Fréttablaðið - 30.05.2007, Page 11
Prentsmiðjan
Gutenberg og Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum við Háskóla Íslands
hafa gert með sér samkomulag
um samstarf til ársins 2011.
Gutenberg mun gerast einn af
bakhjörlum stofnunarinnar og
verða henni innan handar með
hönnun og framleiðslu prent-
gripa.
Unnið er markvisst að áform-
um um að koma á fót alþjóðlegri
þekkingarmiðstöð tungumála á
Íslandi. Gutenberg vill með styrk
sínum veita þessu lið og jafn-
framt stuðla að aukinni útgáfu á
vegum stofnunarinnar.
Stofnun Vigdís-
ar fær stuðning
Karlmaður á fertugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
líkamsárás fyrir að hafa fingur-
brotið mann á fimmtugsaldri í
átökum þeirra á milli í Reykjavík
í janúar 2005. Meintur árásar-
maður neitar sök.
Ákærða er gefið að sök að hafa,
í átökunum miðjum, hangið á
vinstri handlegg mannsins með
þeim afleiðingum að hann hlaut
afrifubrot handarbaksmegin á
ystu kjúku litlafingurs.
Sá sem fingurbrotnaði krefst
rúmlega tveggja milljóna króna í
skaðabætur frá þeim ákærða.
Ákæran var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur.
Hékk á manni
og braut fingur
Ungir jafnaðar-
menn í Hafnarfirði skora á Einar
K. Guðfinnsson landbúnaðarráð-
herra að afnema tolla á landbún-
aðarvörum. Þeir vilja einnig
hefja undirbúning að inngöngu
Íslands í ESB og hafna hugmynd-
um um einkarekstur í grunnstoð-
um heilbrigðiskerfisins. Þetta er
meðal þeirra ályktana sem þeir
sendu frá sér í gær.
„Ályktunin um landbúnaðartoll-
ana byggist á því að láta landbún-
aðinn virka eins og hver annar
atvinnuvegur hérna á Íslandi,“
segir Þórður Sveinsson formaður.
„Þetta er mikið hagsmunamál
fyrir íslenska neytendur.“
Vilja ekki land-
búnaðartolla
Ríkiskaup eru nú með
húsnæði til sölu þar sem um
árabil var starfrækt einangrunar-
stöð fyrir gæludýr. Rekstur
stöðvarinnar hefur verið hætt og
er nú samsvarandi rekstur í
höndum einkaaðila í Höfnum á
Reykjanesi.
Um gæludýrastöðina í Hrísey
fóru fjölmörg dýr sem Íslending-
ar fluttu með sér heim frá
útlöndum og þurftu að vera í
sóttkví í tiltekinn tíma svo tryggt
væri að þau bæru ekki með sér
sjúkdóma inn í landið. Húsið ber
nafnið Kríunes 1 og er alls 135
fermetrar. Það er byggt á einni
hæð úr steinsteypu og timbri.
Tilboð óskast í
sóttkví í Hrísey
Anstein Gjengedal,
lögreglustjóri í Osló, varð fyrir
því að vasaþjófur nappaði
veskinu frá honum í síðustu viku,
einmitt í þann mund sem lögregl-
an í Osló hugðist blása til
herferðar gegn vasaþjófnaði.
Gjengedal var staddur í
lestinni frá Osló til flugvallarins
þegar hann lenti í mannþröng.
Stuttu síðar áttaði hann sig á því
að veskið væri horfið.
„Ég var ekki með mikið fé á
mér, en þetta var samt ekki mjög
skemmtilegt,“ sagði hann.
Síðar í vikunni tilkynnti
aðstoðarmaður hans að sumarher-
ferð lögreglunnar gegn vasaþjóf-
um væri hafin.
Veski lögreglu-
stjórans stolið