Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 16
fréttir og fróðleikur Skemmdarverk, list eða pólitískt áróðurstæki? Fáir koma óorði á marga Í litháísku hafnarborginni Klaipeda fór í síðustu viku fram ráðstefna um stöðu og horfur samstarfs Norður- og Eystrasaltslandanna. Halldór Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri Norrænu ráð- herranefndarinnar, flutti þar inngangsræðu og ræddi við blaðamann Frétta- blaðsins um viðfangsefni ráðstefnunnar og framtíð grannlandasamstarfsins. Meðal erinda sem flutt voru á ráð- stefnunni var eitt um mengun Eystrasaltsins og hvernig hún, ásamt hlýnun sjávar og loftslags, ýtir undir hættulegan vöxt eitur- þörunga sem getur haft ískyggileg áhrif á vistkerfi Eystrasaltsins. Í öðru erindi var vakin athygli á því hvernig fólksflótti heldur áfram frá löndunum við austanvert Eystrasaltið, ásamt því að fæðing- artíðni heldur áfram að lækka og skapar þannig alvarlegar horfur í lýðfræðilegri þróun í þessum lönd- um. Á móti þessum neikvæðu þáttum kemur að hagþróun er áfram hröð í öllum Eystrasaltslöndunum. Þau stefna að því að taka upp evruna sem fyrst og auka með því á efna- hagslegan stöðugleika. Spurður hver væri megintilgang- urinn með ráðstefnu sem þessari svarar Halldór Ásgrímsson að aðalmarkmiðið sé að leiða fólk saman og ræða sameiginlega framtíð. „Og auðvitað hafa umhverfismál Eystrasaltsins mikil áhrif á framtíð svæðisins, þess vegna hafa Norðurlöndin unnið ötullega að því að bæta ástandið á því sviði í langan tíma,“ segir Halldór. Norræni fjárfest- ingabankinn NIB og fleiri stofnanir Norðurlandasamstarfs- ins hafa gegnt mikilvægu hlut- verki í þessu starfi „og svo höfum við unnið í gegnum skrifstofur okkar á svæðinu við yfirvöld á hverjum stað,“ bendir Halldór á. Með tilvísun til áðurnefnds erindis um mengun Eystrasaltsins segir Halldór ljóst að viðunandi lausnir hafi enn ekki verið fundnar á að hamla streymi mengunarefna frá landbúnaði og iðnaði í sjóinn. Halldór sagði það líka hafa slegið sig á ráðstefnunni hvernig fólki er að fækka í austri en fjölga í vestri. Hátt á annað hundrað þúsund manns hefur til að mynda yfirgefið Litháen á þessum undanförnum 15 árum. Það sé greinilega brýnt úrlausnarefni hvernig hægt sé að laða fólk til að flytja aftur til heima- landa sinna. Þá þurfi líka að beita fjölskyldustefnu til að bregðast við lækkandi fæðingartíðni. Spurður hvernig Eystrasaltssam- starf horfi við sér persónulega, þar sem Ísland sé jú mjög fjarri Eystra- saltinu, rekur Halldór hvernig hann hafi tekið þátt í þessu samstarfi allt frá því Eystrasaltslöndin endur- heimtu sjálfstæði sitt og Ísland varð fyrst landa heims til að viður- kenna það. „Ég hef starfað með þeim allan þennan tíma og á marga góða vini á þessu svæði, svo að þótt Ísland sé fjarri þá hefur mér alltaf fundist ég vera náinn þeim – og geri mér grein fyrir mikilvægi samstarfs Norður- og Eystrasaltslanda fyrir heimshlutann í heild,“ segir hann. Um framtíð þess samstarfs segir hann, að nú þegar sé verið að vinna að því að tengja Eystrasaltslöndin nánar inn í fleiri þætti norræns samstarfs, svo sem fleiri skipti- áætlanir en námsmannaáætlunina NORDPLUS. Stefnt sé að því að auka samstarfið á sviði menningar- mála og fyrirtækjasamstarfs. „Þetta er spurning um að finna verkefni sem gagnast báðum; við höfum mjög opinn huga fyrir tillög- um, einkum frá vinum okkar í Eystrasaltslöndunum,“ segir Hall- dór og tekur fram að þetta sé meðal forgangsmála finnsku formennsku- áætlunarinnar í Norrænu ráðherra- nefndinni. Halldór tók við stöðu framkvæmda- stjóra Norrænu ráðherranefndar- innar um síðastliðin áramót. Spurð- ur hvað standi upp úr í reynslu sinni af starfinu fram til þessa segir Halldór að það sé hversu umfangsmikið og fjölbreytt starfið sé. „Ég hef verið lengi í stjórnmál- um en hef aldrei gegnt eins fjöl- breyttu starfi. Það kemur nánast inn á alla hluti,“ segir hann. Það sem hafi verið stóra málið hjá sér undanfarnar vikur hafi verið að undirbúa fund samstarfsráðherra Norðurlandanna sem verður nú í lok mánaðarins um afleiðingar hnattvæðingarinnar og hvað Norðurlöndin geti gert saman í því sambandi sem er síðan undir- búningur fyrir forsætisráðherra- fund Norðurlandanna sem verður um miðjan júní í Finnlandi. „Ef þetta tekst þá mun það hafa töluverð áhrif á Norðurlandasam- starfið,“ segir Halldór. „Við stefn- um að því að beina því í svolítið nýjar áttir undir þessum merkjum. Þannig að það er alltaf möguleiki að hreyfa ýmislegt til. Það er aðal- atriðið að vinna með tilliti til breyttra aðstæðna. Það er alveg ljóst að Norðurlöndin geta gert mjög mikið saman á þessu sviði,“ segir hann. Með samtals um 25 milljónir íbúa eru Norðurlöndin til- tölulega lítil þegar horft er á hnatt- væðinguna, en „þau hafa hins vegar mikla möguleika til að halda styrk sínum og auka styrk sinn með því að vinna náið saman á ýmsum svið- um og það sem ég finn er að Norðurlöndin eru að sjá þetta betur og betur,“ segir Halldór. Í þessu samhengi sé ekki hinn stóri munur á þjóð sem er 300.000 manns eða þrjár milljónir, bendir hann á. „Íslendingar hafa nú sem betur fer haft þá stefnu að vinna náið með öðrum þjóðum,“ segir Halldór spurður um möguleika Íslendinga í þessu sambandi. „Og ég held að það sé nú lykillinn að hnattvæðingunni að sýna sveigjanleika og vera tilbú- inn að vinna með öðrum. Og hafa opið hagkerfi. En ég held að ef Íslendingar geta kennt öðrum eitt- hvað – sem þeir geta – sé það hversu sveigjanlegir þeir eru og fljótir að breyta áherzlum ef eitthvað kemur upp.“ Þetta hafi ekki sízt nálægðin við hafið og náttúruna kennt Íslend- ingum. Það megi jafnvel þakka hnattvæðingunni fyrir að Íslend- ingar séu nú að verða æ minna háðir duttlungum náttúrunnar um efnahagslega afkomu sína. Þegar viðtalið var tekið var Hall- dór á leið á fund litháískra ráða- manna í Vilnius og rússneskra í Moskvu. Með tilliti til þeirra erfiðu samskipta sem Eystrasaltslöndin – nú síðast einkum og sér í lagi Eist- land – hafa átt við valdhafa í Moskvu var hann spurður hvort hann sæi ef til vill möguleika á því að leika eins konar sáttasemjara- hlutverk þar eystra. Því svarar Halldór einfaldlega með því að vísa til þess að Norðurlönd og stofnanir Norðurlandasamstarfsins eigi í margvíslegu og árangursríku sam- starfi við Rússland. „Okkur hefur verið mjög vel tekið í Rússlandi og ég vænti þess að það geti haldið áfram og það muni hjálpa til að bæta þessi samskipti,“ segir hann. Það sé mikilvægt, eins og fram hafi komið í máli Antanas Valionis, fyrrverandi utanríkisráðherra Lit- háens, á ráðstefnunni, að „menn reyni að milda þessar deilur, en for- tíðin gýs mjög oft upp. Mönnum er anzi tamt að líta frekar til fortíðar en framtíðar. En það er nú framtíð- in sem skiptir öllu,“ segir Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Æ nánara Eystrasaltssamstarf

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.