Fréttablaðið - 30.05.2007, Qupperneq 4
VIÐSKIPTA- OG
HAGFRÆÐIDEILD
www.hi.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
3
74
76
0
5/
07
METNAÐARFULLT, FRAMSÆKIÐ OG HAGNÝTT NÁM
6 námsleiðir
BA í hagfræði
BS í hagfræði
BS í fjármálum
Umsóknarfestur er til 5. júní.
Árleg skráningargjöld eru 45.000 kr.
Styrktu stöðu þína og sæktu um.
Rafræn skráning og upplýsingar
um námið eru á vef viðskipta- og
hagfræðideildar, www.vidskipti.hi.is.
BS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum
BS í reikningshaldi
BS í stjórnun og forystu
George W. Bush
Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í
gær nýjar efnahagsþvinganir
gegn Súdan, í því skyni að þrýsta á
Súdanstjórn að grípa til ráðstaf-
ana til að stöðva átökin í Darfúr-
héraði sem Bandaríkjastjórn
hefur fordæmt sem þjóðarmorð.
„Ég heiti fólkinu í Darfúr þessu:
Bandaríkin munu ekki hafa augun
af ástandi sem ögrar samvisku
heimsbyggðarinnar,“ sagði Bush.
Talsmenn Súdanstjórnar gagn-
rýndu aðgerðirnar harkalega,
sögðu þær „ósanngjarnar og
ótímabærar“ og hvöttu aðrar
þjóðir heims til að leiða þær hjá
sér.
Þvingunaraðgerðirnar beinast
gegn ríkisreknum fyrirtækjum
sem tengjast olíuiðnaði Súdans,
auk þriggja einstaklinga, þar á
meðal þekkts forsprakka skæru-
liða, sem grunaðir eru um að eiga
þátt í ofbeldisverkunum í Darfúr.
„Í of langan tíma hafa íbúar
Darfúr þjáðst fyrir hendi ríkis-
stjórnar sem er meðsek um
sprengjuárásir, morð og nauðganir
á saklausum borgurum,“ sagði
Bandaríkjaforseti. „Ríkisstjórn
mín hefur kallað þessar aðgerðir
réttu nafni: þjóðarmorð. Það er á
ábyrgð heimsbyggðarinnar að
binda enda á það.“
Bush var tilbúinn að tilkynna
þessar refsiaðgerðir í síðasta mán-
uði, en beið með það til að gefa
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, tækifæri til
að gera eina atlögu í viðbót að því
að finna samningalausn á þessari
fjögurra ára gömlu deilu. Á þeim
tíma hefur geisað borgarastríð í
Darfúr sem kostað hefur yfir
200.000 manns lífið.
Auk hinna nýju bandarísku refsi-
aðgerða gaf Bush utanríkisráðherr-
anum Condoleezzu Rice fyrirmæli
um að leggja fram drög að nýrri
ályktun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, í því skyni að auka alþjóð-
legan þrýsting á Súdanstjórn.
„Ég skora á al-Bashir forseta
að hætta hindrunaraðgerðum
sínum og heimila friðargæslulið-
um að halda til Darfúr til að binda
enda á ofbeldisölduna sem bein-
ist gegn saklausum mönnum,
konum og börnum,“ sagði Bush.
Omar Al-Bashir Súdanforseti
samþykkti í nóvember síðastliðn-
um áætlun Sameinuðu þjóðanna
um að styrkja í áföngum friðar-
gæslulið Afríkusambandsins í Dar-
fúr, en í því hafa þjónað um 7.000
hermenn sem lítið hafa ráðið við
ástandið. Um helgina ítrekaði al-
Bashir aftur á móti andstöðu sína
við að sent yrði allt að 22.000 manna
sameiginlegt friðargæslulið SÞ og
Afríkusambandsins á vettvang.
Hann gæti aðeins fallist á að minna
lið Afríkusambandsins nyti viss
tæknilegs stuðnings frá Samein-
uðu þjóðunum.
Þrýsta á ríkisstjórn Súdan
að stöðva átökin í Darfúr
George W. Bush tilkynnti í gær um efnahagsþvinganir gegn Súdan, sem hafa að markmiði að þvinga
stjórnvöld til ráðstafana svo stöðva megi átökin í Darfúr og hleypa inn fjölmennara friðargæsluliði.
Líklegt er að landeig-
endur á Norðausturlandi höfði
mál á hendur ríkinu til að hnekkja
úrskurðum óbyggðanefndar um
Norðausturland. Nefndin féllst á
sumar kröfur fjármálaráðherra á
svæðinu en hafnaði öðrum.
Óbyggðanefnd úrskurðaði í
gær í fimm málum á Norðaustur-
landi. Ólafur Björnsson, lög-
maður fjölmargra landeigenda á
svæðinu, sagði eftir að úrskurður-
inn féll í Þjóðmenningarhúsinu í
gær að hann ætti frekar von á
því að þeir landeigendur sem
hefðu orðið undir í málinu færu
með málið fyrir dóm. Landeig-
endurnir hafa sex mánuði til að
höfða mál til ógildingar úrskurð-
inum.
Ólafur benti til að mynda á að
jörðin Valþjófsstaður, prestsetur
sem áður var stórbýli, yrði eftir
úrskurð óbyggðanefndar á stærð
við frímerki. Hann sagðist þó ekki
ósáttur við úrskurðina í heild, þar
væru kostir og gallar. Landeigend-
ur hefðu haft betur í hluta og ríkið
fengið sínu framgengt að hluta.
Þjóðlendukröfur ríkisins voru
að stærstum hluta teknar til greina
á Fljótsdal og austan Jökulsár á
Jökuldal. Norðan og vestan Jökul-
ár á Jökuldal voru kröfurnar tekn-
ar til greina, en kröfum í Jökulsár-
hlíð hafnað.
Í landi Vopnafjarðarhrepps var
fallist á kröfur ríkisins um þjóð-
lendur, nema kröfu á Smjörfjalls-
svæði var hafnað. Þjóðlendukröfur
vegna Svalbarðs-, Þórshafnar- og
Skeggjastaðahrepps voru teknar til
greina að hluta, sem og í sunnan-
verðum Öxarfjarðarhreppi.
Mun færri tígrisdýr
lifa villt í náttúru Indlands en
áður var talið, og hafa þau þó
lengi verið sögð í útrýmingar-
hættu.
Samkvæmt fyrstu niðurstöðum
úr nýrri rannsókn eru tígrisdýrin
í sumum ríkjum Indlands allt að
65 prósentum færri en sérfræð-
ingar höfðu talið.
Árið 2001 var áætlað að
indversku bengaltígrisdýrin
væru um fimm til sjö þúsund, þar
af um helmingurinn á Indlandi.
Dýraverndarsinnar telja réttara
að áætla heildarfjöldann vera
nálægt tvö þúsund dýr, eða
hugsanlega einungis nokkur
hundruð. Nýja rannsóknin á að
skera úr um hver rétta talan er.
Tígrisdýrunum
fækkar stöðugt
Þróunarsamvinnustofn-
un heldur á fimmtudag ráðstefnu
um fjárfestingartækifæri í
þróunarlöndum. Ráðstefnan, sem
verður á Hótel Sögu, er haldin í
samstarfi við utanríkisráðuneytið,
Útflutningsráð og Fiskifélag
Íslands.
Í fréttatilkynningu segir að á
ráðstefnunni verði leitast við að
leiða saman þá sem hafa reynslu
af starfi í þróunarlöndum og þá
sem leita tækifæranna.
Auk íslenskra fyrirlesara munu
meðal annars Kieran Kelleher frá
Alþjóðabankanum og Bernadette
Artivor frá Fjárfestingarstofu
Namibíu halda erindi.
Fjárfestingar í
þróunarlöndum