfs. Undir þetta tekur Gunnar Birgis- son og fleiri sveitarstjórnarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Í apríl hafi til dæmis Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tilkynnt að frítt yrði fyrir alla námsmenn í Strætó frá næsta hausti. Þá hafi borgaryfirvöld ákveðið rétt eftir síðustu sveitastjórnarkosningar að kosta leið Strætós upp í Hádegismóa. Þegar á reyndi hafi það komið í hlut allra sveit- arfélaganna að greiða fyrir pól- itíska ákvörðun eins sveitarfé- lags. Gunnar krafð- ist þess á stjórn- arfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 7. maí síðast- liðinn að málefni Strætó yrðu rædd. Þar gagnrýndi hann meðal annars Vilhjálm borgarstjóra fyrir það hvernig haldið væri á málum varðandi rekstur fyrirtækisins. Tóku allir forystumenn í Samtök- um sveitarfélaga þátt í þessum umræðum á stjórnarfundinum og sýndist sitt hverjum. „Ef við stöndum ekki saman þurfa menn að athuga sína stöðu,“ segir Gunnar en vill ekki tjá sig um umræður á stjórnarfundum Samtaka sveitarfélaga, sem séu trúnaðarmál. Jónmundur Guðmarsson vill ekki heldur tjá sig um það sem rætt var á stjórnarfundinum 7. maí. Hann segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að óstjórn hafi verið á fjármálum Strætó og er ósáttur við nýja skiptingu kostn- aðar sem tekin var upp um síð- ustu áramót. Gjöld sveitarfélag- anna vegna Strætó hafi hækkað verulega án þess að meiri þjón- usta kæmi fyrir. Á sama tíma fækkaði notendum almennings- samgangna á Seltjarnarnesi. „Út frá okkar sjónarmiði má færa ýmislegt til betri vegar,“ segir Jónmundur. Samstarf um Strætó í hættu Bæjarstjóri Kópavogs er ósáttur við stjórn Strætó. Sveitarstjórnarmenn ósáttir við kostnaðarskiptingu. Hugmynd að skipta upp sameiginlegum rekstri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.