Fréttablaðið - 30.05.2007, Page 20

Fréttablaðið - 30.05.2007, Page 20
BMW ætlar að setja nýja línu á markað um 2010. Línan kallast F3 og er eins konar blendingsbíll. Ekki er auðvelt að skilgreina í hvaða flokki sumir bílar eru. Sér- staklega ekki nú þegar borgar- jeppar, sportjeppar og blendings- bílar virðast allir eins en falla samt í mismunandi flokka. BMW ætlar sér að flækja málið enn frekar með F3. F3 verður blanda af X3 og 3-lín- unni. Undirvagninn verður líkleg- ast fenginn að láni frá X3 en hann mun í útliti frekar minna á stór- an skutbíl en jeppa. Aksturseig- inleikar 3-línunnar verða hafð- ir að leiðarljósi en bíllinn á samt að vera fær um að flytja börn og buru. BMW-blend- ingur? Í auglýsingu fyrir Skoda Fabia er bíllinn endurskapaður úr hveiti, sykri, eggjum og mjólk. Bíllinn er í fullri stærð. Fyrir nokkrum vikum birtust myndir í Fréttablaðinu af kynn- ingu Skoda á Fabia II á bílasýn- ingunni í Genf. Þær voru vægast sagt hlægilegar. Eitthvað virðist markaðsdeild- in hjá Skoda hafa spýtt í lófana, læst sig inni í herbergi með flat- bökum og kóki og menn lofað að koma ekki út fyrr en þeir væru komnir með frábæra hugmynd að auglýsingu. Afraksturinn er stórfurðuleg en um leið stór- skemmtileg auglýsing þar sem Fabia II er endurbyggður í fullri stærð úr sandkökum og marsí- pani. Bíllinn er engin hrákasmíð, er með sætum og vél í fullri stærð. En sjón er sögu ríkari og ef leitað er að „Skoda Fabia cake“ á www. youtube.com er hægt að horfa á auglýsinguna. Sykursætur köku-Skódi Hraðamyndavélum fjölgar stöðugt. Í Bretlandi eru þær orðnar stafrænar. Öllum brögðum er beitt til að halda hraðanum í umferðinni niðri. Svo virðist sem ökumenn geti einfaldlega ekki haldið hrað- anum niðri og því finna yfir- völd stöðugt nýjar leiðir til að nappa þá sem brjóta lögin. Hraðamynda- vélar eru ein leiðin og hvergi hefur sú leið verið farin grimmar en í Bretlandi. Nú á að auka enn á myndatökurnar og gera mynda- vélarnar staf- rænar. Þetta þýðir að vonin um að myndavélin sé búin með film- una er úr sögunni. Í stað þess að geta tekið 200 myndir skipta þær þúsundum og svæðið sem þær ná yfir er stærra en áður. Spurningin er hvenær leiðin milli Reykjavíkur og Akureyr- ar verður vörðuð stafrænum myndavélum? Stafrænar hraðamyndavélar Næsta námskeið byrjar 6. júní. Jeppadekk ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Betra verð á heilsársdekkjum 235/65R17, kr. 12.900 245/70R17, kr. 13.900 265/70R17, kr. 14.900 275/60R17, kr. 15.900 Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" 17" og 18". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 70753 Nánar á jeppadekk.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.